Myndlistin og samfélagið Dagur B. Eggertsson skrifar 8. október 2016 07:00 Dagur íslenskrar myndlistar er árlegt vitundarátak þar sem vakin er athygli á starfi myndlistarmanna og verkum þeirra sem almenningur nýtur í daglegu lífi. Myndlistin er hluti af því umhverfi sem við höfum skapað okkur en við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir hversu fyrirferðamikil hún er í lífi okkar allra. Það er mikil gróska í myndlistarlífi borgarinnar, hvert sem litið er og hefur Reykjavíkurborg komið að ýmiskonar verkefnum sem því tengjast. Til dæmis styttist í opnun Marshall hússins á Grandanum í samstarfi við HB Granda. Borgin leigir af Granda og framleigir svo hlutann sem mun snúa að myndlist til Nýló, Kling og Bang, i8 Gallerí og Stúdíó Reykjavík með sjálfan Ólaf Elíasson í forgrunni. Marshall verður myndarlistamiðstöð; sýninga- og verkefnarými fyrir þessa lykilaðila í myndlistarlífinu sem mun án efa vekja líka athygli í hinum alþjóðlega myndlistarheimi. Um leið mun þetta verkefni styrkja enn frekar uppbyggingu í og við Granda þar sem íbúðabyggð, útgerð, lítil og meðalstór fyrirtæki, afþreying og menning fara vel saman. En það eru fleiri íslenskir listamenn að vekja athygli erlendis. Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2016 er Ragnar Kjartansson sem hefur aukið hróður íslenskrar myndlistar og Reykjavíkur um gjörvallan heim. Það telst óvenjulegt að maður sem er bara um fertugt hljóti þessa heiðursviðurkenningu til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. En hún er um leið þakklætisvottur frá borginni fyrir það framlag sem listamaðurinn hefur lagt til menningarlífsins í borginni og sjálfsmyndar hennar. Fjölbreytt verk Ragnars sýna í hnotskurn hvernig myndlistin getur verið í dag, en verk hans eiga rætur að rekja í ólíka miðla, m.a. leikhús, tónlist, málverk, gjörninga, kvikmyndir, myndbönd og bókmenntir. Stór einkasýning hans er væntanleg í Listasafn Reykjavíkur á komandi ári, eitt af flaggskipum menningarinnar sem borgin er stolt af að reka.Stuðningur við grasrót Borgin reynir eftir mætti að hlúa að myndlistinni með stuðningi við grasrót í gegnum fjölda gallería og vinnustaði myndlistarmanna. Þar má nefna Sjónlistarmiðstöðina á Korpúlfsstöðum, Myndhöggvarafélagið á Nýlendugötu, Nýlistasafnið, Kling og Bang, Harbinger, Grafíkfélagið, Hverfisgallerí og Listasafn ASÍ. Reykjavík er líka Friðarborg og það er ánægjulegt að segja frá því að Ólafur Elíasson verður einn fjögurra listamanna sem hljóta verðlaun úr Lennon-Ono friðarsjóðnum þann 9. október næstkomandi, sama dag og Friðarsúla Yoko Ono verður tendruð að vanda. Kínverski fjöllistamaðurinn og aktívistinn Ai WeiWei verður þar einnig heiðraður ásamt hinum bresk-indverska myndlistarmanni Anish Kapoor, og ungversku fjöllistakonunni Katalin Ladik. Öll hafa þau með list sinni og verkum haft áhrif á samfélagið og vakið upp umræðu sem snertir upplifun okkar og tilfinningu fyrir umhverfinu. Listaverk geta fært okkur gleði í daglegu amstri, en myndlist og myndverk geta líka verið áminning eða vakning um samfélagsmál. Myndlist færir okkur þannig nýjar hugmyndir og nýja sýn á gamlar hugmyndir – og þessir fjórir listamenn nýta sér þá miðlun til almennings til hins ítrasta með verkum sínum. Friðarsúla Yoko Ono sem lýsir upp himininn yfir Viðey í svartasta skammdeginu er einmitt dæmi um slíkt listaverk. Verkið sést víða að í borginni og hægt er að njóta þess frá ótalmörgum sjónarhornum. Friðarsúlan lætur fáa ósnortna með boðskap sínum um frið til handa mannkyninu. Í hinu stóra samhengi er hún um leið áminning um þær hörmungar sem ófriður veldur og áminning til okkar sem byggjum þessa borg um að leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt. Það er góð áminning nú þegar við minnumst þess í október að 30 ár eru liðin frá leiðtogafundinum í Höfða sem markaði upphafið að endalokum kalda stríðsins. Ýmislegt verður gert til að minnast þeirra tímamóta og þar getur friðarsúlan verið táknmynd jafnt um innri sem alþjóðlegan frið. Gleðilegan Dag myndlistar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar myndlistar er árlegt vitundarátak þar sem vakin er athygli á starfi myndlistarmanna og verkum þeirra sem almenningur nýtur í daglegu lífi. Myndlistin er hluti af því umhverfi sem við höfum skapað okkur en við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir hversu fyrirferðamikil hún er í lífi okkar allra. Það er mikil gróska í myndlistarlífi borgarinnar, hvert sem litið er og hefur Reykjavíkurborg komið að ýmiskonar verkefnum sem því tengjast. Til dæmis styttist í opnun Marshall hússins á Grandanum í samstarfi við HB Granda. Borgin leigir af Granda og framleigir svo hlutann sem mun snúa að myndlist til Nýló, Kling og Bang, i8 Gallerí og Stúdíó Reykjavík með sjálfan Ólaf Elíasson í forgrunni. Marshall verður myndarlistamiðstöð; sýninga- og verkefnarými fyrir þessa lykilaðila í myndlistarlífinu sem mun án efa vekja líka athygli í hinum alþjóðlega myndlistarheimi. Um leið mun þetta verkefni styrkja enn frekar uppbyggingu í og við Granda þar sem íbúðabyggð, útgerð, lítil og meðalstór fyrirtæki, afþreying og menning fara vel saman. En það eru fleiri íslenskir listamenn að vekja athygli erlendis. Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2016 er Ragnar Kjartansson sem hefur aukið hróður íslenskrar myndlistar og Reykjavíkur um gjörvallan heim. Það telst óvenjulegt að maður sem er bara um fertugt hljóti þessa heiðursviðurkenningu til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. En hún er um leið þakklætisvottur frá borginni fyrir það framlag sem listamaðurinn hefur lagt til menningarlífsins í borginni og sjálfsmyndar hennar. Fjölbreytt verk Ragnars sýna í hnotskurn hvernig myndlistin getur verið í dag, en verk hans eiga rætur að rekja í ólíka miðla, m.a. leikhús, tónlist, málverk, gjörninga, kvikmyndir, myndbönd og bókmenntir. Stór einkasýning hans er væntanleg í Listasafn Reykjavíkur á komandi ári, eitt af flaggskipum menningarinnar sem borgin er stolt af að reka.Stuðningur við grasrót Borgin reynir eftir mætti að hlúa að myndlistinni með stuðningi við grasrót í gegnum fjölda gallería og vinnustaði myndlistarmanna. Þar má nefna Sjónlistarmiðstöðina á Korpúlfsstöðum, Myndhöggvarafélagið á Nýlendugötu, Nýlistasafnið, Kling og Bang, Harbinger, Grafíkfélagið, Hverfisgallerí og Listasafn ASÍ. Reykjavík er líka Friðarborg og það er ánægjulegt að segja frá því að Ólafur Elíasson verður einn fjögurra listamanna sem hljóta verðlaun úr Lennon-Ono friðarsjóðnum þann 9. október næstkomandi, sama dag og Friðarsúla Yoko Ono verður tendruð að vanda. Kínverski fjöllistamaðurinn og aktívistinn Ai WeiWei verður þar einnig heiðraður ásamt hinum bresk-indverska myndlistarmanni Anish Kapoor, og ungversku fjöllistakonunni Katalin Ladik. Öll hafa þau með list sinni og verkum haft áhrif á samfélagið og vakið upp umræðu sem snertir upplifun okkar og tilfinningu fyrir umhverfinu. Listaverk geta fært okkur gleði í daglegu amstri, en myndlist og myndverk geta líka verið áminning eða vakning um samfélagsmál. Myndlist færir okkur þannig nýjar hugmyndir og nýja sýn á gamlar hugmyndir – og þessir fjórir listamenn nýta sér þá miðlun til almennings til hins ítrasta með verkum sínum. Friðarsúla Yoko Ono sem lýsir upp himininn yfir Viðey í svartasta skammdeginu er einmitt dæmi um slíkt listaverk. Verkið sést víða að í borginni og hægt er að njóta þess frá ótalmörgum sjónarhornum. Friðarsúlan lætur fáa ósnortna með boðskap sínum um frið til handa mannkyninu. Í hinu stóra samhengi er hún um leið áminning um þær hörmungar sem ófriður veldur og áminning til okkar sem byggjum þessa borg um að leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt. Það er góð áminning nú þegar við minnumst þess í október að 30 ár eru liðin frá leiðtogafundinum í Höfða sem markaði upphafið að endalokum kalda stríðsins. Ýmislegt verður gert til að minnast þeirra tímamóta og þar getur friðarsúlan verið táknmynd jafnt um innri sem alþjóðlegan frið. Gleðilegan Dag myndlistar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun