Gylfi man nákvæmlega hvenær hann klúðraði síðast víti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. október 2016 21:52 Gylfi Sigurðsson var að vonum afar kátur með sigurinn gegn Finnum í kvöld. Hann segir að íslenska liðið hafi átt sigurinn fyllilega verðskuldaðan. „Þetta var auðvitað frábært að ná tveimur mörkunum í blálokin. Við áttum þetta skilið. Þeir voru mjög þéttir varnarlega og það var erfitt að brjóta niður vörnina hjá þeim,“ segir Gylfi. Hann hefði þó kosið að leikurinn hefði unnist fyrr svo hvíla hefði mátt leikmenn fyrir leikinn gegn Tyrkjum á sunnudag. Íslenska liðið sótti og sótti stærstan hluta leiksins en þrátt fyrir það vildi boltinn ekki fara inn í netið, fyrr en í uppbótartíma var komið þegar flóðgáttirnar brustu. Gylfi segir að hann hafi aðeins verið farinn að efast um að þetta myndi hafast í lokin en að karakterinn í liðinu sé það mikill að liðið geti alltaf skorað mörk fyrir rest. „Svona á 90. mínútu datt mér í hug að þetta yrði örugglega 1-2 fyrir Finnum. Við hættum samt aldrei og vissum að ef við myndum ná að pota inn einu marki. Þetta tók sinn tíma. Við vorum meira en ákveðnir í að ná í stigin þrjú en þetta var erfiðara en við bjuggumst við.“ Gylfi tekur undir það að mörkin tvö sem Ísland fékk á sig hafi verið í klaufalegri kantinum og ólík því sem leikmenn og stuðningsmenn eiga að venjast miðað við spilamennsku liðsins undanfarin 4-5 ár. Þeir hafi sofnað á verðinum en að þetta muni efla liðið enn frekar í að standa sig betur í næsta leik. Athygli vakti að Gylfi klúðraði víti sem er ekki algengt enda vandfundnar betri skyttur. Svo langt er síðan Gylfi klúðraði víti að erfitt reyndist að grafa upp hvenær það gerðist síðast í leik. Gylfi sjálfur var þó alveg með það á hreinu. „Það var gegn Sheffield United í Championship-deildinni með Reading fyrir sex árum,“ segir Gylfi en sá leikur fór fram í janúar 2010 og varði Mark Bunn frá Gylfa. Ljóst er þó að Gylfi lætur þetta sig ekki mikið á sig á fá. „Þetta er nú ekki flókið. Ég skaut bara í slánna og bíð eftir að taka næsta víti.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Gylfi Sigurðsson var að vonum afar kátur með sigurinn gegn Finnum í kvöld. Hann segir að íslenska liðið hafi átt sigurinn fyllilega verðskuldaðan. „Þetta var auðvitað frábært að ná tveimur mörkunum í blálokin. Við áttum þetta skilið. Þeir voru mjög þéttir varnarlega og það var erfitt að brjóta niður vörnina hjá þeim,“ segir Gylfi. Hann hefði þó kosið að leikurinn hefði unnist fyrr svo hvíla hefði mátt leikmenn fyrir leikinn gegn Tyrkjum á sunnudag. Íslenska liðið sótti og sótti stærstan hluta leiksins en þrátt fyrir það vildi boltinn ekki fara inn í netið, fyrr en í uppbótartíma var komið þegar flóðgáttirnar brustu. Gylfi segir að hann hafi aðeins verið farinn að efast um að þetta myndi hafast í lokin en að karakterinn í liðinu sé það mikill að liðið geti alltaf skorað mörk fyrir rest. „Svona á 90. mínútu datt mér í hug að þetta yrði örugglega 1-2 fyrir Finnum. Við hættum samt aldrei og vissum að ef við myndum ná að pota inn einu marki. Þetta tók sinn tíma. Við vorum meira en ákveðnir í að ná í stigin þrjú en þetta var erfiðara en við bjuggumst við.“ Gylfi tekur undir það að mörkin tvö sem Ísland fékk á sig hafi verið í klaufalegri kantinum og ólík því sem leikmenn og stuðningsmenn eiga að venjast miðað við spilamennsku liðsins undanfarin 4-5 ár. Þeir hafi sofnað á verðinum en að þetta muni efla liðið enn frekar í að standa sig betur í næsta leik. Athygli vakti að Gylfi klúðraði víti sem er ekki algengt enda vandfundnar betri skyttur. Svo langt er síðan Gylfi klúðraði víti að erfitt reyndist að grafa upp hvenær það gerðist síðast í leik. Gylfi sjálfur var þó alveg með það á hreinu. „Það var gegn Sheffield United í Championship-deildinni með Reading fyrir sex árum,“ segir Gylfi en sá leikur fór fram í janúar 2010 og varði Mark Bunn frá Gylfa. Ljóst er þó að Gylfi lætur þetta sig ekki mikið á sig á fá. „Þetta er nú ekki flókið. Ég skaut bara í slánna og bíð eftir að taka næsta víti.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07
Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37
Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22
Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30