Erlent

Saka Rússa opinberlega um tölvuárásir gegn stjórnmálaflokkum

Samúel Karl Ólason skrifar
Margir sérfræðingar og embættismenn ytra hafa nefnt Rússa sem mögulega árásarmenn, en er þetta í fyrsta sinn sem yfirvöld þar gera það opinberlega.
Margir sérfræðingar og embættismenn ytra hafa nefnt Rússa sem mögulega árásarmenn, en er þetta í fyrsta sinn sem yfirvöld þar gera það opinberlega. Vísir/GEtty
Bandaríkin hafa sakað Rússa opinberlega um að gera tölvuárásir á vefsvæði stjórnmálaflokka. Þannig hafi yfirvöld í Rússlandi reynt að hafa áhrif á kosningabaráttuna þar í landi. Í tilkynningu frá yfirvöldum vestanhafs segir að árásirnar hafi verið af þeirri stærðargráðu að einungis hæst settu embættismenn Rússlands hefðu getað veitt leyfi fyrir þeim.

Meðal þess sem Rússar eru sakaðir um að hafa ráðist á er vefsvæði Demókrataflokksins, en fjölda tölvupósta og símtala meðlima flokksins var lekið netið í gegnum WikileaksDebbie Wasserman, formaður flokksins, sagði starfi sínu lausu í kjölfarið þar sem tölvupóstar hennar gáfu til kynna að forsvarsmenn flokksins hafi brugðið fæti fyrir framboð Bernie Sanders.

Margir sérfræðingar og embættismenn ytra hafa nefnt Rússa sem mögulega árásarmenn, en er þetta í fyrsta sinn sem yfirvöld þar gera það opinberlega.

Samband Bandaríkjanna og Rússlands hefur súrnað verulega á síðustu dögum og vikum. Bæði ríkin hafa sakað hvort annað um ýmislegt og samstarfsverkefnum hefur verið hætt.

Í tilkynningu yfirvalda segir að Rússar hafi áður beitt álíka brögðum til að hafa áhrifa á almenningsálit í austurhluta Evrópu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×