Lífið

Jón Gunnar Geirdal og Gillz drulluðu yfir Audda, Steinda og Rikka G í beinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sex vikna frí framundan hjá FM95BLÖ og ekki eru allir sáttir.
Sex vikna frí framundan hjá FM95BLÖ og ekki eru allir sáttir.
Strákarnir í Brennslunni á FM957 heyrðu í Agli Einarssyni, betur þekktur sem Gillz, í morgun og létu hann heldur betur heyra það. Ástæðan var að útvarpsþátturinn FM95BLÖ er kominn í frí og verður ekki á dagskrá út október þar sem Auðunn Blöndal og Steindi Jr. verða í tökum á nýjum sjónvarpsþætti, Steypustöðin, sem verður á dagskrá á Stöð 2 á næstu misserum.

„Sko Blö [Auðunn Blöndal], sem ég vil að við köllum í þessu samtali Poo og Steindi, sem ég vil að við köllum Assface, eru að taka upp einhverja sketsaseríu. Þeir hefðu alveg getað planað þetta betur og sagt við leikstjórann að þeir geti ekki tekið á á milli fjögur og sex á föstudögum,“ segir Egill og bætir við; „Poo og Assface ákváðu bara að henda sér í frí á milli fjögur og sex á föstudögum, þvílík veisla fyrir þá.“

Úrvarpsgoðsögnin Jón Gunnar Geirdal var gestur í þættinum í morgun og lét hann Gillz heyra það í samtalinu.

„Það er ekki eins og það sé verið að skjóta nýja seríu af Game of Thrones. Ég skil að Tom Hardy vilji kannski smá frí á föstudögum þegar verið er að taka upp Mad Max en við erum að tala um Poo og Assface,“ segir Jón Gunnar Geirdal.

„Ég sagði við Richard [Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrástjóra FM957] að hann þyrfti nú að standa í lappirnar  og koma þessum mönnum í stúdíóið, sem hann augljóslega gerði ekki. Ég sagði honum að hringja í Poo og Assface og lesa yfir þeim.“

Stórkostlegt samtal sem heyra má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×