Myndlistin og samfélagið Dagur B. Eggertsson skrifar 8. október 2016 07:00 Dagur íslenskrar myndlistar er árlegt vitundarátak þar sem vakin er athygli á starfi myndlistarmanna og verkum þeirra sem almenningur nýtur í daglegu lífi. Myndlistin er hluti af því umhverfi sem við höfum skapað okkur en við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir hversu fyrirferðamikil hún er í lífi okkar allra. Það er mikil gróska í myndlistarlífi borgarinnar, hvert sem litið er og hefur Reykjavíkurborg komið að ýmiskonar verkefnum sem því tengjast. Til dæmis styttist í opnun Marshall hússins á Grandanum í samstarfi við HB Granda. Borgin leigir af Granda og framleigir svo hlutann sem mun snúa að myndlist til Nýló, Kling og Bang, i8 Gallerí og Stúdíó Reykjavík með sjálfan Ólaf Elíasson í forgrunni. Marshall verður myndarlistamiðstöð; sýninga- og verkefnarými fyrir þessa lykilaðila í myndlistarlífinu sem mun án efa vekja líka athygli í hinum alþjóðlega myndlistarheimi. Um leið mun þetta verkefni styrkja enn frekar uppbyggingu í og við Granda þar sem íbúðabyggð, útgerð, lítil og meðalstór fyrirtæki, afþreying og menning fara vel saman. En það eru fleiri íslenskir listamenn að vekja athygli erlendis. Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2016 er Ragnar Kjartansson sem hefur aukið hróður íslenskrar myndlistar og Reykjavíkur um gjörvallan heim. Það telst óvenjulegt að maður sem er bara um fertugt hljóti þessa heiðursviðurkenningu til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. En hún er um leið þakklætisvottur frá borginni fyrir það framlag sem listamaðurinn hefur lagt til menningarlífsins í borginni og sjálfsmyndar hennar. Fjölbreytt verk Ragnars sýna í hnotskurn hvernig myndlistin getur verið í dag, en verk hans eiga rætur að rekja í ólíka miðla, m.a. leikhús, tónlist, málverk, gjörninga, kvikmyndir, myndbönd og bókmenntir. Stór einkasýning hans er væntanleg í Listasafn Reykjavíkur á komandi ári, eitt af flaggskipum menningarinnar sem borgin er stolt af að reka.Stuðningur við grasrót Borgin reynir eftir mætti að hlúa að myndlistinni með stuðningi við grasrót í gegnum fjölda gallería og vinnustaði myndlistarmanna. Þar má nefna Sjónlistarmiðstöðina á Korpúlfsstöðum, Myndhöggvarafélagið á Nýlendugötu, Nýlistasafnið, Kling og Bang, Harbinger, Grafíkfélagið, Hverfisgallerí og Listasafn ASÍ. Reykjavík er líka Friðarborg og það er ánægjulegt að segja frá því að Ólafur Elíasson verður einn fjögurra listamanna sem hljóta verðlaun úr Lennon-Ono friðarsjóðnum þann 9. október næstkomandi, sama dag og Friðarsúla Yoko Ono verður tendruð að vanda. Kínverski fjöllistamaðurinn og aktívistinn Ai WeiWei verður þar einnig heiðraður ásamt hinum bresk-indverska myndlistarmanni Anish Kapoor, og ungversku fjöllistakonunni Katalin Ladik. Öll hafa þau með list sinni og verkum haft áhrif á samfélagið og vakið upp umræðu sem snertir upplifun okkar og tilfinningu fyrir umhverfinu. Listaverk geta fært okkur gleði í daglegu amstri, en myndlist og myndverk geta líka verið áminning eða vakning um samfélagsmál. Myndlist færir okkur þannig nýjar hugmyndir og nýja sýn á gamlar hugmyndir – og þessir fjórir listamenn nýta sér þá miðlun til almennings til hins ítrasta með verkum sínum. Friðarsúla Yoko Ono sem lýsir upp himininn yfir Viðey í svartasta skammdeginu er einmitt dæmi um slíkt listaverk. Verkið sést víða að í borginni og hægt er að njóta þess frá ótalmörgum sjónarhornum. Friðarsúlan lætur fáa ósnortna með boðskap sínum um frið til handa mannkyninu. Í hinu stóra samhengi er hún um leið áminning um þær hörmungar sem ófriður veldur og áminning til okkar sem byggjum þessa borg um að leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt. Það er góð áminning nú þegar við minnumst þess í október að 30 ár eru liðin frá leiðtogafundinum í Höfða sem markaði upphafið að endalokum kalda stríðsins. Ýmislegt verður gert til að minnast þeirra tímamóta og þar getur friðarsúlan verið táknmynd jafnt um innri sem alþjóðlegan frið. Gleðilegan Dag myndlistar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar myndlistar er árlegt vitundarátak þar sem vakin er athygli á starfi myndlistarmanna og verkum þeirra sem almenningur nýtur í daglegu lífi. Myndlistin er hluti af því umhverfi sem við höfum skapað okkur en við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir hversu fyrirferðamikil hún er í lífi okkar allra. Það er mikil gróska í myndlistarlífi borgarinnar, hvert sem litið er og hefur Reykjavíkurborg komið að ýmiskonar verkefnum sem því tengjast. Til dæmis styttist í opnun Marshall hússins á Grandanum í samstarfi við HB Granda. Borgin leigir af Granda og framleigir svo hlutann sem mun snúa að myndlist til Nýló, Kling og Bang, i8 Gallerí og Stúdíó Reykjavík með sjálfan Ólaf Elíasson í forgrunni. Marshall verður myndarlistamiðstöð; sýninga- og verkefnarými fyrir þessa lykilaðila í myndlistarlífinu sem mun án efa vekja líka athygli í hinum alþjóðlega myndlistarheimi. Um leið mun þetta verkefni styrkja enn frekar uppbyggingu í og við Granda þar sem íbúðabyggð, útgerð, lítil og meðalstór fyrirtæki, afþreying og menning fara vel saman. En það eru fleiri íslenskir listamenn að vekja athygli erlendis. Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2016 er Ragnar Kjartansson sem hefur aukið hróður íslenskrar myndlistar og Reykjavíkur um gjörvallan heim. Það telst óvenjulegt að maður sem er bara um fertugt hljóti þessa heiðursviðurkenningu til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. En hún er um leið þakklætisvottur frá borginni fyrir það framlag sem listamaðurinn hefur lagt til menningarlífsins í borginni og sjálfsmyndar hennar. Fjölbreytt verk Ragnars sýna í hnotskurn hvernig myndlistin getur verið í dag, en verk hans eiga rætur að rekja í ólíka miðla, m.a. leikhús, tónlist, málverk, gjörninga, kvikmyndir, myndbönd og bókmenntir. Stór einkasýning hans er væntanleg í Listasafn Reykjavíkur á komandi ári, eitt af flaggskipum menningarinnar sem borgin er stolt af að reka.Stuðningur við grasrót Borgin reynir eftir mætti að hlúa að myndlistinni með stuðningi við grasrót í gegnum fjölda gallería og vinnustaði myndlistarmanna. Þar má nefna Sjónlistarmiðstöðina á Korpúlfsstöðum, Myndhöggvarafélagið á Nýlendugötu, Nýlistasafnið, Kling og Bang, Harbinger, Grafíkfélagið, Hverfisgallerí og Listasafn ASÍ. Reykjavík er líka Friðarborg og það er ánægjulegt að segja frá því að Ólafur Elíasson verður einn fjögurra listamanna sem hljóta verðlaun úr Lennon-Ono friðarsjóðnum þann 9. október næstkomandi, sama dag og Friðarsúla Yoko Ono verður tendruð að vanda. Kínverski fjöllistamaðurinn og aktívistinn Ai WeiWei verður þar einnig heiðraður ásamt hinum bresk-indverska myndlistarmanni Anish Kapoor, og ungversku fjöllistakonunni Katalin Ladik. Öll hafa þau með list sinni og verkum haft áhrif á samfélagið og vakið upp umræðu sem snertir upplifun okkar og tilfinningu fyrir umhverfinu. Listaverk geta fært okkur gleði í daglegu amstri, en myndlist og myndverk geta líka verið áminning eða vakning um samfélagsmál. Myndlist færir okkur þannig nýjar hugmyndir og nýja sýn á gamlar hugmyndir – og þessir fjórir listamenn nýta sér þá miðlun til almennings til hins ítrasta með verkum sínum. Friðarsúla Yoko Ono sem lýsir upp himininn yfir Viðey í svartasta skammdeginu er einmitt dæmi um slíkt listaverk. Verkið sést víða að í borginni og hægt er að njóta þess frá ótalmörgum sjónarhornum. Friðarsúlan lætur fáa ósnortna með boðskap sínum um frið til handa mannkyninu. Í hinu stóra samhengi er hún um leið áminning um þær hörmungar sem ófriður veldur og áminning til okkar sem byggjum þessa borg um að leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt. Það er góð áminning nú þegar við minnumst þess í október að 30 ár eru liðin frá leiðtogafundinum í Höfða sem markaði upphafið að endalokum kalda stríðsins. Ýmislegt verður gert til að minnast þeirra tímamóta og þar getur friðarsúlan verið táknmynd jafnt um innri sem alþjóðlegan frið. Gleðilegan Dag myndlistar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun