Ísland og Tyrkland eigast við á Laugardalsvelli í kvöld í þriðju umferð forkeppni Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi 2018.
Ísland er með 4 stig eftir tvo leiki en Tyrkland hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum til þessa.
Ísland getur komið sér í góða stöðu í riðlinum með sigri í kvöld og gæti mögulega komist í efsta sæti riðilsins en heil umferð er í riðlinum í dag.
Ísland leikur í I-riðli og er í öðru sæti með 4 stig líkt og Króatía en Krótía er með mun betri markamun eftir stórsigur á Kósóvó á fimmtudaginn.
Króatía sækir Finnland heim klukkan 16 í dag í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þriðji leikurinn úr riðlinum er í beinni útsendingu á sama tíma, viðureign Úkraínu og Kósóvó á Stöð 2 Sport 2 HD.
Klukkan 16 verður einnig leikur Wales og Georgíu í D-riðli í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.
Leikur Íslands og Tyrklands verður sýndur á Stöð 2 Sport HD klukkan 22:50 í kvöld en klukkan 18:45 verða þrír leikir í beinni á Sportstöðvum Stöðvar 2.
Ísland mætir Tyrklandi í kvöld á Laugardalsvelli

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn


Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn
