Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér? Ritstjórn skrifar 30. september 2016 16:00 GLAMOUR/GETTY Ráðstefna um áhrif markaðsafla á sjálfsmynd og hegðun sem nefnist; “Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér?” verður haldin í Hörpu sunnudaginn 2. október næstkomandi. Heiðdís Sigurðardóttir og Þórdís Rúnarsdóttir sálfræðingar standa að ráðstefnunni en þær hafa báðar sérhæft sig í meðferð skjólstæðinga með átraskanir og hafa mikinn áhuga á að standa fyrir vitundarvakningu um meiri sátt og minni öfgar í leit fólks að heilbrigði. Á ráðstefnunni verður sérstaklega fjallað á útlitsdýrkun í auglýsingum og fjölmiðlum, megrunaræðið, sífellt meiri notkun skyndilausna, vöntun á jafnvægi og sátt, líkamsímynd barna og líkamsímynd kvenna. Sérstaklega er fjallað um hvernig við erum hvött til að nota mat til að takast á við líðan okkar. Erlendir og innlendir fyrirlesarar flytja erindi á ráðstefnunni og á meðal fyrirlesara er Dr. Jean Kilbourne sem er heimsþekktur fyrirlesari um áhrif samfélagsins, fjölmiðla og auglýsinga á sjálfsmynd, líkamsvitund og kauphegðun. Hún hefur mikið fjallað um "diet" heiminn og þrýsting markaðsafla á notkun skyndilausna sem ala svo á sjálfsefa - sérstaklega kvenna. Heimildarmyndin The Illusionists verður einnig sýnd á ráðstefnunni, sem hefur fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir úttekt á útlitsdýrkun í alþjóðlegu samhengi. Elena Rossini höfundur myndarinnar mun koma til landsins af þessu tilefni. Ráðstefnan er ætluð bæði fyrir fagfólk og almenning, allir velkomnir. Vefsíða ráðstefnunnar: gallabuxurnar.is The Illusionists [National Media Market Trailer] from Media Education Foundation on Vimeo. Mest lesið Komin með nóg af "contouring“ Glamour Frá Óskarnum í eftirpartýið Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Þakkaði konunum í lífi sínu Glamour Skyrtur fara aldrei úr tísku Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Taylor Swift hæst launaða konan í tónlistarbransanum Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir barnið Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Jared Leto leikur Andy Warhol í nýrri kvikmynd um líf listamannsins. Glamour
Ráðstefna um áhrif markaðsafla á sjálfsmynd og hegðun sem nefnist; “Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér?” verður haldin í Hörpu sunnudaginn 2. október næstkomandi. Heiðdís Sigurðardóttir og Þórdís Rúnarsdóttir sálfræðingar standa að ráðstefnunni en þær hafa báðar sérhæft sig í meðferð skjólstæðinga með átraskanir og hafa mikinn áhuga á að standa fyrir vitundarvakningu um meiri sátt og minni öfgar í leit fólks að heilbrigði. Á ráðstefnunni verður sérstaklega fjallað á útlitsdýrkun í auglýsingum og fjölmiðlum, megrunaræðið, sífellt meiri notkun skyndilausna, vöntun á jafnvægi og sátt, líkamsímynd barna og líkamsímynd kvenna. Sérstaklega er fjallað um hvernig við erum hvött til að nota mat til að takast á við líðan okkar. Erlendir og innlendir fyrirlesarar flytja erindi á ráðstefnunni og á meðal fyrirlesara er Dr. Jean Kilbourne sem er heimsþekktur fyrirlesari um áhrif samfélagsins, fjölmiðla og auglýsinga á sjálfsmynd, líkamsvitund og kauphegðun. Hún hefur mikið fjallað um "diet" heiminn og þrýsting markaðsafla á notkun skyndilausna sem ala svo á sjálfsefa - sérstaklega kvenna. Heimildarmyndin The Illusionists verður einnig sýnd á ráðstefnunni, sem hefur fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir úttekt á útlitsdýrkun í alþjóðlegu samhengi. Elena Rossini höfundur myndarinnar mun koma til landsins af þessu tilefni. Ráðstefnan er ætluð bæði fyrir fagfólk og almenning, allir velkomnir. Vefsíða ráðstefnunnar: gallabuxurnar.is The Illusionists [National Media Market Trailer] from Media Education Foundation on Vimeo.
Mest lesið Komin með nóg af "contouring“ Glamour Frá Óskarnum í eftirpartýið Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Þakkaði konunum í lífi sínu Glamour Skyrtur fara aldrei úr tísku Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Taylor Swift hæst launaða konan í tónlistarbransanum Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir barnið Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Jared Leto leikur Andy Warhol í nýrri kvikmynd um líf listamannsins. Glamour