„Leiðréttingin“ - afrek ríkisstjórnarinnar? Bolli Héðinsson skrifar 5. október 2016 07:00 Enn er fólk borið úr húsum sínum þrátt fyrir „leiðréttingu“ ríkisstjórnar enda ákvað hún að fjármunir sem fengust frá erlendum kröfuhöfum skyldu að stórum hluta greiddir til þeirra sem síst skyldi í stað þess að setja í forgang þá sem mest þurftu á aðstoð að halda. Einnig ákvað ríkisstjórnin að hafa að engu samkomulag sem komið var á við hóp lánsveðshafa og því eru þeir meðal þeirra sem nú fá að finna til tevatnsins. (https://kvennabladid.is/2015/05/02/ad-missa-heimilid-sitt-2/) Meðal helstu afreka sem ríkisstjórnin telur sig hafa unnið eru glíman við „hrægammasjóðina“ og þeir fjármunir sem þeir greiddu í ríkissjóð. Að vísu eru fjárhæðirnar sem náðust aðeins brot af þeim fjármunum sem ríkisstjórnin lofaði en sem kunnugt er voru þeir að mestu sóttir í vasa þjóðarinnar sjálfrar. Glíman við kröfuhafa bankanna hefur staðið allt frá hruni. Unnið var samfellt að því að tryggja þjóðarhag m.a. með lagasetningum sem tryggðu hagsmuni þjóðarinnar. Í því skyni var efnt til víðtækrar pólitískrar samstöðu og settir á laggirnar þverpólitískir starfshópar til að tryggja sem mest samráð.Sérfræðinganefnd um afnám haftaMeðal þess sem sett var á laggirnar var sérfræðinganefnd allra stjórnmálaflokka til að vinna að afnámi hafta. Ein meginforsendan voru samningar við kröfuhafa. Verulegur tími fór í að kortleggja þann vanda sem við var að glíma áður en hægt var að takast á við hann. Í upphafi árs 2013 lá loksins ljóst fyrir með hvaða hætti væri hægt að vinna að afnámi gjaldeyrishaftanna og forsendu þess, samningar við kröfuhafa bankanna. Þá þegar var orðið ljóst hvaða upphæðir myndu koma í hlut ríkisins við þessar aðgerðir. Útfærsla atriðanna var svo næsta skref. Þegar að því kom hafði verið kosið til Alþingis og ný ríkisstjórn ákvað að taka málin úr allri þverpólitískri samvinnu. Líklegust ástæða þess, er að svo mikið lá við að sýna fram á að hér væri um árangur hinnar nýju ríkisstjórnar að ræða en ekki afleiðing samfelldrar vinnu sem unnin hafði verið í samstarfi allra flokka misserin á undan.Hér má sjá nefndarmenn á gangi í Washington DC eftir fundina með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF) í febrúar 2013. Frá vinstri: Sigurður Hannesson, fulltrúi Framsóknarflokksins. Björn Rúnar Guðmundsson, starfsmaður fjármálaráðuneytisins. Bolli Héðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar. Tryggvi Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Auk þeirra voru í nefndinni Huginn Freyr Þorsteinsson fyrir Vinstri græna og Jón Helgi Egilsson þá fulltrúi Hreyfingarinnar nú fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabanka Íslands. Engin laun voru greidd fyrir setu i nefndinni. Þetta varð til þess að hægja á gangi málsins, þegar eingöngu aðilar tengdir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki voru kallaðir til starfa við losun haftanna. Síðan hafa málin mjakast áfram með nokkrum „flugeldasýningum“ og sjálfhælni í frásögnum af heimsmetum ríkisstjórnarninnar, þeim sem hentugast hefur þótt að guma af hverju sinni. Nýjustu skrefin sem nú hafa loksins verið stigin til losunar gjaldeyrishafa eru þau skref sem næst verður komist að taka til afléttingar hafta á íslenskri krónu. Gera verður ráð fyrir að krónan verði um ókomna tíð í einhvers konar höftum enda er hún smæsta sjálfstæða mynt veraldar og aðeins til heimabrúks. Enn eru stærstu viðfangsefnin um framtíð peningamála á Íslandi óleyst. Stærri fyrirtæki gera mörg hver reikninga sína upp í erlendri mynt en þjóðinni er gert að notast við gjaldmiðil sem er hvergi annars staðar gjaldgengur. Allir stjórnmálaflokkar nema þeir sem vilja kanna kosti og galla á upptöku evru skila auðu í þessum efnum og reyna að telja sjálfum sér og kjósendum sínum trú um að hægt verði að notast við íslenska krónu til frambúðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Enn er fólk borið úr húsum sínum þrátt fyrir „leiðréttingu“ ríkisstjórnar enda ákvað hún að fjármunir sem fengust frá erlendum kröfuhöfum skyldu að stórum hluta greiddir til þeirra sem síst skyldi í stað þess að setja í forgang þá sem mest þurftu á aðstoð að halda. Einnig ákvað ríkisstjórnin að hafa að engu samkomulag sem komið var á við hóp lánsveðshafa og því eru þeir meðal þeirra sem nú fá að finna til tevatnsins. (https://kvennabladid.is/2015/05/02/ad-missa-heimilid-sitt-2/) Meðal helstu afreka sem ríkisstjórnin telur sig hafa unnið eru glíman við „hrægammasjóðina“ og þeir fjármunir sem þeir greiddu í ríkissjóð. Að vísu eru fjárhæðirnar sem náðust aðeins brot af þeim fjármunum sem ríkisstjórnin lofaði en sem kunnugt er voru þeir að mestu sóttir í vasa þjóðarinnar sjálfrar. Glíman við kröfuhafa bankanna hefur staðið allt frá hruni. Unnið var samfellt að því að tryggja þjóðarhag m.a. með lagasetningum sem tryggðu hagsmuni þjóðarinnar. Í því skyni var efnt til víðtækrar pólitískrar samstöðu og settir á laggirnar þverpólitískir starfshópar til að tryggja sem mest samráð.Sérfræðinganefnd um afnám haftaMeðal þess sem sett var á laggirnar var sérfræðinganefnd allra stjórnmálaflokka til að vinna að afnámi hafta. Ein meginforsendan voru samningar við kröfuhafa. Verulegur tími fór í að kortleggja þann vanda sem við var að glíma áður en hægt var að takast á við hann. Í upphafi árs 2013 lá loksins ljóst fyrir með hvaða hætti væri hægt að vinna að afnámi gjaldeyrishaftanna og forsendu þess, samningar við kröfuhafa bankanna. Þá þegar var orðið ljóst hvaða upphæðir myndu koma í hlut ríkisins við þessar aðgerðir. Útfærsla atriðanna var svo næsta skref. Þegar að því kom hafði verið kosið til Alþingis og ný ríkisstjórn ákvað að taka málin úr allri þverpólitískri samvinnu. Líklegust ástæða þess, er að svo mikið lá við að sýna fram á að hér væri um árangur hinnar nýju ríkisstjórnar að ræða en ekki afleiðing samfelldrar vinnu sem unnin hafði verið í samstarfi allra flokka misserin á undan.Hér má sjá nefndarmenn á gangi í Washington DC eftir fundina með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF) í febrúar 2013. Frá vinstri: Sigurður Hannesson, fulltrúi Framsóknarflokksins. Björn Rúnar Guðmundsson, starfsmaður fjármálaráðuneytisins. Bolli Héðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar. Tryggvi Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Auk þeirra voru í nefndinni Huginn Freyr Þorsteinsson fyrir Vinstri græna og Jón Helgi Egilsson þá fulltrúi Hreyfingarinnar nú fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabanka Íslands. Engin laun voru greidd fyrir setu i nefndinni. Þetta varð til þess að hægja á gangi málsins, þegar eingöngu aðilar tengdir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki voru kallaðir til starfa við losun haftanna. Síðan hafa málin mjakast áfram með nokkrum „flugeldasýningum“ og sjálfhælni í frásögnum af heimsmetum ríkisstjórnarninnar, þeim sem hentugast hefur þótt að guma af hverju sinni. Nýjustu skrefin sem nú hafa loksins verið stigin til losunar gjaldeyrishafa eru þau skref sem næst verður komist að taka til afléttingar hafta á íslenskri krónu. Gera verður ráð fyrir að krónan verði um ókomna tíð í einhvers konar höftum enda er hún smæsta sjálfstæða mynt veraldar og aðeins til heimabrúks. Enn eru stærstu viðfangsefnin um framtíð peningamála á Íslandi óleyst. Stærri fyrirtæki gera mörg hver reikninga sína upp í erlendri mynt en þjóðinni er gert að notast við gjaldmiðil sem er hvergi annars staðar gjaldgengur. Allir stjórnmálaflokkar nema þeir sem vilja kanna kosti og galla á upptöku evru skila auðu í þessum efnum og reyna að telja sjálfum sér og kjósendum sínum trú um að hægt verði að notast við íslenska krónu til frambúðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar