Erlent

Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/EPA
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur beðist afsökunar á niðrandi ummælum sínum um konur sem hann lét falla árið 2005. Myndband hefur gengið um netið þar sem Trump segist geta gert hvað sem er við konur því hann sé svo frægur, svo fátt eitt sé nefnt.

„Ég hef sagt og gert ýmislegt sem ég sé eftir,“ sagði Trump í sjónvarpsviðtali í morgun. „Allir sem þekkja mig vita að þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég hafði rangt fyrir mér og ég biðst afsökunar.“

Trump sagði í myndbandinu geta komist upp með hvað sem er vegna frægðar sinnar. Hann stærði sig meðal annars af því að hafa ítrekað reynt að sænga hjá giftum konum, hann geti þuklað á þeim og „gripið í píkuna á þeim“.

Áhrifafólk í Repúblikanaflokknum hefur fordæmt Trump fyrir ummælin. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, er þeirra á meðal en hann tilkynnti í gær að Trump væri ekki velkominn í fjáröflunarkvöldverð flokksins í Wisconsin um helgina. Orð Trump veki hjá honum viðbjóð, líkt og Ryan orðaði það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×