„Hann var búinn að senda mér sms þegar ég kveikti á símanum áðan,“ sagði Heimir brosandi.
„Við heyrumst alltaf reglulega. Hann skiptir sér ekkert af en fylgist vel með,“ sagði Eyjapeyinnn. Samstarf þeirra Lars var afar farsælt og sumir sem óttuðust um hvað yrði þegar samstarfinu lyki. Þær raddir eru ekki háværar þegar strákarnir okkar hafa sjö stig eftir þrjá leiki í I-riðli undankeppninnar.
„Ég veit að hann styður okkur þótt hann sé kominn í vinnu hjá sænska landsliðinu.“
Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.