Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Höskuldur Kári Schram skrifar 19. október 2016 18:30 Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. Þetta kemur fram í vitnisburði starfsmanns Seðlabankans sem varð vitni að umræddu símtali þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Fréttastofa hefur þennan vitnisburð undir höndum þar sem meðal annars er vísað í afrit af samtalinu milli Geirs og Davíðs varðandi lánveitingar til Kaupþings banka. Kaupþing fékk 500 milljóna evru þrautavaralán frá Seðlabankanum til að standast þá ólgu sem umlék íslenskt bankakerfi á þessum tíma. Lánið dugði þó ekki til og bankinn féll nokkrum dögum seinna. Talið er að ríkið hafi tapað tugum milljarða króna á lánveitingunni. Fjölmiðlar hafa lengið óskað eftir upplýsingum um hvernig staðið var að þeirri ákvörðun að veita bankanum lán. Fljótlega kom í ljós að símtalið hafði verið hljóðritað en Geir H. Haarde hefur lagst gegn því að afrit af samtalinu verði gert opinbert. Í vitnisburðinum segir meðal annars:„[Starfsmaðurinn] kvaðst hafa verið viðstaddur þegar símtalið átti sér stað og að DO hafi tekið símtalið úr síma [starfsmannsins] þar sem síminn hans var hljóðritaður en ekki sími DO.“ Þessi vitnisburður er á skjön við yfirlýsingar Davíðs sem hingað til hefur haldið því fram að tilviljun hafi ráðið því að símtalið var hljóðritað. Þá er vísað beint í símtalið í vitnisburðinum þar sem Davíð segir:„Í dag getum við skrapað saman 500 milljónum evra og erum þá náttúrulega komnir inn að beini. Getum þá hjálpað Kaupþingi í einhverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Landsbankanum líka sko.“ Í vitnisburðinum segir starfsmaðurinn að Davíð hafi strax að loknu samtalinu við Geir hringt í Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, til að tilkynna honum að Kaupþing fengi fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum. Þá segir ennfremur í vitnisburðinum:„Do hafi sagt GHH að þeir fengju þennan pening ekki til baka og að ákvörðunin hafi í raun verið GHH.“ Landsdómur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. Þetta kemur fram í vitnisburði starfsmanns Seðlabankans sem varð vitni að umræddu símtali þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Fréttastofa hefur þennan vitnisburð undir höndum þar sem meðal annars er vísað í afrit af samtalinu milli Geirs og Davíðs varðandi lánveitingar til Kaupþings banka. Kaupþing fékk 500 milljóna evru þrautavaralán frá Seðlabankanum til að standast þá ólgu sem umlék íslenskt bankakerfi á þessum tíma. Lánið dugði þó ekki til og bankinn féll nokkrum dögum seinna. Talið er að ríkið hafi tapað tugum milljarða króna á lánveitingunni. Fjölmiðlar hafa lengið óskað eftir upplýsingum um hvernig staðið var að þeirri ákvörðun að veita bankanum lán. Fljótlega kom í ljós að símtalið hafði verið hljóðritað en Geir H. Haarde hefur lagst gegn því að afrit af samtalinu verði gert opinbert. Í vitnisburðinum segir meðal annars:„[Starfsmaðurinn] kvaðst hafa verið viðstaddur þegar símtalið átti sér stað og að DO hafi tekið símtalið úr síma [starfsmannsins] þar sem síminn hans var hljóðritaður en ekki sími DO.“ Þessi vitnisburður er á skjön við yfirlýsingar Davíðs sem hingað til hefur haldið því fram að tilviljun hafi ráðið því að símtalið var hljóðritað. Þá er vísað beint í símtalið í vitnisburðinum þar sem Davíð segir:„Í dag getum við skrapað saman 500 milljónum evra og erum þá náttúrulega komnir inn að beini. Getum þá hjálpað Kaupþingi í einhverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Landsbankanum líka sko.“ Í vitnisburðinum segir starfsmaðurinn að Davíð hafi strax að loknu samtalinu við Geir hringt í Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, til að tilkynna honum að Kaupþing fengi fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum. Þá segir ennfremur í vitnisburðinum:„Do hafi sagt GHH að þeir fengju þennan pening ekki til baka og að ákvörðunin hafi í raun verið GHH.“
Landsdómur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira