Innlent

Ban Ki-moon fékk Arctic Circle verðlaunin

Ban Ki-moon ávarpar tvær samkomur í dag; annars vegar á Hringborði norðurslóða (Arctic Circle) og hins vegar í Háskóla Íslands þar sem þess er minnst að þrjátíu ár eru liðin frá fundi Reagaan og Gorbachev.
Ban Ki-moon ávarpar tvær samkomur í dag; annars vegar á Hringborði norðurslóða (Arctic Circle) og hins vegar í Háskóla Íslands þar sem þess er minnst að þrjátíu ár eru liðin frá fundi Reagaan og Gorbachev. vísir/böddi

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, var í dag veitt Arctic Circle verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og formaður Arctic Circle, afhenti verðlaunin.



Ólafur Ragnar sagði Ban Ki-moon vera með skýra framtíðarsýn og að hann hafi í störfum sínum sýnt ótrúlega stjórnvisku og hugrekki, en verðlaunin eru veitt einstaklingum, stofnunum eða samtökum sem hafa beitt sér fyrir málefnum norðurslóða.



Ban Ki-moon var tilnefndur til verðlaunanna vegna loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, COP21, eða Parísarsamkomulagsins svokallaða, sem verður bindandi samkvæmt alþjóðalögum innan mánaðar.



Ban Ki-moon ávarpar tvær samkomur í dag; annars vegar á Hringborði norðurslóða (Arctic Circle) og hins vegar í Háskóla Íslands þar sem þess er minnst að þrjátíu ár eru liðin frá fundi Reagaan og Gorbachev.



Þá fundaði hann með Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra í dag þar sem rædd voru loftslagsmál, málefni norðurslóða, heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og jafnréttismál.



Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Sigurður Ingi hafi þakkað Ban Ki-moon fyrir hans mikla og góða starf við að gera heiminn betri og öruggari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×