Lífið

Lífssögur laðaðar fram

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Söguhringurinn er opinn öllum konum og þátttaka er ókeypis.
Söguhringurinn er opinn öllum konum og þátttaka er ókeypis.
„Söguhringurinn er vettvangur fyrir konur af mörgu þjóðerni sem vilja deila reynslu sinni og fræðast og í dag verður októberstefnumót í Menningarhúsinu í Spönginni milli klukkan hálf eitt og hálf fjögur, þar sem afmarkaðar sögur úr lífinu eru í forgrunni,“ segir Sigríður Steinunn Stephensen, deildarbókavörður en um samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og W.O.M.E.N. á Íslandi er að ræða.

Höfuðmálin eru íslenska og enska og ef þau duga ekki þá er alltaf einhver sem getur túlkað, að sögn Sigríðar.

„Konur koma óundirbúnar og eru leiddar áfram. Í dag er það Virginia Gillard leikkona, kennari og rithöfundur, sem laðar fram sögurnar,“ segir hún og heldur áfram.

„Gillard er ein þeirra sem stofnaði Ós pressuna sem eru skrifandi, erlendar konur á Íslandi.  Hún er nýbyrjuð að skrifa sjálf og teikna og ætlar að nálgast lífssögur kvennanna með myndrænum og leikrænum hætti. Stefnumótin eru fjölbreytileg en alltaf skapandi samvera.“

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×