Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Stjarnan 82-91 | Stjörnusigur eftir framlengingu Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. október 2016 20:30 Justin Shouse var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 20 stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar. vísir/anton Vel var mætt í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld þegar Stjarnan heimsótti Þór í Dominos-deild karla í körfubolta. Þórsarar eru nýliðar í deildinni og fengu vægast sagt verðugt verkefni í fyrsta leik en Stjörnunni er af mörgum spáð Íslandsmeistaratitli Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og keyrðu yfir heimamenn í fyrsta leikhluta. Gamla brýnið Justin Shouse skoraði átta fyrstu stig Stjörnunnar í leiknum. Þórsarar unnu sig betur inn í leikinn í öðrum leikhlutanum og fór boltinn að rúlla betur í sókninni. Stjarnan hélt þó frumkvæðinu og leiddi í leikhléi með sjö stiga mun, 40-47. Það var vel við hæfi að Stjörnumenn enduðu fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu því þeir skutu afar vel í fyrstu tveim leikhlutunum. Fór Arnþór Freyr Guðmundsson þar fremstur í flokki ásamt Shouse. Stjörnumenn héldu áfram frumkvæðinu í þriðja leikhluta en Þórsarar voru þó aldrei langt undan. Nýjasti liðsmaður Þórs, Bandaríkjamaðurinn Jalen Riley fór að hitta betur og munaði mikið um það. Riley fór svo algjörlega á kostum í fjórða leikhlutanum og var aðalmaðurinn í endurkomu Þórs sem tókst að jafna leikinn skömmu fyrir leikslok. Þórsarar fengu lokasóknina í venjulegum leiktíma en lokaskot þeirra fór ekki niður. Gestirnir virtust eiga meira eftir á tanknum í framlengingunni og fóru að lokum með níu stiga sigur frá Akureyri.Bein lýsing: Þór Ak. - StjarnanHrafn: Frábær leið til að byrja mótið „Mér finnst þetta frábær leið til að byrja mótið. Þetta Þórslið er alvörulið og mér fannst við koma frábærlega inn í leikinn. Ég var búinn að berja á því við strákana að byrja vel því við teljum okkur hafa breidd. En ég var ekki nógu ánægður með hvernig við fylgdum því eftir og þegar ég fór á bekkinn minn fannst mér við ekki ná að halda úti þeim krafti sem við þurftum,“ sagði Hrafn Kristjánsson eftir sigurinn á Þór í kvöld. „Það er ýmislegt sem gerist. Maður á að vera þakklátur fyrir sigra og sérstaklega sigra á erfiðum útivelli. Það eru ákveðin forréttindi að fá framlengingu og fá að reyna sig undir pressu og ná að vinna.“ Hrafn býst við spennandi og skemmtilegri Domino's deild í vetur. „Þessi deild er stórskemmtileg. Við vorum að spila við Þórsliðið sem er búið að bæta við sig fullt af flottum leikmönnum og það sama á við um ÍR-inga. Þeir eru búnir að gera stórar breytingar á sínu liði,“ sagði Hrafn. „Það eru nokkur lið búin að sigla undir radarnum og Benna vini mínum hefur tekist að sigla þessu liði undir radarinn hingað til en ég held honum takist það ekki eftir þennan leik.“Benedikt: Er ekki að fara að gráta mig í svefn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sá margt jákvætt við frammistöðu sinna manna gegn meistarakandítötum Stjörnunnar í kvöld. „Ég minnti bara menn á að þetta er fyrsti leikur tímabilsins og auðvitað var sárt að ná ekki að klára þetta en mótið er bara rétt að byrja og við getum tekið fullt út úr þessu. Framlenging á móti meistaraefnunum; maður er ekkert að fara að gráta sig í svefn en við vorum bara svo nálægt þessu og það er svekkjandi,“ sagði Benedikt eftir leik. „Ég er ánægður að halda þeim í 79 stigum miðað hvað þeir hittu í byrjun leiks. Þeir klikkuðu varla skoti og það rigndi þristum í fyrri hálfleik. Við náðum að loka á það og þá gekk þetta betur.“ Benedikt var ósáttur við byrjunina á leiknum en Stjarnan leiddi með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta. „Kannski var spennustigið eitthvað vitlaust en ég var aðallega svekktur hvað við vorum soft í byrjun. Það vantaði alla hörku og greddu í mína menn en það kom svo loksins. Vonandi var þetta bara aðlögun fyrir Þór Akureyri eftir langa fjarveru og menn vita núna hvað þarf í efstu deild,“ sagði Benedikt að lokum.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Vel var mætt í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld þegar Stjarnan heimsótti Þór í Dominos-deild karla í körfubolta. Þórsarar eru nýliðar í deildinni og fengu vægast sagt verðugt verkefni í fyrsta leik en Stjörnunni er af mörgum spáð Íslandsmeistaratitli Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og keyrðu yfir heimamenn í fyrsta leikhluta. Gamla brýnið Justin Shouse skoraði átta fyrstu stig Stjörnunnar í leiknum. Þórsarar unnu sig betur inn í leikinn í öðrum leikhlutanum og fór boltinn að rúlla betur í sókninni. Stjarnan hélt þó frumkvæðinu og leiddi í leikhléi með sjö stiga mun, 40-47. Það var vel við hæfi að Stjörnumenn enduðu fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu því þeir skutu afar vel í fyrstu tveim leikhlutunum. Fór Arnþór Freyr Guðmundsson þar fremstur í flokki ásamt Shouse. Stjörnumenn héldu áfram frumkvæðinu í þriðja leikhluta en Þórsarar voru þó aldrei langt undan. Nýjasti liðsmaður Þórs, Bandaríkjamaðurinn Jalen Riley fór að hitta betur og munaði mikið um það. Riley fór svo algjörlega á kostum í fjórða leikhlutanum og var aðalmaðurinn í endurkomu Þórs sem tókst að jafna leikinn skömmu fyrir leikslok. Þórsarar fengu lokasóknina í venjulegum leiktíma en lokaskot þeirra fór ekki niður. Gestirnir virtust eiga meira eftir á tanknum í framlengingunni og fóru að lokum með níu stiga sigur frá Akureyri.Bein lýsing: Þór Ak. - StjarnanHrafn: Frábær leið til að byrja mótið „Mér finnst þetta frábær leið til að byrja mótið. Þetta Þórslið er alvörulið og mér fannst við koma frábærlega inn í leikinn. Ég var búinn að berja á því við strákana að byrja vel því við teljum okkur hafa breidd. En ég var ekki nógu ánægður með hvernig við fylgdum því eftir og þegar ég fór á bekkinn minn fannst mér við ekki ná að halda úti þeim krafti sem við þurftum,“ sagði Hrafn Kristjánsson eftir sigurinn á Þór í kvöld. „Það er ýmislegt sem gerist. Maður á að vera þakklátur fyrir sigra og sérstaklega sigra á erfiðum útivelli. Það eru ákveðin forréttindi að fá framlengingu og fá að reyna sig undir pressu og ná að vinna.“ Hrafn býst við spennandi og skemmtilegri Domino's deild í vetur. „Þessi deild er stórskemmtileg. Við vorum að spila við Þórsliðið sem er búið að bæta við sig fullt af flottum leikmönnum og það sama á við um ÍR-inga. Þeir eru búnir að gera stórar breytingar á sínu liði,“ sagði Hrafn. „Það eru nokkur lið búin að sigla undir radarnum og Benna vini mínum hefur tekist að sigla þessu liði undir radarinn hingað til en ég held honum takist það ekki eftir þennan leik.“Benedikt: Er ekki að fara að gráta mig í svefn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sá margt jákvætt við frammistöðu sinna manna gegn meistarakandítötum Stjörnunnar í kvöld. „Ég minnti bara menn á að þetta er fyrsti leikur tímabilsins og auðvitað var sárt að ná ekki að klára þetta en mótið er bara rétt að byrja og við getum tekið fullt út úr þessu. Framlenging á móti meistaraefnunum; maður er ekkert að fara að gráta sig í svefn en við vorum bara svo nálægt þessu og það er svekkjandi,“ sagði Benedikt eftir leik. „Ég er ánægður að halda þeim í 79 stigum miðað hvað þeir hittu í byrjun leiks. Þeir klikkuðu varla skoti og það rigndi þristum í fyrri hálfleik. Við náðum að loka á það og þá gekk þetta betur.“ Benedikt var ósáttur við byrjunina á leiknum en Stjarnan leiddi með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta. „Kannski var spennustigið eitthvað vitlaust en ég var aðallega svekktur hvað við vorum soft í byrjun. Það vantaði alla hörku og greddu í mína menn en það kom svo loksins. Vonandi var þetta bara aðlögun fyrir Þór Akureyri eftir langa fjarveru og menn vita núna hvað þarf í efstu deild,“ sagði Benedikt að lokum.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira