Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Skallagrímur 80-70 | Haukasigur gegn nýliðunum Smári Jökull Jónsson skrifar 7. október 2016 22:15 Finnur Atli Magnússon átti góðan leik í liði Hauka. vísir/anton Silfurlið Hauka frá því í fyrra byrjar tímabilið í Dominos-deildinni vel. Þeir unnu góðan tíu stiga sigur á nýliðum Skallagríms á heimavelli sínum í Schenker-höllinni í kvöld. Sigur Hauka var nokkuð þægilegur en gestirnir voru þó nálægt því að setja spennu í lokin í síðasta leikhlutanum. Við þurftum ekki að bíða lengi eftir fyrstu tilþrifum leiksins. Þau átti Flenard Whitfield úr Skallagrím þegar hann skoraði fyrstu stig leiksins með glæsilegri troðslu, ekki sinni síðustu í leiknum. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta en í upphafi þess annars náðu Haukar góðum kafla og komust mest 17 stigum yfir. Skallarnir héldu þó í við gestina, þrátt fyrir slaka hittni, og staðan í hálfleik var, 47-34 heimamönnum í vil. Finnur Atli og Aaron Brown voru að spila vel fyrir heimamenn og Whitfield sterkur hjá gestunum. Hjálmar Stefánsson leysti hlutverk Emil Barja ágætlega, en Emil meiddist á æfingu í gær og var ekki með í kvöld. Í þriðja leikhluta var svipað uppi á teningunum og í fyrri hálfleik. Haukarnir héldu gestunum í seilingarfjarlægð og skotin voru ekki að detta hjá Skallagrím. Þeir voru 1/13 í þriggja stiga skotum áður en Whitfield skoraði eina þriggja stiga körfu rétt fyrir lok leikhlutans og minnkaði þá muninn í 9 stig. Í fjórða leikhluta náðu gestirnir hins vegar fínu áhlaupi. Þeir þéttu varnarleikinn og áðurnefndur Whitfield hélt áfram í troðslukeppni, náði tveimur slíkum í röð og kveikti vel í sínum mönnum sem og Borgnesinum á pöllunum. Þá vantaði hins vegar herslumuninn til að komast enn nær, en munurinn varð minnst 6 stig. Haukarnir sigldu sigrinum nokkuð þægilega í höfn og unnu að lokum 10 stiga sigur, loka tölur 80-70.Ívar: Vantar upp á leikformiðÍvar Ásgrímsson þjálfari Hauka var sæmilega sáttur eftir sigurinn á nýliðum Skallagríms í 1.umferð Dominos-deildarinnar í kvöld. „Það var fín barátta hjá okkur og menn voru að leggja sig fram. Mér fannst vanta upp á leikformið og við erum búnir að vera í vandræðum með meiðsli og aldrei náð að stilla upp okkar sterkasta liði,“ sagði Ívar í samtali við Vísi að leik loknum. „Við vorum án Emils (Barja) í dag og það sást á okkur, við vorum svolítið hægir að bera upp boltann. Hjálmar leysti hlutverkið þó vel og Arnór kom sterkur inn. Ég er ánægður með hvernig menn brugðust við. Emil meiddist í gærkvöldi og við vorum ekki búnir að undirbúa að vera án hans,“ bætti Ívar við. „Það er mjög jákvætt að vinna. Vítanýtingin var frábær og vörnin fín líka. Við erum að fá nýja menn inn. Kristján Leifur og Breki eru báðir að spila sinn fyrsta úrvarsdeildarleik og Arnór líka að einhverju ráði. Þeir stóðu sig mjög vel og okkar reynslumiklu menn, Finnur og Haukur, áttu líka góðan leik.“ Ívar sagði að honum sýndist vanta upp á leikform hjá liðunum í deildinni og talaði um skort á æfingaleikjum. „Mér hefur sýnst í flestum leikjum vanta upp á leikformið. Þessi fyrirtækjabikar sem var blásinn af, það var mikil synd og mér finnst liðin ekki koma í eins góðu leikformi núna eins og síðustu ár,“ sagði Ívar að lokum.Finnur: Við hittum ekki sjóinn Finnur Jónsson þjálfari nýliða Skallagríms var vitaskuld ekki ánægður eftir 10 stiga tap í Schenker-höllinni í kvöld. „Þetta var ekki nógu gott. Við töpum með 10 stigum. En fyrsti leikurinn er búinn og hrollurinn farinn úr mönnum,“ sagði Finnur þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Við hittum náttúrulega ekki sjóinn. Við vorum með 30% skotnýtingu, tókum 10 fleiri skot en þeir og fleiri víti. Vorum líka með helmingi færri tapaða bolta en við bara hittum ekki neitt. Við þurfum að fara að æfa okkur að hitta í körfuna. Það er ekki vænlegt til árangurs að hitta úr tveimur af tuttugu þriggja stiga skotum“ bætti Finnur við. Borgnesingar voru nálægt því að setja spennu í lokin og náðu að minnka muninn í 6 stig í síðasta leikhlutanum. En slök hittni kom í veg fyrir að þeir kæmust nær en það. „Það vantaði herslumuninn, það var haustbragur á okkur. Við förum bara í næsta leik, við ætlum að taka einn leik í einu og næst er það KR heima. Það er fullt af fólki á bakvið okkur í Borgarnesi, bæði karla- og kvennaliðið er í efstu deild og það er mikil stemmning og mikið gaman,“ sagði Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms að lokum.Finnur Atli: Fínt að vera spáð neðarlegaFinnur Atli Magnússon átti fínan leik fyrir Haukana í dag en hann verður án efa í stóru hlutverki hjá þeim rauðklæddu í vetur líkt og í fyrra. „Ég er bara mjög sáttur. Við fengum bara að vita í dag að Emil yrði ekki með og ég var smá stressaður því Hjálmar er ekki vanur að koma upp með boltann. En við leystum þetta nokkuð vel og ég er ánægður með 10 stiga sigur,“ sagði Finnur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. "Við spiluðum við Skallagrím í æfingaleik en þá vantaði menn hjá okkur og við vorum vængbrotnir í þeim leik og töpuðum. En þá fengum við smá sýnishorn hvernig þeir spila, Kaninn sérstaklega, þannig að við vissum nokkurn veginn hvað við vorum að fara út í. Mér fannst við gera þetta nokkuð vel,“ bætti Finnur Atli við. Haukar fengu silfrið í fyrra eftir úrslitarimmu við KR en er spáð misjöfnu gengi í vetur. Finnur Atli sagði það kveikja í hans mönnum. „Ég fíla að okkur sé spáð neðarlega, eins og sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi gerðu. 10 sæti? Mér fannst það fínt. Spár eru spár og við stefnum á að vera með heimavallarrétt í úrslitakeppninni og ég segi að við getum það vel. Þetta er fyrsta skrefið,“ sagði Finnur Atli að endingu.Bein lýsing: Haukar - SkallagrímurTweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Silfurlið Hauka frá því í fyrra byrjar tímabilið í Dominos-deildinni vel. Þeir unnu góðan tíu stiga sigur á nýliðum Skallagríms á heimavelli sínum í Schenker-höllinni í kvöld. Sigur Hauka var nokkuð þægilegur en gestirnir voru þó nálægt því að setja spennu í lokin í síðasta leikhlutanum. Við þurftum ekki að bíða lengi eftir fyrstu tilþrifum leiksins. Þau átti Flenard Whitfield úr Skallagrím þegar hann skoraði fyrstu stig leiksins með glæsilegri troðslu, ekki sinni síðustu í leiknum. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta en í upphafi þess annars náðu Haukar góðum kafla og komust mest 17 stigum yfir. Skallarnir héldu þó í við gestina, þrátt fyrir slaka hittni, og staðan í hálfleik var, 47-34 heimamönnum í vil. Finnur Atli og Aaron Brown voru að spila vel fyrir heimamenn og Whitfield sterkur hjá gestunum. Hjálmar Stefánsson leysti hlutverk Emil Barja ágætlega, en Emil meiddist á æfingu í gær og var ekki með í kvöld. Í þriðja leikhluta var svipað uppi á teningunum og í fyrri hálfleik. Haukarnir héldu gestunum í seilingarfjarlægð og skotin voru ekki að detta hjá Skallagrím. Þeir voru 1/13 í þriggja stiga skotum áður en Whitfield skoraði eina þriggja stiga körfu rétt fyrir lok leikhlutans og minnkaði þá muninn í 9 stig. Í fjórða leikhluta náðu gestirnir hins vegar fínu áhlaupi. Þeir þéttu varnarleikinn og áðurnefndur Whitfield hélt áfram í troðslukeppni, náði tveimur slíkum í röð og kveikti vel í sínum mönnum sem og Borgnesinum á pöllunum. Þá vantaði hins vegar herslumuninn til að komast enn nær, en munurinn varð minnst 6 stig. Haukarnir sigldu sigrinum nokkuð þægilega í höfn og unnu að lokum 10 stiga sigur, loka tölur 80-70.Ívar: Vantar upp á leikformiðÍvar Ásgrímsson þjálfari Hauka var sæmilega sáttur eftir sigurinn á nýliðum Skallagríms í 1.umferð Dominos-deildarinnar í kvöld. „Það var fín barátta hjá okkur og menn voru að leggja sig fram. Mér fannst vanta upp á leikformið og við erum búnir að vera í vandræðum með meiðsli og aldrei náð að stilla upp okkar sterkasta liði,“ sagði Ívar í samtali við Vísi að leik loknum. „Við vorum án Emils (Barja) í dag og það sást á okkur, við vorum svolítið hægir að bera upp boltann. Hjálmar leysti hlutverkið þó vel og Arnór kom sterkur inn. Ég er ánægður með hvernig menn brugðust við. Emil meiddist í gærkvöldi og við vorum ekki búnir að undirbúa að vera án hans,“ bætti Ívar við. „Það er mjög jákvætt að vinna. Vítanýtingin var frábær og vörnin fín líka. Við erum að fá nýja menn inn. Kristján Leifur og Breki eru báðir að spila sinn fyrsta úrvarsdeildarleik og Arnór líka að einhverju ráði. Þeir stóðu sig mjög vel og okkar reynslumiklu menn, Finnur og Haukur, áttu líka góðan leik.“ Ívar sagði að honum sýndist vanta upp á leikform hjá liðunum í deildinni og talaði um skort á æfingaleikjum. „Mér hefur sýnst í flestum leikjum vanta upp á leikformið. Þessi fyrirtækjabikar sem var blásinn af, það var mikil synd og mér finnst liðin ekki koma í eins góðu leikformi núna eins og síðustu ár,“ sagði Ívar að lokum.Finnur: Við hittum ekki sjóinn Finnur Jónsson þjálfari nýliða Skallagríms var vitaskuld ekki ánægður eftir 10 stiga tap í Schenker-höllinni í kvöld. „Þetta var ekki nógu gott. Við töpum með 10 stigum. En fyrsti leikurinn er búinn og hrollurinn farinn úr mönnum,“ sagði Finnur þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Við hittum náttúrulega ekki sjóinn. Við vorum með 30% skotnýtingu, tókum 10 fleiri skot en þeir og fleiri víti. Vorum líka með helmingi færri tapaða bolta en við bara hittum ekki neitt. Við þurfum að fara að æfa okkur að hitta í körfuna. Það er ekki vænlegt til árangurs að hitta úr tveimur af tuttugu þriggja stiga skotum“ bætti Finnur við. Borgnesingar voru nálægt því að setja spennu í lokin og náðu að minnka muninn í 6 stig í síðasta leikhlutanum. En slök hittni kom í veg fyrir að þeir kæmust nær en það. „Það vantaði herslumuninn, það var haustbragur á okkur. Við förum bara í næsta leik, við ætlum að taka einn leik í einu og næst er það KR heima. Það er fullt af fólki á bakvið okkur í Borgarnesi, bæði karla- og kvennaliðið er í efstu deild og það er mikil stemmning og mikið gaman,“ sagði Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms að lokum.Finnur Atli: Fínt að vera spáð neðarlegaFinnur Atli Magnússon átti fínan leik fyrir Haukana í dag en hann verður án efa í stóru hlutverki hjá þeim rauðklæddu í vetur líkt og í fyrra. „Ég er bara mjög sáttur. Við fengum bara að vita í dag að Emil yrði ekki með og ég var smá stressaður því Hjálmar er ekki vanur að koma upp með boltann. En við leystum þetta nokkuð vel og ég er ánægður með 10 stiga sigur,“ sagði Finnur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. "Við spiluðum við Skallagrím í æfingaleik en þá vantaði menn hjá okkur og við vorum vængbrotnir í þeim leik og töpuðum. En þá fengum við smá sýnishorn hvernig þeir spila, Kaninn sérstaklega, þannig að við vissum nokkurn veginn hvað við vorum að fara út í. Mér fannst við gera þetta nokkuð vel,“ bætti Finnur Atli við. Haukar fengu silfrið í fyrra eftir úrslitarimmu við KR en er spáð misjöfnu gengi í vetur. Finnur Atli sagði það kveikja í hans mönnum. „Ég fíla að okkur sé spáð neðarlega, eins og sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi gerðu. 10 sæti? Mér fannst það fínt. Spár eru spár og við stefnum á að vera með heimavallarrétt í úrslitakeppninni og ég segi að við getum það vel. Þetta er fyrsta skrefið,“ sagði Finnur Atli að endingu.Bein lýsing: Haukar - SkallagrímurTweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira