„Ísland mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar" Una Sighvatsdóttir skrifar 9. október 2016 21:30 Leiðir þeirra Adam Laus og Catherine Janes annars vegar og íslensku þjóðarinnar hinsvegar, hafa fléttast saman með undarlegum hætti allt frá því þau ákváðu að styðja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í sumar, þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Adam varð fyrir alvarlegri hnífaárás eftir landsleikinn móti Frakklandi og var í framhaldinu boðið að koma frítt til Íslands eins og frægt er orðið, en sjálf trúa þau varla enn að þetta sé að gerast.Velvild ókunnugra gaf þeim nýja trú„Þetta hefur aukið trú okkar á mannkynið, í alvöru talað. Því þetta atvik [hnífaárásin í París] var algjörlega að tilefnislausu. Við vorum bara að reyna að komast heim til okkar og þá gerðist þetta,“ segir Adam. „En það sem hefur komið út úr þessu er að við höfum séð velvild svo ótrúlega margra. Og bara sú staðreynda að við fengum að hitta forsetann...þetta myndi ekki gerast í neinu öðru landi!“ Catherine tekur undir. „Við erum bara ósköp venjulegt fólk og alls ekki vön svona löguðu. Þetta lætur okkur líða eins og við séum mjög sérstök.“ Ótalmargir hafa lagst á árarnar við að gleðja Adam og Catherine. Stuðningsmannaliðið Tólfan hélt utan um söfnunina en fjöldi einstaklinga og fyrirtækja lagði í púkkið, þar á meðal Reykjavík Helicopters sem bauð þeim í þyrluflug í gær. Á lendingarstað í Þórsmörk áttu þau ekki orð yfir landslaginu. „Þetta er gjörsamlega sturlað. Engin orð fá lýst útsýningu sem maður sér hérna, alveg sama í hvaða átt þú lítur“ segir Catherine. „Manni verður bara orða vant. Þetta er svo gullfallegt, í alvöru talað,“ bætir Adam við.Bjuggu til ný tilefni með trúlofuninniEn þótt íslenskt landslag og íslensk gestrisni hafi nánast gengið fram af þeim var hápunktur Íslandsferðarinnar samt augnablikið sem þau áttu alveg út af fyrir sig. „Ég bað Catherine að giftast mér og sem betur fer sagði hún já“ segir Adam og þau skella bæði upp úr. „Og þetta þýðir að við munum halda áfram að snúa aftur til Íslands til að halda upp á brúðkaupsafmæli hér og þess háttar. Ísland mun alltaf eiga alveg sérstakan stað í hjarta okkar.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Leiðir þeirra Adam Laus og Catherine Janes annars vegar og íslensku þjóðarinnar hinsvegar, hafa fléttast saman með undarlegum hætti allt frá því þau ákváðu að styðja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í sumar, þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Adam varð fyrir alvarlegri hnífaárás eftir landsleikinn móti Frakklandi og var í framhaldinu boðið að koma frítt til Íslands eins og frægt er orðið, en sjálf trúa þau varla enn að þetta sé að gerast.Velvild ókunnugra gaf þeim nýja trú„Þetta hefur aukið trú okkar á mannkynið, í alvöru talað. Því þetta atvik [hnífaárásin í París] var algjörlega að tilefnislausu. Við vorum bara að reyna að komast heim til okkar og þá gerðist þetta,“ segir Adam. „En það sem hefur komið út úr þessu er að við höfum séð velvild svo ótrúlega margra. Og bara sú staðreynda að við fengum að hitta forsetann...þetta myndi ekki gerast í neinu öðru landi!“ Catherine tekur undir. „Við erum bara ósköp venjulegt fólk og alls ekki vön svona löguðu. Þetta lætur okkur líða eins og við séum mjög sérstök.“ Ótalmargir hafa lagst á árarnar við að gleðja Adam og Catherine. Stuðningsmannaliðið Tólfan hélt utan um söfnunina en fjöldi einstaklinga og fyrirtækja lagði í púkkið, þar á meðal Reykjavík Helicopters sem bauð þeim í þyrluflug í gær. Á lendingarstað í Þórsmörk áttu þau ekki orð yfir landslaginu. „Þetta er gjörsamlega sturlað. Engin orð fá lýst útsýningu sem maður sér hérna, alveg sama í hvaða átt þú lítur“ segir Catherine. „Manni verður bara orða vant. Þetta er svo gullfallegt, í alvöru talað,“ bætir Adam við.Bjuggu til ný tilefni með trúlofuninniEn þótt íslenskt landslag og íslensk gestrisni hafi nánast gengið fram af þeim var hápunktur Íslandsferðarinnar samt augnablikið sem þau áttu alveg út af fyrir sig. „Ég bað Catherine að giftast mér og sem betur fer sagði hún já“ segir Adam og þau skella bæði upp úr. „Og þetta þýðir að við munum halda áfram að snúa aftur til Íslands til að halda upp á brúðkaupsafmæli hér og þess háttar. Ísland mun alltaf eiga alveg sérstakan stað í hjarta okkar.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira