Sport

Víkingarnir lömdu Risana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Matt Asiata ryðst hér í endamarkið í nótt.
Matt Asiata ryðst hér í endamarkið í nótt. vísir/getty
Minnesota Vikings er hreinlega óstöðvandi í NFL-deildinni síðan félagið byrjaði að nota víkingaklappið.

Liðið vann í nótt sinn fjórða leik í röð er NY Giants kom í heimsókn. Víkingarnir betri frá upphafi og lönduðu sætum sigri, 24-10.

Aðeins Vikings og Denver Broncos hafa unnið alla fjóra leiki sína í deildinni til þessa. Philadelphia er einnig ósigrað en hefur aðeins leikið þrjá leiki.

Leikstjórnandi Vikings, Sam Bradford, átti flottan leik. Kláraði 26 af 36 sendingum sínum fyrir 262 jördum. Ein sending var fyrir snertimarki.

Hlauparinn Jerick McKinnon fékk það erfiða verkefni að leysa Adrian Peterson af hólmi og hann hljóp 85 jarda og skoraði eitt snerti mark.

Giants er nú búið að vinna tvo leiki og tapa tveimur. Leikstjórnandi liðsins, Eli Manning, kláraði 25 af 45 sendingum sínum í nótt. 261 jardi var uppskera hans. Ekkert snertimark og einn tapaður bolti.

Odell Beckham Jr. greip aðeins þrjá bolta í leiknum fyrir 23 jördum. Hans lélegasta á ferlinum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×