Fótbolti

Hjálmar kveður Gautaborg eftir fimmtán ár hjá félaginu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hjálmar Jónsson kveður IFK Gautaborg.
Hjálmar Jónsson kveður IFK Gautaborg. vísir/epa
Hjálmar Jónsson, leikmaður IFK Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni, hefur ákveðið að yfirgefið félagið í lok tímabilsins. Hann er búinn að spila í fimmtán ár með IFK og er gríðarlega vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins.

Hjálmar, sem á 21 A-landsleik fyrir Ísland, kom til Gautaborgar frá Keflavík árið 2002 og hefur spilað með liðinu síðan. Hann hefur spilað 427 leiki fyrir IFK og varð Svíþjóðarmeistari með liðinu árið 2007 og bikarmeistari 2008, 2014 og 2015.

Hjálmar hefur um langa tíð verið lykilmaður í liði Gautaborgar og spilað bæði sem bakvörður og miðvörður. Hann hefur aftur á mótið setið mikið á bekknum á yfirstandandi leiktíð.

Þessi 36 ára gamli varnarmaður greinir frá ákvörðun sinni á heimasíðu Gautaborgarliðsins en fyrst sagði hann liðsfélögum sínum frá ákvörðuninni.

„Það er ákveðin fótboltarómantík að spila svona lengi fyrir sama félagið,“ segir Hjálmar Jónsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×