Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur 6. október 2016 20:54 Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. Teemu Pukki kom Finnum yfir á 21. mínútu, en Kári Árnason jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu á 37. mínútu. Staðan var þó ekki lengi jöfn því einungis tveimur mínútum síðar komust Finnarnir aftur yfir með marki Robin Lod. Lokamínúturnar voru rosalegar. Alfreð jafnaði metin í uppbótartíma og Ragnar Sigurðsson tryggði svo sigurinn í blálokin. Lokatölur 3-2. Gylfi Sigurðsson var valinn maður leiksins að mati Vísis og Fréttablaðsins, en einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Finnlandi:Ögmundur Kristinsson, markvörður 5 Gat lítið gert í mörkunum en ver því miður sjaldan neitt aukalega þegar hann fær tækifærið líkt og í kvöld.Vörnin sem fyrr óörugg með hann í markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Vissi ekki alveg hvað hann átti að gera án þess að vera með mann á sér. Gleymdi sér að horfa á boltann í fyrra markinu og gerði afskaplega lítið fyrir sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Hefur spilað betur og vantaði meiri árásargirni á boltann eins og í marki númer tvö. Skoraði fyrsta markið, fiskaði vítið og lagði upp sigurmarkið. Þvílík ógn í sóknarleik okkar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Eins og Kári ólíkur sjálfum sér í fyrri hálfleik en betri í þeim síðari þó lítið hafi verið að gera hjá varnarlínunni. Leysti það sem kom vel og átti stóran þátt í sigurmarkinu, skoraði það jafnvel en það á eftir að koma í ljós.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í svona leik þarf Ari Freyr að skila miklu betra framlagi fyrir sóknarleikinn en það vantaði. Þessi annars frábæri spyrnumaður átti marga slaka krossa í dag.Jóhann Berg Guðmundsson, vinstri kantmaður 6 Var mjög sprækur í fyrri hálfleik, alltaf tilbúinn að búa eitthvað til og taka hlaup. Sterkur líka í loftinu. Hélt því áfram í seinni en vantaði upp á síðustu sendingu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Barðist eins og ljón að vanda en sendingarnar í fyrri hálfleik ekki alveg nógu góðar. Það skánaði í síðari hálfleik þar sem hann fór að dreifa spilinu betur gegn afturliggjandi Finnum.Gylfi Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður vallarins eins og svo oft áður. Aðeins of margar hælspyrnur í fyrri hálfleik en gæðin óumdeild. Vítaspyrna í slána og skot í stöngina. Menn verða ekki mikið óheppnari en það. Lagði upp seinna jöfnunarmarkið með frábærri sendingu.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Stundum á þessi frábæri leikmaður það til að hverfa algjörlega í leikjum. Hann hjálpaði Birki Má lítið í varnarleiknum í fyrri hálfleik og bauð upp á lítið í sókninni.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 4 Fínasta tilraun hjá Heimi með Björn Bergmann en þrátt fyrir fína byrjun týndist Skagamaðurinn algjörlega. Nýtti líkamlegan styrk sinn illa og virtist ekki ráða við verkefnið.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Tengdi sóknarleikinn ekki nógu vel við miðjuna og átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér einhver þangað til í lokin. Þá sáum við markaskorarann í essinu sínu skoraði jöfnunarmarkið og var í eldlínunni undir lokin.Varamenn:Viðar Örn Kartansson - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 75. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.Theodór Elmar Bjarnason- (Kom inn á Birki Má Sævarsson á 89. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. Teemu Pukki kom Finnum yfir á 21. mínútu, en Kári Árnason jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu á 37. mínútu. Staðan var þó ekki lengi jöfn því einungis tveimur mínútum síðar komust Finnarnir aftur yfir með marki Robin Lod. Lokamínúturnar voru rosalegar. Alfreð jafnaði metin í uppbótartíma og Ragnar Sigurðsson tryggði svo sigurinn í blálokin. Lokatölur 3-2. Gylfi Sigurðsson var valinn maður leiksins að mati Vísis og Fréttablaðsins, en einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Finnlandi:Ögmundur Kristinsson, markvörður 5 Gat lítið gert í mörkunum en ver því miður sjaldan neitt aukalega þegar hann fær tækifærið líkt og í kvöld.Vörnin sem fyrr óörugg með hann í markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Vissi ekki alveg hvað hann átti að gera án þess að vera með mann á sér. Gleymdi sér að horfa á boltann í fyrra markinu og gerði afskaplega lítið fyrir sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Hefur spilað betur og vantaði meiri árásargirni á boltann eins og í marki númer tvö. Skoraði fyrsta markið, fiskaði vítið og lagði upp sigurmarkið. Þvílík ógn í sóknarleik okkar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Eins og Kári ólíkur sjálfum sér í fyrri hálfleik en betri í þeim síðari þó lítið hafi verið að gera hjá varnarlínunni. Leysti það sem kom vel og átti stóran þátt í sigurmarkinu, skoraði það jafnvel en það á eftir að koma í ljós.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í svona leik þarf Ari Freyr að skila miklu betra framlagi fyrir sóknarleikinn en það vantaði. Þessi annars frábæri spyrnumaður átti marga slaka krossa í dag.Jóhann Berg Guðmundsson, vinstri kantmaður 6 Var mjög sprækur í fyrri hálfleik, alltaf tilbúinn að búa eitthvað til og taka hlaup. Sterkur líka í loftinu. Hélt því áfram í seinni en vantaði upp á síðustu sendingu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Barðist eins og ljón að vanda en sendingarnar í fyrri hálfleik ekki alveg nógu góðar. Það skánaði í síðari hálfleik þar sem hann fór að dreifa spilinu betur gegn afturliggjandi Finnum.Gylfi Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður vallarins eins og svo oft áður. Aðeins of margar hælspyrnur í fyrri hálfleik en gæðin óumdeild. Vítaspyrna í slána og skot í stöngina. Menn verða ekki mikið óheppnari en það. Lagði upp seinna jöfnunarmarkið með frábærri sendingu.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Stundum á þessi frábæri leikmaður það til að hverfa algjörlega í leikjum. Hann hjálpaði Birki Má lítið í varnarleiknum í fyrri hálfleik og bauð upp á lítið í sókninni.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 4 Fínasta tilraun hjá Heimi með Björn Bergmann en þrátt fyrir fína byrjun týndist Skagamaðurinn algjörlega. Nýtti líkamlegan styrk sinn illa og virtist ekki ráða við verkefnið.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Tengdi sóknarleikinn ekki nógu vel við miðjuna og átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér einhver þangað til í lokin. Þá sáum við markaskorarann í essinu sínu skoraði jöfnunarmarkið og var í eldlínunni undir lokin.Varamenn:Viðar Örn Kartansson - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 75. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.Theodór Elmar Bjarnason- (Kom inn á Birki Má Sævarsson á 89. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45