Hér má sjá myndband af sigurmarki Íslands og viðbrögðum Finnanna.
Sigurmark íslenska liðsins var afar umdeilt og Finnar voru langt frá því að vera sáttir með þá ákvörðun norska dómarans Svein Oddvar Moen að láta markið standa.
Þjálfari Finna, Hans Backe, talaði m.a. um að þetta væri hneyksli.Markvörður finnska liðsins, Lukas Hradecky, var einnig saltvondur yfir ákvörðuninni.
Eftir að Moen dæmdi markið gilt reif Moisander í hálsmálið á treyju dómarans eins og sjá má á myndunum hér að ofan sem Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók.
Ótrúlegt en satt vísaði Moen Moisander ekki af velli heldur lét gult spjald duga. Finninn má því teljast afar lánssamur að vera ekki á leiðinni í leikbann.