Vildu að Hjálpræðisherinn myndi sleppa við að borga byggingarréttargjald til borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2016 23:13 Herkastalinn var byggður árið 1916 af meðlimum Hjálpræðishersins en var seldur fyrr á árinu. Fréttablaðið/GVA Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar sem trúfélagið hefur fengið við Suðurlandsbraut 72-74. Gjaldið nemur samtals rúmlega 44 milljónum króna en annars er um að ræða gatnagerðargjald og hins vegar byggingarréttargjald. Var í tillögunni vísað í þá starfsemi sem Hjálpræðisherinn hefur staðið fyrir í Reykjavík í 120 ár en tillagan var felld með fjórum atkvæðum meirihlutans í borginni gegn tveimur atkvæðum minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugallarvina var vísað í lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar til Félags múslima árið 2013 en trúfélagið þurfti ekki að greiða byggingarréttargjald: „Við hörmum að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna skuli kjósa að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um að samtökin verði undanþegin byggingarréttargjaldi vegna umræddrar byggingar. Til samanburðar má nefna að árið 2013 ákvað meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar að úthluta öðru skráðu trúfélagi, Félagi múslíma, lóð undir moskubyggingu við sömu götu og var sú lóðarúthlutun undanþegin bæði byggingarréttargjaldi og gatnagerðargjaldi, ásamt því að í því tilviki voru engar kvaðir um skil lóðar ef frestir væru ekki virtir,“ sagði í bókuninni. Í gagnbókun Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna sagði að sá málflutningur að bera lóðaúthlutunina nú saman við lóðaúthlutun til Félags múslima væri villandi og að hann hlyti að teljast ámælisverður. „Málin hafa fátt sammerkt annað en að um skráð trúfélög er að ræða og að lóðirnar eru á svipuðum stað. Athygli vekur að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taki úthlutun til félags Múslima sérstaklega fyrir í samhenginu en nefni ekki aðrar sambærilegar lóðaúthlutanir til trúfélaga, sem fram fóru þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í meirihluta í borginni. Slíkar lóðaúthlutanir til trúfélaga undir tilbeiðslustarf hafa farið fram á jafnræðisgrunni þar sem ekki er hægt að mismuna trúfélögum í þessum efnum - og að beiðni viðkomandi trúfélaga. Starfsemi Hjálpræðishersins er annars eðlis og að auki hefur félagið ekki farið fram á niðurfellingu byggingarréttargjalds, heldur hafa samningar náðst um eðlilegt endurgjald sem allir aðilar eru sáttir við. Þá er minnt á að Hjálpræðisherinn er að flytja starfsemi sína að eigin frumkvæði úr húsi í miðborg Reykjavíkur sem hefur þegar verið selt á verði sem samræmist fasteignaverði miðsvæðis,“ sagði í bókun meirihlutans. Í gagnbókun minnihlutans kom fram að fyrir lægi að tveimur trúfélögum hafi nú verið úthlutað lóðum á „eftirsóttum stað miðsvæðis í borginni“ en ljóst væri að borgaryfirvöldum hefði ekki borið skylda til að úthluta lóðunum til umræddra trúfélaga. „Fyrir liggur að annað trúfélagið fékk lóðina ókeypis, þ.e. án nokkurs endurgjalds, en hitt trúfélagið, sem sinnt hefur hjálpar- og góðgerðarstarfi í borginni í meira en 120 ár, þarf að greiða Reykjavíkurborg fullt verð fyrir, bæði gatnagerðargjald og sérstakt gjald fyrir byggingarrétt. Í sjálfu sér kemur það málinu ekki við hvernig Hjálpræðisherinn hyggst fjármagna nýbyggingu sína enda ljóst að samtökin eru ekki og hafa aldrei verið rekin í ágóðaskyni heldur í hjálpar- og góðgerðaskyni.“ Tengdar fréttir Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir áratugalanga starfsemi þar. 24. september 2016 20:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar sem trúfélagið hefur fengið við Suðurlandsbraut 72-74. Gjaldið nemur samtals rúmlega 44 milljónum króna en annars er um að ræða gatnagerðargjald og hins vegar byggingarréttargjald. Var í tillögunni vísað í þá starfsemi sem Hjálpræðisherinn hefur staðið fyrir í Reykjavík í 120 ár en tillagan var felld með fjórum atkvæðum meirihlutans í borginni gegn tveimur atkvæðum minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugallarvina var vísað í lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar til Félags múslima árið 2013 en trúfélagið þurfti ekki að greiða byggingarréttargjald: „Við hörmum að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna skuli kjósa að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um að samtökin verði undanþegin byggingarréttargjaldi vegna umræddrar byggingar. Til samanburðar má nefna að árið 2013 ákvað meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar að úthluta öðru skráðu trúfélagi, Félagi múslíma, lóð undir moskubyggingu við sömu götu og var sú lóðarúthlutun undanþegin bæði byggingarréttargjaldi og gatnagerðargjaldi, ásamt því að í því tilviki voru engar kvaðir um skil lóðar ef frestir væru ekki virtir,“ sagði í bókuninni. Í gagnbókun Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna sagði að sá málflutningur að bera lóðaúthlutunina nú saman við lóðaúthlutun til Félags múslima væri villandi og að hann hlyti að teljast ámælisverður. „Málin hafa fátt sammerkt annað en að um skráð trúfélög er að ræða og að lóðirnar eru á svipuðum stað. Athygli vekur að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taki úthlutun til félags Múslima sérstaklega fyrir í samhenginu en nefni ekki aðrar sambærilegar lóðaúthlutanir til trúfélaga, sem fram fóru þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í meirihluta í borginni. Slíkar lóðaúthlutanir til trúfélaga undir tilbeiðslustarf hafa farið fram á jafnræðisgrunni þar sem ekki er hægt að mismuna trúfélögum í þessum efnum - og að beiðni viðkomandi trúfélaga. Starfsemi Hjálpræðishersins er annars eðlis og að auki hefur félagið ekki farið fram á niðurfellingu byggingarréttargjalds, heldur hafa samningar náðst um eðlilegt endurgjald sem allir aðilar eru sáttir við. Þá er minnt á að Hjálpræðisherinn er að flytja starfsemi sína að eigin frumkvæði úr húsi í miðborg Reykjavíkur sem hefur þegar verið selt á verði sem samræmist fasteignaverði miðsvæðis,“ sagði í bókun meirihlutans. Í gagnbókun minnihlutans kom fram að fyrir lægi að tveimur trúfélögum hafi nú verið úthlutað lóðum á „eftirsóttum stað miðsvæðis í borginni“ en ljóst væri að borgaryfirvöldum hefði ekki borið skylda til að úthluta lóðunum til umræddra trúfélaga. „Fyrir liggur að annað trúfélagið fékk lóðina ókeypis, þ.e. án nokkurs endurgjalds, en hitt trúfélagið, sem sinnt hefur hjálpar- og góðgerðarstarfi í borginni í meira en 120 ár, þarf að greiða Reykjavíkurborg fullt verð fyrir, bæði gatnagerðargjald og sérstakt gjald fyrir byggingarrétt. Í sjálfu sér kemur það málinu ekki við hvernig Hjálpræðisherinn hyggst fjármagna nýbyggingu sína enda ljóst að samtökin eru ekki og hafa aldrei verið rekin í ágóðaskyni heldur í hjálpar- og góðgerðaskyni.“
Tengdar fréttir Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir áratugalanga starfsemi þar. 24. september 2016 20:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir áratugalanga starfsemi þar. 24. september 2016 20:00