Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. október 2016 14:02 Mennirnir þrír ásamt verjendum sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. vísir/gva Mennirnir þrír sem ákærðir eru fyrir stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu gegn pari við Grímsbæ í júlí 2014 neita allir sök í málinu. Tveir þeirra segjast einungis hafa verið að hjálpa öðru fórnarlambinu, sem skýri blóðslettur á fatnaði þeirra. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun .Vitnisburður tveggja sakborninga, Alvars Óskarssonar og Jónasar Árna Lúðvíkssonar, var nánast sá sami á meðan þriðji maðurinn bar fyrir sig minnisleysi. Alvar og Jónas hafa báðir hlotið þunga dóma fyrir aðild þeirra að umfangsmestu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi; Pólstjörnumálið í tilfelli Alvars og Papeyjarmálið í tilfelli Jónasar.Parið hafi dregist óvænt inn í deilurnar Upphaf deilnanna rekja Alvar og Jónas til peningaskuldar á milli Alvars og félaga Alvars og að þannig hafi parið, karl og kona á fimmtugs- og sextugsaldri, dregist óvænt inn í þær deilur. Mennirnir þrír sem ákærðir eru í málinu eru sagðir hafa í sameiningu veist að parinu fyrir utan Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík áður en þeir hafi þvingað það upp í bíl sem þriðji maðurinn hafi ekið. Konunni hafi tekist að flýja út um glugga bílsins en að manninum hafi verið ekið í Garðabæ þar sem honum hafi verið haldið föngnum í allt að fjörutíu mínútur. Alvar og Jónas eru bornir mun þyngri sökum í ákærunni en þriðji maðurinn, en þeir tveir segja ákæruna að öllu leyti ranga. Er Alvari og Jónasi gefið að sök að hafa skipst á að veitast að manninum, meðal annars með kúbeini. Þriðji maðurinn hafi séð um aksturinn um kvöldið.„Hann sagðist vera í veseni, eins og síðast þegar ég lánaði honum. Þá sagðist hann vera á barmi þess að verða drepinn. Ég lánaði honum þá en geri ekki þau mistök að gera það aftur.“vísir/gvaSakaður um að skulda 400 þúsund Að sögn sakborninganna er forsaga málsins sú að Alvar og Jónas höfðu setið að drykkju á English Pub í Hafnarfirði um kvöldið. Þeir hafi viljað halda drykkjunni áfram eftir lokun og því beðið þriðja manninn, sem starfar sem leigubílstjóri, að aka sér í iðnaðarhúsnæði sem þeir voru með á leigu til þess að sækja meira áfengi. Í millitíðinni hafi þeir komið við á næstu bensínstöð, N1, þar sem Alvar hafi hitt félaga sinn sem var í för með parinu. „Hann er að biðja þar um að fá lánaðan pening, sagðist vera í vandræðum. Ég sagðist ekki ætla að gera það því hann skuldaði mér nú þegar,“ sagði Alvar. „Hann sagðist vera í veseni, eins og síðast þegar ég lánaði honum. Þá sagðist hann vera á barmi þess að verða drepinn. Ég lánaði honum þá en geri ekki þau mistök að gera það aftur.“ Alvar sagði parið hafa komið til sín í kjölfarið og sakað sig um að skulda félaganum 400 þúsund krónur. Við það hafi hann reiðst enda hafi það verið lygi. Félaginn hafi þá keyrt af stað, með parinu, og ekki svarað síma sínum þegar Alvar hafi hringt. „Ég er þarna enn í uppnámi yfir þessu atviki, er ölvaður og vildi fá niðurstöðu. Er að hringja í hann [félagann] og hann svarar ekki. Ég fæ þá Jónas til þess að hringja í hann og blekkja hann til þess að hitta mig, sem hann samþykkir og við hittumst í Grímsbæ,“ sagði Alvar. Hann sagði parið hafa stigið út úr bíl vinar síns við Grímsbæ. Vinurinn hafi hins vegar orði hræddur og því ekið á brott og skilið parið eftir. Þeir þrír hafi því boðið parinu far.Sígarettan kveikjan að rifrildunum Alvar sagði konuna hafa kveikt sér í sígarettu í bílnum. Fokið hafi í bílstjórann sem hafi stöðvað bílinn og skipað konunni að fara út úr bílnum. „Þá byrjuðu einhver rifrildi og endaði með því að hann stoppaði og sagði henni að fara út. Hún gerði það í einhverjum skapofsa.“ Maður konunnar var hins vegar eftir í bílnum. Að sögn Alvars reiddist maðurinn og fór fram á að konan yrði sótt því hún væri símalaus. Bílstjórinn hafi hins vegar neitað og að maðurinn hafi þá hrækt í andlitið á honum. „[Bílstjórinn] stendur upp og út úr bílnum í æsingi, rífur upp hurðina og lemur hann í andlitið,“ sagði Alvar, sem segist hafa fengið manninn í fangið á sér í kjölfarið.Sáu kúbeinið en beittu því ekki Alvar og Jónas sögðust báðir hafa aðstoðað manninn inn í iðnaðarhúsnæðið í Garðabæ, rétt honum tusku og hjálpað honum við að þrífa blóðið. Mikið hafi blætt úr skurði á höfðinu á honum og öðru auganu. Aðspurður um hvort kúbeini hafi verið beitt sögðust þeir ekki vita til þess, þeir hafi séð það í höndunum á þriðja manninum, bílstjóranum, en ekki séð hann nota það. Þegar saksóknari spurði hvers vegna föt þeirra hafi verið alblóðug sagði Jónas það stórlega ýkt að fötin hafi verið alblóðug. Líklega hafi verið einhverjar blóðslettur á fötunum eftir að þeir báru manninn inn í húsnæðið. Alvar tók undir þetta. Þeim tveimur hafi síðan tekist að róa mennina tvo. „Stuttu seinna rennur reiðin af [bílstjóranum]. Hann verður eitthvað sorry og sár yfir þessu. Það var ekki fallegt andlitið á manninum, allt í blóði. Það flosnar síðan upp úr þessu,“ sagði Jónas Árni. Leigubílstjórinn hafi að lokum ekið manninum heim. Alvar sagðist þá aðspurður hafa opnað sér bjór, þrifið sér og farið úr blóðugum jakkanum sínum og sett hann í poka. Þriðji maðurinn sem ákærður er, eða bílstjórinn, er einnig ákærður fyrir akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna umrædd kvöld. Hann sagðist hins vegar ekkert muna eftir kvöldinu. „Það er ákveðin atburðarás í höfðinu á mér en hún breytist reglulega. Ég er búinn að sjá þetta svo oft fyrir mér í mörgum útgáfum, hvort sem ég er sofandi eða vakandi,“ sagði hann í vitnaleiðslum. Maðurinn hlaut, samkvæmt ákæru, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, brot á framristarbeini, skurð á enni, skurð á kálfa, mar á handlegg og brjóstkassa, og konan hlaut mar á brjóstkassa, baki og framhandleggum. Dómsmál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Mennirnir þrír sem ákærðir eru fyrir stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu gegn pari við Grímsbæ í júlí 2014 neita allir sök í málinu. Tveir þeirra segjast einungis hafa verið að hjálpa öðru fórnarlambinu, sem skýri blóðslettur á fatnaði þeirra. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun .Vitnisburður tveggja sakborninga, Alvars Óskarssonar og Jónasar Árna Lúðvíkssonar, var nánast sá sami á meðan þriðji maðurinn bar fyrir sig minnisleysi. Alvar og Jónas hafa báðir hlotið þunga dóma fyrir aðild þeirra að umfangsmestu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi; Pólstjörnumálið í tilfelli Alvars og Papeyjarmálið í tilfelli Jónasar.Parið hafi dregist óvænt inn í deilurnar Upphaf deilnanna rekja Alvar og Jónas til peningaskuldar á milli Alvars og félaga Alvars og að þannig hafi parið, karl og kona á fimmtugs- og sextugsaldri, dregist óvænt inn í þær deilur. Mennirnir þrír sem ákærðir eru í málinu eru sagðir hafa í sameiningu veist að parinu fyrir utan Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík áður en þeir hafi þvingað það upp í bíl sem þriðji maðurinn hafi ekið. Konunni hafi tekist að flýja út um glugga bílsins en að manninum hafi verið ekið í Garðabæ þar sem honum hafi verið haldið föngnum í allt að fjörutíu mínútur. Alvar og Jónas eru bornir mun þyngri sökum í ákærunni en þriðji maðurinn, en þeir tveir segja ákæruna að öllu leyti ranga. Er Alvari og Jónasi gefið að sök að hafa skipst á að veitast að manninum, meðal annars með kúbeini. Þriðji maðurinn hafi séð um aksturinn um kvöldið.„Hann sagðist vera í veseni, eins og síðast þegar ég lánaði honum. Þá sagðist hann vera á barmi þess að verða drepinn. Ég lánaði honum þá en geri ekki þau mistök að gera það aftur.“vísir/gvaSakaður um að skulda 400 þúsund Að sögn sakborninganna er forsaga málsins sú að Alvar og Jónas höfðu setið að drykkju á English Pub í Hafnarfirði um kvöldið. Þeir hafi viljað halda drykkjunni áfram eftir lokun og því beðið þriðja manninn, sem starfar sem leigubílstjóri, að aka sér í iðnaðarhúsnæði sem þeir voru með á leigu til þess að sækja meira áfengi. Í millitíðinni hafi þeir komið við á næstu bensínstöð, N1, þar sem Alvar hafi hitt félaga sinn sem var í för með parinu. „Hann er að biðja þar um að fá lánaðan pening, sagðist vera í vandræðum. Ég sagðist ekki ætla að gera það því hann skuldaði mér nú þegar,“ sagði Alvar. „Hann sagðist vera í veseni, eins og síðast þegar ég lánaði honum. Þá sagðist hann vera á barmi þess að verða drepinn. Ég lánaði honum þá en geri ekki þau mistök að gera það aftur.“ Alvar sagði parið hafa komið til sín í kjölfarið og sakað sig um að skulda félaganum 400 þúsund krónur. Við það hafi hann reiðst enda hafi það verið lygi. Félaginn hafi þá keyrt af stað, með parinu, og ekki svarað síma sínum þegar Alvar hafi hringt. „Ég er þarna enn í uppnámi yfir þessu atviki, er ölvaður og vildi fá niðurstöðu. Er að hringja í hann [félagann] og hann svarar ekki. Ég fæ þá Jónas til þess að hringja í hann og blekkja hann til þess að hitta mig, sem hann samþykkir og við hittumst í Grímsbæ,“ sagði Alvar. Hann sagði parið hafa stigið út úr bíl vinar síns við Grímsbæ. Vinurinn hafi hins vegar orði hræddur og því ekið á brott og skilið parið eftir. Þeir þrír hafi því boðið parinu far.Sígarettan kveikjan að rifrildunum Alvar sagði konuna hafa kveikt sér í sígarettu í bílnum. Fokið hafi í bílstjórann sem hafi stöðvað bílinn og skipað konunni að fara út úr bílnum. „Þá byrjuðu einhver rifrildi og endaði með því að hann stoppaði og sagði henni að fara út. Hún gerði það í einhverjum skapofsa.“ Maður konunnar var hins vegar eftir í bílnum. Að sögn Alvars reiddist maðurinn og fór fram á að konan yrði sótt því hún væri símalaus. Bílstjórinn hafi hins vegar neitað og að maðurinn hafi þá hrækt í andlitið á honum. „[Bílstjórinn] stendur upp og út úr bílnum í æsingi, rífur upp hurðina og lemur hann í andlitið,“ sagði Alvar, sem segist hafa fengið manninn í fangið á sér í kjölfarið.Sáu kúbeinið en beittu því ekki Alvar og Jónas sögðust báðir hafa aðstoðað manninn inn í iðnaðarhúsnæðið í Garðabæ, rétt honum tusku og hjálpað honum við að þrífa blóðið. Mikið hafi blætt úr skurði á höfðinu á honum og öðru auganu. Aðspurður um hvort kúbeini hafi verið beitt sögðust þeir ekki vita til þess, þeir hafi séð það í höndunum á þriðja manninum, bílstjóranum, en ekki séð hann nota það. Þegar saksóknari spurði hvers vegna föt þeirra hafi verið alblóðug sagði Jónas það stórlega ýkt að fötin hafi verið alblóðug. Líklega hafi verið einhverjar blóðslettur á fötunum eftir að þeir báru manninn inn í húsnæðið. Alvar tók undir þetta. Þeim tveimur hafi síðan tekist að róa mennina tvo. „Stuttu seinna rennur reiðin af [bílstjóranum]. Hann verður eitthvað sorry og sár yfir þessu. Það var ekki fallegt andlitið á manninum, allt í blóði. Það flosnar síðan upp úr þessu,“ sagði Jónas Árni. Leigubílstjórinn hafi að lokum ekið manninum heim. Alvar sagðist þá aðspurður hafa opnað sér bjór, þrifið sér og farið úr blóðugum jakkanum sínum og sett hann í poka. Þriðji maðurinn sem ákærður er, eða bílstjórinn, er einnig ákærður fyrir akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna umrædd kvöld. Hann sagðist hins vegar ekkert muna eftir kvöldinu. „Það er ákveðin atburðarás í höfðinu á mér en hún breytist reglulega. Ég er búinn að sjá þetta svo oft fyrir mér í mörgum útgáfum, hvort sem ég er sofandi eða vakandi,“ sagði hann í vitnaleiðslum. Maðurinn hlaut, samkvæmt ákæru, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, brot á framristarbeini, skurð á enni, skurð á kálfa, mar á handlegg og brjóstkassa, og konan hlaut mar á brjóstkassa, baki og framhandleggum.
Dómsmál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00