Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2016 14:01 Aron Einar og Heimir á fundinum í dag. vísir/vilhelm Ísland mætir Finnlandi og Tyrklandi í næstu tveimur leikjum liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta. Fyrst eru það Finnar á morgun og svo Tyrkland á sunnudaginn en öll liðin í riðlinum eru með eitt stig eftir einn leik. Ísland er í 27. sæti heimslistans, fimm sætum fyrir neðan Tyrkland en Finnland er langt fyrir neðan bæði lið í 84. sæti listans. Því má búast við mismunandi leikjum ef miða á út frá styrkleika liðanna. Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslands og besti leikmaður liðsins á EM, sagði í viðtali við Vísi á æfingu íslenska liðsins í Egilshöll á mánudagskvöldið að hann lítur á alla heimaleiki sem skyldusigur. Aðspurður á blaðamannafundi í dag hvort heimaleikir væru skyldusigur vegna þess einfaldlega hversu gott íslenska liðið er og heimavöllurinn sterkur sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson:Viljum auðvitað vinna „Þetta verða tveir mismunandi leikir. Þetta verða tveir erfiðir leikir. Finnarnir eru meðvitaðir um gleðina í kringum íslenska landsliðið og vilja skemma þetta allt saman. Það er alveg klárt. Ef við værum í sömu stöðu myndum við klárlega gera það,“ sagði Aron Einar. „Fólk talar um skyldusigur en þetta verður virkilega erfiður leikur og Finnarnir munu gera okkur lífið leitt. Ég veit það. Þeir koma til með að berjast fyrir öllu.“ „Við viljum halda áfram að bæta okkur á heimavelli og halda þessari sigurgöngu áfram. Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi verðum við það áfram. Við setjum okkur þau markmið að gera það,“ sagði Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er vægast sagt ekki hrifinn af orðinu skyldusigur. „Ef ég má bæta við þá er ákveðin vanvirðing að segja að eitthvað sé skylda,“ sagði Heimir er hann greip orðið af fyrirliðanum. „Það er ákveðin vanvirðing gagnvart andstæðingnum að segja að það sé skylda að vinna og því viljum við ekki taka þátt í.“ „Við virðum andstæðingana okkar mikið. Við erum ekki að tala um þetta sem einhvern skyldusigur. Allir leikir í þessum riðli verða erfiðir og við verðum þakklátir fyrir hvert stig sem við fáum. Auðvitað viljum við samt vinna og það höfum við oft sagt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30 Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira
Ísland mætir Finnlandi og Tyrklandi í næstu tveimur leikjum liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta. Fyrst eru það Finnar á morgun og svo Tyrkland á sunnudaginn en öll liðin í riðlinum eru með eitt stig eftir einn leik. Ísland er í 27. sæti heimslistans, fimm sætum fyrir neðan Tyrkland en Finnland er langt fyrir neðan bæði lið í 84. sæti listans. Því má búast við mismunandi leikjum ef miða á út frá styrkleika liðanna. Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslands og besti leikmaður liðsins á EM, sagði í viðtali við Vísi á æfingu íslenska liðsins í Egilshöll á mánudagskvöldið að hann lítur á alla heimaleiki sem skyldusigur. Aðspurður á blaðamannafundi í dag hvort heimaleikir væru skyldusigur vegna þess einfaldlega hversu gott íslenska liðið er og heimavöllurinn sterkur sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson:Viljum auðvitað vinna „Þetta verða tveir mismunandi leikir. Þetta verða tveir erfiðir leikir. Finnarnir eru meðvitaðir um gleðina í kringum íslenska landsliðið og vilja skemma þetta allt saman. Það er alveg klárt. Ef við værum í sömu stöðu myndum við klárlega gera það,“ sagði Aron Einar. „Fólk talar um skyldusigur en þetta verður virkilega erfiður leikur og Finnarnir munu gera okkur lífið leitt. Ég veit það. Þeir koma til með að berjast fyrir öllu.“ „Við viljum halda áfram að bæta okkur á heimavelli og halda þessari sigurgöngu áfram. Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi verðum við það áfram. Við setjum okkur þau markmið að gera það,“ sagði Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er vægast sagt ekki hrifinn af orðinu skyldusigur. „Ef ég má bæta við þá er ákveðin vanvirðing að segja að eitthvað sé skylda,“ sagði Heimir er hann greip orðið af fyrirliðanum. „Það er ákveðin vanvirðing gagnvart andstæðingnum að segja að það sé skylda að vinna og því viljum við ekki taka þátt í.“ „Við virðum andstæðingana okkar mikið. Við erum ekki að tala um þetta sem einhvern skyldusigur. Allir leikir í þessum riðli verða erfiðir og við verðum þakklátir fyrir hvert stig sem við fáum. Auðvitað viljum við samt vinna og það höfum við oft sagt,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30 Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira
Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37
Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00
Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30
Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17
Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38