Vogue hjólar í tískubloggara Ritstjórn skrifar 1. október 2016 08:30 Bryan Boy og Susie Bubble hér á tískuvikunni í Mílanó með öðrum bloggurunum? Glamour/Getty Þessar dagana stendur tískuviknatímabilið sem hæst og fer þar tískubiblían sjálf Vogue mikinn í umfjöllun sinni um komandi vor og sumartísku. Það er samt óhætt að segja að umfjöllun fjögurra ritstjóra um nýafstaðna tískuviku í Mílanó hafi farið ansi hátt en ásamt því að fjalla um tískusýningar sem stóðu upp í skjóta þær Sally Singer, Sarah Mower, Nicole Phelps og Alessandra Codinha ansi hart á tískubloggara. Meðal þess sem þær segja er að tískubloggarar séu að drepa hinn persónulega stíl með því að leyfa tískuhúsunum að kaupa það sem þau klæðast yfir tískuvikurnar en þekkt er tískuhúsin borgi bloggurum háar fjárhæðir fyrir að klæðast fötum eftir sig á tískuvikunum gegn því að þeir verði myndaðir af götutískuljósmyndurum. Gagnrýna þær tískubloggara fyrir að eyðileggja ásýnd tískuviknana og ekki síst gera lítið úr sjálfum sér því að klæðast lánuðum fötunum og pósa villt og galið fyrir götutískuljósmyndara í þeirri von að myndir af þeim birtist í stórum miðlum. Einnig gagnrýna þær bloggara fyrir að sýna símunum sínum meiri athygli en sýningunum sjálfum. Umfjöllunin lagðist ekki vel í tískubloggarana sem skutu ansi hart tilbaka á Vogue og sökuðu tímaritið um einelti í sinn garð. Sökuðu meðal annars Susie Bubble og Bryan Boy Vogue ritstjórana um hræsni þar sem vitað mál er að auglýsendur ráði ansi mikið um hvaða flíkur birtast á síðum tímarita og hver væri í raun munurinn á því að lána bloggurunum föt? Saka þau ritstjórana um að sitja í sínum fílabeinsturnum og vera ekki hrifin af því að ráðist sé inn á þeirra yfirráðasvæði. Hér má sjá nokkra af ritstjórum Vogue, Hamish Bowles, Nicole Phelps og Sally Singer á fremsta bekk á tískusýningu.Báðir aðilar hafa ansi mikið til síns mál. Það er mál manna að götutískan í kringum tískuvikurnar megi líkja við sirkus þar sem fólk gerir allt sem þeir geta til að ná athygli. Það hefur tekið kastljósið að hluta til frá tískupöllunum sjálfum. En að sama skapi hafa tískubloggarar og samfélagsmiðlanotkun þeirra gefið almenningi sæti á fremsta bekk á tískuvikunum, eitthvað sem hingað til hefur verið frátekið fyrir ritstjóra helstu tímaritanna. Þess má líka geta að Vogue hefur selt blöð með því að setja bloggara á forsíðu og birta einnig götutískumyndir frá tískuvikunum sem hefur verið mjög vinsælt vefefni. Tískuvöruhúsið Neiman Marcus hefur einnig gagnrýnt tískubloggara og rekur vinsældir þeirra til minni sölu hjá sér í fyrra. Þeir segja meðal annars að fólk sjái svo mikið af fötunum frá tískupallinum í kringum tískuvikurnar á netinu að þegar fatnaðurinn lendir loksins í verslunum hálfu ári seinna séu allir komnir með leið á þeim. Fötin eru ekki fersk lengur sem útskýrir minni sölu. Þessi deila er í raun sönnun þess að það er kominn tími til að tískuheimurinn aðlagi sig betur að breyttu umhverfi, nútímasamfélagi þar sem samfélagsmiðlar ráða för. Neytandinn er kröfuharður um að fá allt það sem hann sér strax, hraðinn er meira en oft áður og það hentar kannski ekki tískuhúsunum lengur að sýna fatalínur sínar hálfu ári fram í tímann? Can anyone guess what @voguemagazine most commented Instagram pic is (by a landslide)? A street style photo of me and @carovreeland. Ironic pic.twitter.com/kGhhbgnULz— Shea Marie (@peaceloveSHEA) September 27, 2016 It's schoolyard bullying, plain and simple. How satisfying it must be to go for the easy target rather than going for other editors.— bryanboy (@bryanboy) September 26, 2016 Firstly let's not pretend that editors and stylists are not beholden to brands in one way or another, getting salaries at publications...— susiebubble (@susiebubble) September 26, 2016 Mest lesið Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Guli kjóll Beyonce sem allir eru að tala um Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour ANTM kveður skjáinn Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Svona verslar þú á útsölum Glamour Moss mæðgur á forsíðu Vogue Glamour Caitlyn gefur út nýja og stærri línu fyrir MAC Glamour Fékk mömmu sína til að sitja fyrir Glamour Ísland í aðalhlutverki í nýrri herferð hjá Selected Glamour
Þessar dagana stendur tískuviknatímabilið sem hæst og fer þar tískubiblían sjálf Vogue mikinn í umfjöllun sinni um komandi vor og sumartísku. Það er samt óhætt að segja að umfjöllun fjögurra ritstjóra um nýafstaðna tískuviku í Mílanó hafi farið ansi hátt en ásamt því að fjalla um tískusýningar sem stóðu upp í skjóta þær Sally Singer, Sarah Mower, Nicole Phelps og Alessandra Codinha ansi hart á tískubloggara. Meðal þess sem þær segja er að tískubloggarar séu að drepa hinn persónulega stíl með því að leyfa tískuhúsunum að kaupa það sem þau klæðast yfir tískuvikurnar en þekkt er tískuhúsin borgi bloggurum háar fjárhæðir fyrir að klæðast fötum eftir sig á tískuvikunum gegn því að þeir verði myndaðir af götutískuljósmyndurum. Gagnrýna þær tískubloggara fyrir að eyðileggja ásýnd tískuviknana og ekki síst gera lítið úr sjálfum sér því að klæðast lánuðum fötunum og pósa villt og galið fyrir götutískuljósmyndara í þeirri von að myndir af þeim birtist í stórum miðlum. Einnig gagnrýna þær bloggara fyrir að sýna símunum sínum meiri athygli en sýningunum sjálfum. Umfjöllunin lagðist ekki vel í tískubloggarana sem skutu ansi hart tilbaka á Vogue og sökuðu tímaritið um einelti í sinn garð. Sökuðu meðal annars Susie Bubble og Bryan Boy Vogue ritstjórana um hræsni þar sem vitað mál er að auglýsendur ráði ansi mikið um hvaða flíkur birtast á síðum tímarita og hver væri í raun munurinn á því að lána bloggurunum föt? Saka þau ritstjórana um að sitja í sínum fílabeinsturnum og vera ekki hrifin af því að ráðist sé inn á þeirra yfirráðasvæði. Hér má sjá nokkra af ritstjórum Vogue, Hamish Bowles, Nicole Phelps og Sally Singer á fremsta bekk á tískusýningu.Báðir aðilar hafa ansi mikið til síns mál. Það er mál manna að götutískan í kringum tískuvikurnar megi líkja við sirkus þar sem fólk gerir allt sem þeir geta til að ná athygli. Það hefur tekið kastljósið að hluta til frá tískupöllunum sjálfum. En að sama skapi hafa tískubloggarar og samfélagsmiðlanotkun þeirra gefið almenningi sæti á fremsta bekk á tískuvikunum, eitthvað sem hingað til hefur verið frátekið fyrir ritstjóra helstu tímaritanna. Þess má líka geta að Vogue hefur selt blöð með því að setja bloggara á forsíðu og birta einnig götutískumyndir frá tískuvikunum sem hefur verið mjög vinsælt vefefni. Tískuvöruhúsið Neiman Marcus hefur einnig gagnrýnt tískubloggara og rekur vinsældir þeirra til minni sölu hjá sér í fyrra. Þeir segja meðal annars að fólk sjái svo mikið af fötunum frá tískupallinum í kringum tískuvikurnar á netinu að þegar fatnaðurinn lendir loksins í verslunum hálfu ári seinna séu allir komnir með leið á þeim. Fötin eru ekki fersk lengur sem útskýrir minni sölu. Þessi deila er í raun sönnun þess að það er kominn tími til að tískuheimurinn aðlagi sig betur að breyttu umhverfi, nútímasamfélagi þar sem samfélagsmiðlar ráða för. Neytandinn er kröfuharður um að fá allt það sem hann sér strax, hraðinn er meira en oft áður og það hentar kannski ekki tískuhúsunum lengur að sýna fatalínur sínar hálfu ári fram í tímann? Can anyone guess what @voguemagazine most commented Instagram pic is (by a landslide)? A street style photo of me and @carovreeland. Ironic pic.twitter.com/kGhhbgnULz— Shea Marie (@peaceloveSHEA) September 27, 2016 It's schoolyard bullying, plain and simple. How satisfying it must be to go for the easy target rather than going for other editors.— bryanboy (@bryanboy) September 26, 2016 Firstly let's not pretend that editors and stylists are not beholden to brands in one way or another, getting salaries at publications...— susiebubble (@susiebubble) September 26, 2016
Mest lesið Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Guli kjóll Beyonce sem allir eru að tala um Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour ANTM kveður skjáinn Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Svona verslar þú á útsölum Glamour Moss mæðgur á forsíðu Vogue Glamour Caitlyn gefur út nýja og stærri línu fyrir MAC Glamour Fékk mömmu sína til að sitja fyrir Glamour Ísland í aðalhlutverki í nýrri herferð hjá Selected Glamour