Náttúrulaugar opna við Deildartunguhver í vetur Sæunn Gísladóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Framkvæmdir við Kraumu eru á lokametrunum en náttúrulaugarnar verða í fyrsta lagi opnaðar í nóvember. vísir/vilhelm Stefnt er að opnun Kraumu-náttúrulauga við Deildartunguhver í vetur. Á svæðinu verða steyptir heitir pottar, tvö gufuböð og veitingastaður og munasala. „Ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur Andrésson. Dagur, ásamt eiginkonu sinni Báru Einarsdóttur, bróður sínum Sveini Andréssyni og eiginkonu hans Jónu Ester Kristjánsdóttur, stendur að baki félaginu Deildartungu ehf. sem vinnur að uppbyggingunni. Bræðurnir eru fæddir og uppaldir í Deildartungu og hluti af landi þeirra fer undir framkvæmdirnar. Deildartunguhver er vatnsmesti hver í Evrópu, austan við hverahólinn og suður fyrir hann liggur sprunga sem úr streyma um 180 lítrar af 100°C heitu vatni á hverri sekúndu. Dagur áætlar að yfir tvö hundruð þúsund manns heimsæki svæðið á ári hverju.Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum blönduðu með köldu vatni úr Rauðsgili.vísir/vilhelmKrauma-náttúrulaugar verða með steypta potta sem ekki innihalda sjálfhreinsandi efni eins og klór. Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum, sem blandað verður með köldu vatni úr Rauðsgili. „Þarna verður einnig hvíldarherbergi og tvær gufur á þessu laugarsvæði sem verður skjólsælt, inni verður svo fínn veitingastaður, bar og munasala, þar sem áherslan verður lögð á lúxusvörur,“ segir Dagur. Byggingarnar á svæðinu verða rúmir 550 fermetrar. Skiptiaðstaða verður fyrir 140 manns í aðalbyggingu svæðisins, hámarksfjöldinn verður því 140 manns í laugunum að sögn Dags. „Við viljum frekar hafa lægri hámarksfjölda til að fólk njóti þess betur, ef það verður yfirfullt þá lækkum við bara hámarksfjöldann, við leggjum meiri áherslu á að fólk njóti aðstöðunnar.“ Lögð verður áhersla á gott aðgengi frá Deildartunguhver og upphitaður gangstígur mun liggja þaðan að Kraumu. Fyrsta skóflustungan var tekin þann 26. apríl í fyrra og hófust framkvæmdir tveimur dögum síðar. Nú er allt á lokametrunum. „Það er búið að helluleggja allt nema laugarsvæðið, það er verið að flísaleggja inni og setja upp innréttingar, þannig að ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur. Dagur gerir ráð fyrir ellefu til tólf ársverkum í upphafi, en svo mun starfsmönnum vonandi fjölga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Stefnt er að opnun Kraumu-náttúrulauga við Deildartunguhver í vetur. Á svæðinu verða steyptir heitir pottar, tvö gufuböð og veitingastaður og munasala. „Ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur Andrésson. Dagur, ásamt eiginkonu sinni Báru Einarsdóttur, bróður sínum Sveini Andréssyni og eiginkonu hans Jónu Ester Kristjánsdóttur, stendur að baki félaginu Deildartungu ehf. sem vinnur að uppbyggingunni. Bræðurnir eru fæddir og uppaldir í Deildartungu og hluti af landi þeirra fer undir framkvæmdirnar. Deildartunguhver er vatnsmesti hver í Evrópu, austan við hverahólinn og suður fyrir hann liggur sprunga sem úr streyma um 180 lítrar af 100°C heitu vatni á hverri sekúndu. Dagur áætlar að yfir tvö hundruð þúsund manns heimsæki svæðið á ári hverju.Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum blönduðu með köldu vatni úr Rauðsgili.vísir/vilhelmKrauma-náttúrulaugar verða með steypta potta sem ekki innihalda sjálfhreinsandi efni eins og klór. Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum, sem blandað verður með köldu vatni úr Rauðsgili. „Þarna verður einnig hvíldarherbergi og tvær gufur á þessu laugarsvæði sem verður skjólsælt, inni verður svo fínn veitingastaður, bar og munasala, þar sem áherslan verður lögð á lúxusvörur,“ segir Dagur. Byggingarnar á svæðinu verða rúmir 550 fermetrar. Skiptiaðstaða verður fyrir 140 manns í aðalbyggingu svæðisins, hámarksfjöldinn verður því 140 manns í laugunum að sögn Dags. „Við viljum frekar hafa lægri hámarksfjölda til að fólk njóti þess betur, ef það verður yfirfullt þá lækkum við bara hámarksfjöldann, við leggjum meiri áherslu á að fólk njóti aðstöðunnar.“ Lögð verður áhersla á gott aðgengi frá Deildartunguhver og upphitaður gangstígur mun liggja þaðan að Kraumu. Fyrsta skóflustungan var tekin þann 26. apríl í fyrra og hófust framkvæmdir tveimur dögum síðar. Nú er allt á lokametrunum. „Það er búið að helluleggja allt nema laugarsvæðið, það er verið að flísaleggja inni og setja upp innréttingar, þannig að ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur. Dagur gerir ráð fyrir ellefu til tólf ársverkum í upphafi, en svo mun starfsmönnum vonandi fjölga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira