Björn Bergmann og Ögmundur byrja gegn Finnlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. október 2016 17:30 Björn Bergmann Sigurðarson byrjar í sínum öðrum landsleik fyrir A-landslið Íslands. vísir/vilhelm Björn Bergmann Sigurðarson, framherji Molde, er í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Finnlandi klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í undankeppni HM 2018. Þetta er annar landsleikur Björns á ferlinum. Skagamaðurinn 25 ára gamli spilaði sex mínútur fyrir íslenska landsliðið á móti Kýpur í lokaumferð undankeppni EM 2012 í september 2011 þegar hann kom inn á sem varamaður. Síðan þá hefur hann ekki gefið kost á sér og ekki haft áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. Vísir fjallaði um feril hans í síðustu viku og má lesa meira um það hér.Sjá einnig:Björn Bergmann: Pabbi fékk örugglega kökk í hálsinn Björn Bergmann var óvænt valinn í hópinn í síðustu viku eftir að Heimir Hallgrímsson bað hann um að endurskoða hug sinn. Framherjinn kraftmikli hefur verið að spila vel með Molde í Noregi og þá er skortur á framherjum vegna meiðsla Kolbeins Sigþórssonar og Jóns Daða Böðvarssonar. Kolbeinn er ekki í hópnum vegna meiðsla og Jón Daði hefur einnig verið tæpur. Viðar Örn Kjartansson þarf að sætta sig við að sitja áfram á bekknum en Alfreð Finnbogason er við hlið Björns Bergmanns í framlínunni. Alfreð skoraði í síðasta mótsleik Íslands gegn Úkraínu ytra þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, er ekki með í kvöld sem eru slæm tíðindi en Hannes hefur verið tæpur vegna meiðsla í læri. Ögmundur Kristinsson, markvörður Hammarby í Svíþjóð, tekur hans stöðu að vanda. Annars er ekkert óvænt í byrjunarliðinu. Vísir er með beina lýsingu frá leiknum sem má finna hér.Byrjunarliðið gegn Finnlandi í kvöld.graf/garðarByrjunarlið Íslands: Ögmundur Kristinsson - Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson - Alfreð Finnbogason HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson, framherji Molde, er í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Finnlandi klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í undankeppni HM 2018. Þetta er annar landsleikur Björns á ferlinum. Skagamaðurinn 25 ára gamli spilaði sex mínútur fyrir íslenska landsliðið á móti Kýpur í lokaumferð undankeppni EM 2012 í september 2011 þegar hann kom inn á sem varamaður. Síðan þá hefur hann ekki gefið kost á sér og ekki haft áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. Vísir fjallaði um feril hans í síðustu viku og má lesa meira um það hér.Sjá einnig:Björn Bergmann: Pabbi fékk örugglega kökk í hálsinn Björn Bergmann var óvænt valinn í hópinn í síðustu viku eftir að Heimir Hallgrímsson bað hann um að endurskoða hug sinn. Framherjinn kraftmikli hefur verið að spila vel með Molde í Noregi og þá er skortur á framherjum vegna meiðsla Kolbeins Sigþórssonar og Jóns Daða Böðvarssonar. Kolbeinn er ekki í hópnum vegna meiðsla og Jón Daði hefur einnig verið tæpur. Viðar Örn Kjartansson þarf að sætta sig við að sitja áfram á bekknum en Alfreð Finnbogason er við hlið Björns Bergmanns í framlínunni. Alfreð skoraði í síðasta mótsleik Íslands gegn Úkraínu ytra þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, er ekki með í kvöld sem eru slæm tíðindi en Hannes hefur verið tæpur vegna meiðsla í læri. Ögmundur Kristinsson, markvörður Hammarby í Svíþjóð, tekur hans stöðu að vanda. Annars er ekkert óvænt í byrjunarliðinu. Vísir er með beina lýsingu frá leiknum sem má finna hér.Byrjunarliðið gegn Finnlandi í kvöld.graf/garðarByrjunarlið Íslands: Ögmundur Kristinsson - Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson - Alfreð Finnbogason
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45