Samfélagsmiðlar ýta undir kvíða Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 7. október 2016 07:00 Stelpur sem búa við erfiða fjárhagsstöðu eru í mestri hættu á að þjást af kvíða. NordicPhotos/Getty Stúlkum með meðaltalseinkenni kvíða hefur fjölgað undanfarin ár. Fjölgunin tók mikinn kipp 2014. Hið sama má segja um einkenni þunglyndis, að sögn Ingibjargar Evu Þórisdóttur, doktorsnema í sálfræði. „Við erum við að sjá mikla aukningu í þessum flokkum 2014 og 2016,“ segir Ingibjörg. Niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna og greiningar um lýðheilsu ungs fólks á landinu, leiðir í ljós vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis meðal stelpna á landinu öllu í 8.-10. bekk. Tengsl eru á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. Ingibjörg starfar fyrir Rannsóknir og greiningu og hefur skoðað niðurstöður kannana á kvíða og þunglyndi hjá börnum og unglingum frá árinu 1996 til 2016. Hún segir að lítill svefn og mikill tími á samfélagsmiðlum ýti undir þessi einkenni. Í rannsókninni kom í ljós að svefn nemenda er of lítill en um 30 til 40 prósent nemenda sofa í um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring, misjafnt eftir árgöngum. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann við hlið sér og vakna við hverja tilkynningu á Facebook.Ingibjörg Eva ÞórisdóttirIngibjörg segir hópinn sem sé sex klukkustundir eða lengur á samfélagsmiðlum vera að stækka. „Þegar svefn og samfélagsmiðlar eru skoðaðir saman sést að mest einkenni kvíða og þunglyndis eru hjá þeim hópi. Og þetta er miklu meira hjá stelpum en hjá strákum,“ segir hún. Ingibjörg ítrekar að enn líði meirihlutanum vel, 63,1 prósent stúlkna taldi andlega heilsu sína góða eða mjög góða, en þó færri en 2014. Ingibjörg segir ekki hægt að segja að samfélagsmiðlar séu ástæðan fyrir auknu þunglyndi þótt tengsl séu fyrir hendi. Annað geti skýrt samhengið. „Það má til dæmis velta því upp að þeir sem eru með meiri einkenni þunglyndis leita meira á samfélagsmiðla. Það sem við sjáum þó er að það eru meiri einkenni þunglyndis og kvíða hjá þeim sem eru mikið á samfélagsmiðlum,“ segir Ingibjörg Eva Þórisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar Vaxandi vandamál er meðal stelpna í 8-10 bekk vegna kvíða og þunglyndis. Ástæðuna er hægt að rekja til mikillar notkunar samfélagsmiðla. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann sinn og eru þá vakandi heilu næturnar. 6. október 2016 07:00 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Sjá meira
Stúlkum með meðaltalseinkenni kvíða hefur fjölgað undanfarin ár. Fjölgunin tók mikinn kipp 2014. Hið sama má segja um einkenni þunglyndis, að sögn Ingibjargar Evu Þórisdóttur, doktorsnema í sálfræði. „Við erum við að sjá mikla aukningu í þessum flokkum 2014 og 2016,“ segir Ingibjörg. Niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna og greiningar um lýðheilsu ungs fólks á landinu, leiðir í ljós vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis meðal stelpna á landinu öllu í 8.-10. bekk. Tengsl eru á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. Ingibjörg starfar fyrir Rannsóknir og greiningu og hefur skoðað niðurstöður kannana á kvíða og þunglyndi hjá börnum og unglingum frá árinu 1996 til 2016. Hún segir að lítill svefn og mikill tími á samfélagsmiðlum ýti undir þessi einkenni. Í rannsókninni kom í ljós að svefn nemenda er of lítill en um 30 til 40 prósent nemenda sofa í um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring, misjafnt eftir árgöngum. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann við hlið sér og vakna við hverja tilkynningu á Facebook.Ingibjörg Eva ÞórisdóttirIngibjörg segir hópinn sem sé sex klukkustundir eða lengur á samfélagsmiðlum vera að stækka. „Þegar svefn og samfélagsmiðlar eru skoðaðir saman sést að mest einkenni kvíða og þunglyndis eru hjá þeim hópi. Og þetta er miklu meira hjá stelpum en hjá strákum,“ segir hún. Ingibjörg ítrekar að enn líði meirihlutanum vel, 63,1 prósent stúlkna taldi andlega heilsu sína góða eða mjög góða, en þó færri en 2014. Ingibjörg segir ekki hægt að segja að samfélagsmiðlar séu ástæðan fyrir auknu þunglyndi þótt tengsl séu fyrir hendi. Annað geti skýrt samhengið. „Það má til dæmis velta því upp að þeir sem eru með meiri einkenni þunglyndis leita meira á samfélagsmiðla. Það sem við sjáum þó er að það eru meiri einkenni þunglyndis og kvíða hjá þeim sem eru mikið á samfélagsmiðlum,“ segir Ingibjörg Eva Þórisdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar Vaxandi vandamál er meðal stelpna í 8-10 bekk vegna kvíða og þunglyndis. Ástæðuna er hægt að rekja til mikillar notkunar samfélagsmiðla. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann sinn og eru þá vakandi heilu næturnar. 6. október 2016 07:00 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Sjá meira
Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar Vaxandi vandamál er meðal stelpna í 8-10 bekk vegna kvíða og þunglyndis. Ástæðuna er hægt að rekja til mikillar notkunar samfélagsmiðla. Dæmi eru um stelpur sem sofa með símann sinn og eru þá vakandi heilu næturnar. 6. október 2016 07:00