Aurum-málið: „Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2016 11:16 Lárus Welding í dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/GVA Allir ákærðu í Aurum-málinu mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð málsins hófst. Einn hinna ákærðu, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, mætti í fylgd fangavarða þar sem hann afplánar tveggja ára fangelsisdóm vegna BK-málsins í fangelsinu Kvíabryggju. Dagskráin í héraðsdómi hófst á forflutningi málsins en síðan settist Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, í vitnastúkuna. Hann er ákærður fyrir umboðssvik ásamt Magnúsi Arnari vegna sex milljarða króna láns Glitnis til félagsins FS38 ehf. í júlí 2008 en félagið var í eigu Pálma Haraldssonar. Þegar Lárus kom í vitnastúkuna byrjaði hann á því að ávarpa dóminn. Hann kvaðst hafa verið forstjóri Glitnis í aðeins 17 mánuði en starfið hafi núna hins vegar fylgt honum í 115 mánuði.Teljist mannréttindabrot „Ég hef þurft að sæta húsleit, sitja í gæsluvarðhaldi og setið í löngum yfirheyrslum. Mér skilst að enn sé verið að rannsaka þrjú mál þar sem ég hef stöðu sakbornings. Líklegast fæst ekki úrlausn í mín mál áður en árið 2020 gengur í garð. Þetta hlýtur að einhverju leyti að jaðra við mannréttindabrot,“ sagði Lárus. Hann gerði að umtalsefni óvægna umræðu í samfélaginu og fjölmiðlum í garð sinn og annarra sem störfuðu hjá Glitni. Þá sagði Lárus að þungar sakir hefðu bornar á hann í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis án þess að hann hefði fengið tækifæri til að svara fyrir sig. „En hér á ekki að hafa nein áhrif sú neikvæða umræða sem beinst hefur gegn mér eða persónulegar skoðanir dómara á mér,“ sagði Lárus. Hann neitar sök í málinu og sagði að allar ákvarðanir sem hann tók sem forstjóri Glitnis hafi verið í þágu bankans. Lárus sagði jafnframt að honum væri enn óljóst hvaða reglu hann eigi að hafa brotið eða hvaða lög.Héraðssaksóknari áður en aðalmeðferð í málinu hófst í morgun.Vísir/GVA„Af hverju erum við hér í annað sinn?“ Þá gagnrýndi hann, líkt og verjendur höfðu gert í forflutningi, þau gögn sem héraðssaksóknari leggur fram í málinu en Lárus sagði að samtímagögn varðandi verðmæti Aurum sýna að sök ákærðu í málinu sé engin. Þau gögn hefðu hins vegar ekki verið hluti af upphaflegu gögnum ákæruvaldsins. „Þegar farið er yfir málavexti er öllum ljóst að Glitnir minnkaði ótryggða áhættu sína með þessum viðskiptum og var betur settur en áður. Af hverju erum við þá hér í annað sinn? Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál og þær persónur sem tengjast því hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Auk þeirra Lárusar og Magnúsar eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Sex milljarða króna lánveiting bankans var notuð til að fjármagna kaup FS38 á 25,7 prósent hlut Fons, sem einnig var í eigu Pálma, í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited en það félag var ekki skráð í kauphöll.Einn milljarður millifærður Samkvæmt ákæru voru um 2,8 milljarðar af láni Glitnis til FS38 millifærðir til að greiða upp eftirstöðvar á láni Glitnis til Fons sem hafði verið veitt í nóvember 2007. Þá voru tveir milljarðar greiddir inn á reikning í eigu Fons, félaginu til frjálsrar ráðstöfunar, að því er segir í ákæru. Eftir stóðu þá 1,2 milljarðar sem voru lagðir inn á handveðsettan reikning Fons hjá markaðsviðskiptum Glitnis en peningarnir áttu að bæta tryggingastöðu félagsins hjá Glitni. Þann sama dag millifærði Glitnir svo einn milljarð af reikningi Fons inn á reikning í eigu Jóns Ásgeirs sem hann nýtti, samkvæmt ákæru, til þess að greiða upp rúmlega 700 milljóna króna ótryggða yfirdráttarskuld sína hjá Glitni. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Allir ákærðu í Aurum-málinu mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð málsins hófst. Einn hinna ákærðu, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, mætti í fylgd fangavarða þar sem hann afplánar tveggja ára fangelsisdóm vegna BK-málsins í fangelsinu Kvíabryggju. Dagskráin í héraðsdómi hófst á forflutningi málsins en síðan settist Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, í vitnastúkuna. Hann er ákærður fyrir umboðssvik ásamt Magnúsi Arnari vegna sex milljarða króna láns Glitnis til félagsins FS38 ehf. í júlí 2008 en félagið var í eigu Pálma Haraldssonar. Þegar Lárus kom í vitnastúkuna byrjaði hann á því að ávarpa dóminn. Hann kvaðst hafa verið forstjóri Glitnis í aðeins 17 mánuði en starfið hafi núna hins vegar fylgt honum í 115 mánuði.Teljist mannréttindabrot „Ég hef þurft að sæta húsleit, sitja í gæsluvarðhaldi og setið í löngum yfirheyrslum. Mér skilst að enn sé verið að rannsaka þrjú mál þar sem ég hef stöðu sakbornings. Líklegast fæst ekki úrlausn í mín mál áður en árið 2020 gengur í garð. Þetta hlýtur að einhverju leyti að jaðra við mannréttindabrot,“ sagði Lárus. Hann gerði að umtalsefni óvægna umræðu í samfélaginu og fjölmiðlum í garð sinn og annarra sem störfuðu hjá Glitni. Þá sagði Lárus að þungar sakir hefðu bornar á hann í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis án þess að hann hefði fengið tækifæri til að svara fyrir sig. „En hér á ekki að hafa nein áhrif sú neikvæða umræða sem beinst hefur gegn mér eða persónulegar skoðanir dómara á mér,“ sagði Lárus. Hann neitar sök í málinu og sagði að allar ákvarðanir sem hann tók sem forstjóri Glitnis hafi verið í þágu bankans. Lárus sagði jafnframt að honum væri enn óljóst hvaða reglu hann eigi að hafa brotið eða hvaða lög.Héraðssaksóknari áður en aðalmeðferð í málinu hófst í morgun.Vísir/GVA„Af hverju erum við hér í annað sinn?“ Þá gagnrýndi hann, líkt og verjendur höfðu gert í forflutningi, þau gögn sem héraðssaksóknari leggur fram í málinu en Lárus sagði að samtímagögn varðandi verðmæti Aurum sýna að sök ákærðu í málinu sé engin. Þau gögn hefðu hins vegar ekki verið hluti af upphaflegu gögnum ákæruvaldsins. „Þegar farið er yfir málavexti er öllum ljóst að Glitnir minnkaði ótryggða áhættu sína með þessum viðskiptum og var betur settur en áður. Af hverju erum við þá hér í annað sinn? Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál og þær persónur sem tengjast því hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Auk þeirra Lárusar og Magnúsar eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var einn stærsti eigandi Glitnis, og Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Sex milljarða króna lánveiting bankans var notuð til að fjármagna kaup FS38 á 25,7 prósent hlut Fons, sem einnig var í eigu Pálma, í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited en það félag var ekki skráð í kauphöll.Einn milljarður millifærður Samkvæmt ákæru voru um 2,8 milljarðar af láni Glitnis til FS38 millifærðir til að greiða upp eftirstöðvar á láni Glitnis til Fons sem hafði verið veitt í nóvember 2007. Þá voru tveir milljarðar greiddir inn á reikning í eigu Fons, félaginu til frjálsrar ráðstöfunar, að því er segir í ákæru. Eftir stóðu þá 1,2 milljarðar sem voru lagðir inn á handveðsettan reikning Fons hjá markaðsviðskiptum Glitnis en peningarnir áttu að bæta tryggingastöðu félagsins hjá Glitni. Þann sama dag millifærði Glitnir svo einn milljarð af reikningi Fons inn á reikning í eigu Jóns Ásgeirs sem hann nýtti, samkvæmt ákæru, til þess að greiða upp rúmlega 700 milljóna króna ótryggða yfirdráttarskuld sína hjá Glitni.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. 19. október 2016 08:15