Leikkonan og myndlistarkonan Edda Heiðrún Backman er látin, 58 ára að aldri.
Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi í gær. Mbl greinir frá þessu.
Edda Heiðrún útskrifaðist með leikarapróf frá Leiklistarskólanum árið 1983 og átti farsælan leikaraferil að baki bæði í sjónvarpi og á sviði.
Hún greindist með MND árið 2004 sem varð til þess að hún hætti leiklistinni og sneri sér að leikstjórn.
Á síðari árum gerði hún garðinn frægan sem myndlistarkona þar sem hún málaði bæði vatnslita- og olíumyndir með munninum.
Hún lætur eftir sig tvö börn, þau Arnmund Ernst og Unni Birnu.
Í spilaranum hér að ofan má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 um Eddu Heiðrúnu og feril hennar.
