Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 81-88 | Stevens sá um Njarðvíkinga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2016 20:30 Hörður Axel í búningi Keflavíkur fyrir sex árum síðan. vísir/daníel Keflavík vann Njarðvík í fyrstu umferð Domino's-deildar karla í Ljónagryfjunni í kvöld. Hörður Axel Vilhjálmsson sneri aftur á völlinn í búningi Keflavíkur eftir að hafa fengið leikheimild með félaginu í dag. Hann skoraði sextán stig fyrir Keflvíkinga í dag. Eftir rólega byrjun voru Keflvíkingar fljótir í gang og tóku leikinn yfir í öðrum leikhluta. Njarðvíkingar náðu að hleypa smá spennu í leikinn í síðari hálfleik en stigu þó skrefið aldrei til fulls. Amin Stevens, stóri Kaninn í liði Keflavíkur, lítur vel út en hann var með 33 stig og 21 frákast í kvöld. Tröllatvenna hjá honum en hann sýndi líka að hann er ágætis skotmaður, þó svo að hann hafi byrjað fremur illa. Stefan Bonneau var á skýrslu hjá Njarðvík og spilaði nokkrar mínútur í fyrri hálfleik. Þetta var hans fyrsti leikur eftir að hann sleit hásin í leik með Njarðvík í mars, þá nýkominn til baka eftir að hafa slitið hásin í hinni löppinni hálfu ári fyrr. Bonneau kom ekkert við sögu í síðari hálfleik, þó svo að hinn Bandaríkjamaðurinn hjá Njarðvík, Corbin Jackson, hafi fengið sína fimmtu villu um miðjan fjórða leikhluta. Jackson var með 21 stig í kvöld en aðeins fjögur fráköst. Njarðvíkíngar réðu ekkert við Stevens sem setti niður 12 af 22 skotum sínum í teignum og það eftir að hafa klikkað á fyrstu fjórum í leiknum. Hann tók alls 21 frákast, þar af átta í sókn. Stevens tók Bandaríkjamann Njarðvíkur, Corbin Jackson, algjörlega úr sambandi í frákastabaráttunni. Jackson náði aðeins fjórum fráköstum í leiknum í kvöld en hann bætti fyri það með 21 stigi og frábærri skotnýtingu en tíu af tólf skotum hans fóru niður. Framan af gengu þriggja stiga skotin illa hjá báðum liðum en Keflavík náði að laga það í síðari hálfleik, sérstaklega í fjórða leikhluta þegar þeir gengu frá leiknum. Athygli vakti að Logi Gunnarsson þurfti sjö tilraunir utan þriggja stiga línunnar áður en hann setti fyrsta skotið sitt niður. Landsliðsbakvörðurinn endaði með fimmtán stig í leiknum. Keflavík vann leikinn sanngjarnt, ekki síst vegna framlags Stevens sem var afar öflugur sem fyrr segir. Hann var lengi að finna miðið en þegar hann fann taktinn komust Keflvíkingar á hörkuskrið. Enn og aftur virðist Keflavík hafa dottið í lukkupottinn í Kanalotteríinu svokallaða.Hörður Axel: Byrja bara á þessum leik Hörður Axel Vilhjálmsson spilaði sinn fyrsta leik hér á landi eftir nokkur ár í atvinnumennsku en hann átti góðan leik með Keflavík í sigrinum á Njarðvík í kvöld. „Það er ekkert skemmtilegra en að spila í þessum grannaslag og frábært að ná að vinna leikinn,“ sagði Hörður Axel eftir leikinn en hann fékk félagaskipti í dag eftir að samningi hans við lið í Grikklandi var rift. Hann segir þó óvíst hvað taki við og hvort að hann sé aftur á leið utan í atvinnumennsku nú. „Við byrjum bara á þessum leik. Við unnum hann og það er það sem skiptir máli fyrir mig núna. Við sjáum svo hvað setur,“ sagði Hörður Axel. „Mér leið vel inni á vellinum og það er yndislegt að fá að spila fyrir Keflavík. Það eru hörkuflottir strákar í liðinu og þetta var mjög gaman.“ Hann segir eðlilegt að það sé smá skrekkur í mönnum í upphafi tímabils. „Við vorum svolítið flatir í upphafi en gerðum svo nóg til að vinna gott lið.“Hjörtur: Kaninn eins og skrímsli í teignum Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur í kvöld, var ánægður með að hefja tímabilið með sigri á erkifjendunum Njarðvík í Ljónagryfjunni. „Þetta var frábært. Það er alltaf gaman að koma hingað og ávallt erfitt að spila gegn Njarðvík. Þetta eru tvö frábær lið og alltaf gott að taka sigur í þessu húsi,“ sagði Hjörtur eftir leikinn í kvöld. „Ég var helst ánægður með að við gerðum það sem við þurftum að gera hér í lokin. Þá náðum við að keyra í gegn og setja niður stór skot. En það er margt sem þarf að laga og veturinn er langur.“ Amin Stevens átti frábæran leik í kvöld en hann skoraði 33 stig og tók 21 frákst. Hann var illviðráðanlegur í teignum. „Þetta er alltaf lotterí - að sjá hvernig Kana maður er að fá. En hann lítur vel út og fellur vel að liðinu. Við erum heppnir að því leiti. Þetta er frábær strákur,“ sagði Hjörtur. „Það má alveg líkja honum við skrímsli í teignum. Það er erfitt að eiga við hann þar. Hann er stór, er með gott skot og góðar hreyfingar. Það er erfitt að stoppa hann.“ Hörður Axel Vilhjálmsson spilaði með Keflavík í dag, fremur óvænt, en ekkert er vitað um framhaldið. Þá er Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, í veikindaleyfi. „Óvissan er mikil og mögulega á eitthvað eftir að breytast hjá okkur. Við munum bara ákveða hvað við gerum þegar þar að kemur.“Daníel Guðni: Vildi ekki taka neinar áhættur með Bonneau Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, segir að það hafi verið erfitt fyrir hans menn að eiga við Bandaríkjamanninn í liði Keflavíkur, Amin Stevens, í kvöld. „Við byrjuðum vel en eftir því sem leið á leikinn þá varð þetta ávallt erfiðara fyrir okkur,“ sagði Daníel Guðni. „Kaninn þeirra er virkilega góður og er erfitt að eiga við hann - sérstaklega þegar við skiptum yfir í minna lið.“ Hann segir að hann hafi reynt að breyta til í síðari hálfleik en að það hafi ekki gengið eftir. „Við reyndum að rótera meira en það gekk ekki nógu vel. Það opnaðist þá meira pláss fyrir utan og því fór sem fór. Ég sá jákvæða hluti en það er heilmikið sem þarf að laga.“ Daníel Guðni segir að leikmenn Njarðvíkur þurfi að kynnast betur inni á vellinum og læra betur hverja á aðra. Þá eigi Bandaríkjamaðurinn Corbin Jackson einnig mikið eftir ólært. „Hann er að koma beint úr skóla og er í nýju og ókunnugu umhverfi. Hann var á köflum fínn, eins og um miðjan seinni hálfleikinn, en hann var líka off á köflum.“ Stefan Bonneau kom við sögu í fyrri hálfleik en hafði hægt um sig. Hann kom svo ekkert við sögu í síðari hálfleik, þó svo að Jackson hafi fengið sína fimmtu villu í fjórða leikhluta. „Það er smá stífleiki í honum. En þetta er langt tímabil og ég vildi ekki taka neinar áhættur fyrir nokkrar mínútur í kvöld.“Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Keflavík vann Njarðvík í fyrstu umferð Domino's-deildar karla í Ljónagryfjunni í kvöld. Hörður Axel Vilhjálmsson sneri aftur á völlinn í búningi Keflavíkur eftir að hafa fengið leikheimild með félaginu í dag. Hann skoraði sextán stig fyrir Keflvíkinga í dag. Eftir rólega byrjun voru Keflvíkingar fljótir í gang og tóku leikinn yfir í öðrum leikhluta. Njarðvíkingar náðu að hleypa smá spennu í leikinn í síðari hálfleik en stigu þó skrefið aldrei til fulls. Amin Stevens, stóri Kaninn í liði Keflavíkur, lítur vel út en hann var með 33 stig og 21 frákast í kvöld. Tröllatvenna hjá honum en hann sýndi líka að hann er ágætis skotmaður, þó svo að hann hafi byrjað fremur illa. Stefan Bonneau var á skýrslu hjá Njarðvík og spilaði nokkrar mínútur í fyrri hálfleik. Þetta var hans fyrsti leikur eftir að hann sleit hásin í leik með Njarðvík í mars, þá nýkominn til baka eftir að hafa slitið hásin í hinni löppinni hálfu ári fyrr. Bonneau kom ekkert við sögu í síðari hálfleik, þó svo að hinn Bandaríkjamaðurinn hjá Njarðvík, Corbin Jackson, hafi fengið sína fimmtu villu um miðjan fjórða leikhluta. Jackson var með 21 stig í kvöld en aðeins fjögur fráköst. Njarðvíkíngar réðu ekkert við Stevens sem setti niður 12 af 22 skotum sínum í teignum og það eftir að hafa klikkað á fyrstu fjórum í leiknum. Hann tók alls 21 frákast, þar af átta í sókn. Stevens tók Bandaríkjamann Njarðvíkur, Corbin Jackson, algjörlega úr sambandi í frákastabaráttunni. Jackson náði aðeins fjórum fráköstum í leiknum í kvöld en hann bætti fyri það með 21 stigi og frábærri skotnýtingu en tíu af tólf skotum hans fóru niður. Framan af gengu þriggja stiga skotin illa hjá báðum liðum en Keflavík náði að laga það í síðari hálfleik, sérstaklega í fjórða leikhluta þegar þeir gengu frá leiknum. Athygli vakti að Logi Gunnarsson þurfti sjö tilraunir utan þriggja stiga línunnar áður en hann setti fyrsta skotið sitt niður. Landsliðsbakvörðurinn endaði með fimmtán stig í leiknum. Keflavík vann leikinn sanngjarnt, ekki síst vegna framlags Stevens sem var afar öflugur sem fyrr segir. Hann var lengi að finna miðið en þegar hann fann taktinn komust Keflvíkingar á hörkuskrið. Enn og aftur virðist Keflavík hafa dottið í lukkupottinn í Kanalotteríinu svokallaða.Hörður Axel: Byrja bara á þessum leik Hörður Axel Vilhjálmsson spilaði sinn fyrsta leik hér á landi eftir nokkur ár í atvinnumennsku en hann átti góðan leik með Keflavík í sigrinum á Njarðvík í kvöld. „Það er ekkert skemmtilegra en að spila í þessum grannaslag og frábært að ná að vinna leikinn,“ sagði Hörður Axel eftir leikinn en hann fékk félagaskipti í dag eftir að samningi hans við lið í Grikklandi var rift. Hann segir þó óvíst hvað taki við og hvort að hann sé aftur á leið utan í atvinnumennsku nú. „Við byrjum bara á þessum leik. Við unnum hann og það er það sem skiptir máli fyrir mig núna. Við sjáum svo hvað setur,“ sagði Hörður Axel. „Mér leið vel inni á vellinum og það er yndislegt að fá að spila fyrir Keflavík. Það eru hörkuflottir strákar í liðinu og þetta var mjög gaman.“ Hann segir eðlilegt að það sé smá skrekkur í mönnum í upphafi tímabils. „Við vorum svolítið flatir í upphafi en gerðum svo nóg til að vinna gott lið.“Hjörtur: Kaninn eins og skrímsli í teignum Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur í kvöld, var ánægður með að hefja tímabilið með sigri á erkifjendunum Njarðvík í Ljónagryfjunni. „Þetta var frábært. Það er alltaf gaman að koma hingað og ávallt erfitt að spila gegn Njarðvík. Þetta eru tvö frábær lið og alltaf gott að taka sigur í þessu húsi,“ sagði Hjörtur eftir leikinn í kvöld. „Ég var helst ánægður með að við gerðum það sem við þurftum að gera hér í lokin. Þá náðum við að keyra í gegn og setja niður stór skot. En það er margt sem þarf að laga og veturinn er langur.“ Amin Stevens átti frábæran leik í kvöld en hann skoraði 33 stig og tók 21 frákst. Hann var illviðráðanlegur í teignum. „Þetta er alltaf lotterí - að sjá hvernig Kana maður er að fá. En hann lítur vel út og fellur vel að liðinu. Við erum heppnir að því leiti. Þetta er frábær strákur,“ sagði Hjörtur. „Það má alveg líkja honum við skrímsli í teignum. Það er erfitt að eiga við hann þar. Hann er stór, er með gott skot og góðar hreyfingar. Það er erfitt að stoppa hann.“ Hörður Axel Vilhjálmsson spilaði með Keflavík í dag, fremur óvænt, en ekkert er vitað um framhaldið. Þá er Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, í veikindaleyfi. „Óvissan er mikil og mögulega á eitthvað eftir að breytast hjá okkur. Við munum bara ákveða hvað við gerum þegar þar að kemur.“Daníel Guðni: Vildi ekki taka neinar áhættur með Bonneau Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, segir að það hafi verið erfitt fyrir hans menn að eiga við Bandaríkjamanninn í liði Keflavíkur, Amin Stevens, í kvöld. „Við byrjuðum vel en eftir því sem leið á leikinn þá varð þetta ávallt erfiðara fyrir okkur,“ sagði Daníel Guðni. „Kaninn þeirra er virkilega góður og er erfitt að eiga við hann - sérstaklega þegar við skiptum yfir í minna lið.“ Hann segir að hann hafi reynt að breyta til í síðari hálfleik en að það hafi ekki gengið eftir. „Við reyndum að rótera meira en það gekk ekki nógu vel. Það opnaðist þá meira pláss fyrir utan og því fór sem fór. Ég sá jákvæða hluti en það er heilmikið sem þarf að laga.“ Daníel Guðni segir að leikmenn Njarðvíkur þurfi að kynnast betur inni á vellinum og læra betur hverja á aðra. Þá eigi Bandaríkjamaðurinn Corbin Jackson einnig mikið eftir ólært. „Hann er að koma beint úr skóla og er í nýju og ókunnugu umhverfi. Hann var á köflum fínn, eins og um miðjan seinni hálfleikinn, en hann var líka off á köflum.“ Stefan Bonneau kom við sögu í fyrri hálfleik en hafði hægt um sig. Hann kom svo ekkert við sögu í síðari hálfleik, þó svo að Jackson hafi fengið sína fimmtu villu í fjórða leikhluta. „Það er smá stífleiki í honum. En þetta er langt tímabil og ég vildi ekki taka neinar áhættur fyrir nokkrar mínútur í kvöld.“Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum