Gylfi man nákvæmlega hvenær hann klúðraði síðast víti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. október 2016 21:52 Gylfi Sigurðsson var að vonum afar kátur með sigurinn gegn Finnum í kvöld. Hann segir að íslenska liðið hafi átt sigurinn fyllilega verðskuldaðan. „Þetta var auðvitað frábært að ná tveimur mörkunum í blálokin. Við áttum þetta skilið. Þeir voru mjög þéttir varnarlega og það var erfitt að brjóta niður vörnina hjá þeim,“ segir Gylfi. Hann hefði þó kosið að leikurinn hefði unnist fyrr svo hvíla hefði mátt leikmenn fyrir leikinn gegn Tyrkjum á sunnudag. Íslenska liðið sótti og sótti stærstan hluta leiksins en þrátt fyrir það vildi boltinn ekki fara inn í netið, fyrr en í uppbótartíma var komið þegar flóðgáttirnar brustu. Gylfi segir að hann hafi aðeins verið farinn að efast um að þetta myndi hafast í lokin en að karakterinn í liðinu sé það mikill að liðið geti alltaf skorað mörk fyrir rest. „Svona á 90. mínútu datt mér í hug að þetta yrði örugglega 1-2 fyrir Finnum. Við hættum samt aldrei og vissum að ef við myndum ná að pota inn einu marki. Þetta tók sinn tíma. Við vorum meira en ákveðnir í að ná í stigin þrjú en þetta var erfiðara en við bjuggumst við.“ Gylfi tekur undir það að mörkin tvö sem Ísland fékk á sig hafi verið í klaufalegri kantinum og ólík því sem leikmenn og stuðningsmenn eiga að venjast miðað við spilamennsku liðsins undanfarin 4-5 ár. Þeir hafi sofnað á verðinum en að þetta muni efla liðið enn frekar í að standa sig betur í næsta leik. Athygli vakti að Gylfi klúðraði víti sem er ekki algengt enda vandfundnar betri skyttur. Svo langt er síðan Gylfi klúðraði víti að erfitt reyndist að grafa upp hvenær það gerðist síðast í leik. Gylfi sjálfur var þó alveg með það á hreinu. „Það var gegn Sheffield United í Championship-deildinni með Reading fyrir sex árum,“ segir Gylfi en sá leikur fór fram í janúar 2010 og varði Mark Bunn frá Gylfa. Ljóst er þó að Gylfi lætur þetta sig ekki mikið á sig á fá. „Þetta er nú ekki flókið. Ég skaut bara í slánna og bíð eftir að taka næsta víti.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Sjá meira
Gylfi Sigurðsson var að vonum afar kátur með sigurinn gegn Finnum í kvöld. Hann segir að íslenska liðið hafi átt sigurinn fyllilega verðskuldaðan. „Þetta var auðvitað frábært að ná tveimur mörkunum í blálokin. Við áttum þetta skilið. Þeir voru mjög þéttir varnarlega og það var erfitt að brjóta niður vörnina hjá þeim,“ segir Gylfi. Hann hefði þó kosið að leikurinn hefði unnist fyrr svo hvíla hefði mátt leikmenn fyrir leikinn gegn Tyrkjum á sunnudag. Íslenska liðið sótti og sótti stærstan hluta leiksins en þrátt fyrir það vildi boltinn ekki fara inn í netið, fyrr en í uppbótartíma var komið þegar flóðgáttirnar brustu. Gylfi segir að hann hafi aðeins verið farinn að efast um að þetta myndi hafast í lokin en að karakterinn í liðinu sé það mikill að liðið geti alltaf skorað mörk fyrir rest. „Svona á 90. mínútu datt mér í hug að þetta yrði örugglega 1-2 fyrir Finnum. Við hættum samt aldrei og vissum að ef við myndum ná að pota inn einu marki. Þetta tók sinn tíma. Við vorum meira en ákveðnir í að ná í stigin þrjú en þetta var erfiðara en við bjuggumst við.“ Gylfi tekur undir það að mörkin tvö sem Ísland fékk á sig hafi verið í klaufalegri kantinum og ólík því sem leikmenn og stuðningsmenn eiga að venjast miðað við spilamennsku liðsins undanfarin 4-5 ár. Þeir hafi sofnað á verðinum en að þetta muni efla liðið enn frekar í að standa sig betur í næsta leik. Athygli vakti að Gylfi klúðraði víti sem er ekki algengt enda vandfundnar betri skyttur. Svo langt er síðan Gylfi klúðraði víti að erfitt reyndist að grafa upp hvenær það gerðist síðast í leik. Gylfi sjálfur var þó alveg með það á hreinu. „Það var gegn Sheffield United í Championship-deildinni með Reading fyrir sex árum,“ segir Gylfi en sá leikur fór fram í janúar 2010 og varði Mark Bunn frá Gylfa. Ljóst er þó að Gylfi lætur þetta sig ekki mikið á sig á fá. „Þetta er nú ekki flókið. Ég skaut bara í slánna og bíð eftir að taka næsta víti.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Sjá meira
Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07
Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37
Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22
Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30