Aðstoðarforritin gætu leyst snjallsímana af Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2016 11:00 Adam Cheyer, meðstofnandi Siri, fór yfir það hvernig gervigreind virkar á fundinum. Vísir/GVA „Aðstoðarforrit sem byggja á gervigreind, viðmót eins og Siri, gætu orðið að næsta veraldarvefnum,“ þetta segir Adam Cheyer, einn af meðstofnendum Siri og sérfræðingur í gervigreind. Hann hélt ávarp á ráðstefnu Nýherja í gær, Gervigreind – meiri bylting en netið? Á tíu ára fresti breytist það hvernig fólk á í samskiptum við tölvur. Fyrst var það Windows, svo veraldarvefurinn, svo snjallsímar. iPhone fagnar tíu ára afmæli á næsta ári og að mati Cheyers eru aðstoðarforrit sem byggja á gervigreind, sem öll helstu tæknifyrirtæki í dag eru að þróa, það sem mun taka við af snjallsímunum. Aðstoðarforrit geta nýst í aðstæðum þar sem maður getur ekki notað snjallsíma, til dæmis við uppvaskið, eða þegar maður er að keyra. Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, setti ráðstefnuna. Hann benti á að í dag værum við að upplifa framfarir í tækni á meiri hraða en áður, og að tíminn sem við lifum væri líklega einn sá allra mest spennandi sem mannkynið hefur upplifað. „Það sem þótti vísindaskáldskapur fyrir nokkrum árum er orðið að raunveruleika, Amazon til dæmis sýnir okkur vörur sem okkur langar til að kaupa, áður en við vitum að við viljum þær,“ sagði Finnur. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað í gervigreind á síðustu fimm til sex árum. „Við erum í miðri gervigreindarsprengingu. Síðustu sex ár hafa verið ótrúleg fyrir gervigreind allt frá því að Siri-appið með raddstýrðu aðstoðarkerfi kom á markað árið 2010,“ segir Cheyer. „Ég hef unnið í gervigreind í þrjátíu ár og það eru framfarir sem hafa átt sér stað síðan þá sem ég átti ekki von á að myndu eiga sér stað á æviskeiði mínu,“ sagði Cheyer. Þrátt fyrir þessa miklu þróun benti Cheyer á að það séu mörg svið gervigreindar þar sem enn á eftir að leysa hvernig eigi að nýta greindina almennt. „Það er til dæmis búið að þróa gervigreind til að tölva geti unnið manneskju í GO en við kunnum ekki að láta sömu tölvuna vinna einhvern í skák í kjölfarið.“ Cheyer gerði grein fyrir þeirri átt sem gervigreind stefnir í. „Áður fyrr voru manneskjur að forrita allan kóða, en nú geta tölvur lært, til dæmis getur tölva fundið út úr því sjálf, án aðstoðar manneskju hvernig veðrið verður í Boston. Ég held að framtíðin byggi á samspili á milli fólks og gervigreindar í að forrita flókin prógrömm sem hvorugt gæti gert einn.“ Að mati Cheyers er fólk í auknum mæli að nýta sér gervigreind þar sem aðgangur að henni er auðveldari en áður. Hann benti á hvernig alls konar fyrirtæki væru nú að nýta sér gervigreind til að leysa vandamál sín. Cheyer svaraði spurningunni um það hvort við ættum að óttast gervigreind. Að mati Cheyers segir hann það vert að íhuga spurninguna og mögulega framþróun tækninnar en eins og málin standi núna sé ekki þörf á að óttast tæknina. Tengdar fréttir Mark Zuckerberg smíðar sinn eigin aðstoðarmann Stofnandi Facebook ætlar sér að hanna sinn eigin Jarvis úr Iron Man. 4. janúar 2016 13:17 Lætur gervigreind semja Íslendingasögur Helgi Páll Helgason hefur látið gervigreindarbúnað smíða Íslendingasögur með ágætum árangri. Fikrar sig nú í átt að handritum fyrir Hollywood-myndir og lagasmíðum. Gervigreindin náði stílbrigðum fornsagnanna ágætlega. 10. nóvember 2015 07:00 Google tekur slaginn við Apple og Samsung Nýr sími fyrirtækisins keyrir á gervigreind sem tengist gagnagrunni Google. 4. október 2016 18:36 Kínverjar ætla að skora á gervigreind Google Vilja að gervigreind þeirra keppi við AlphaGo í forna borðspilinu Go. 31. mars 2016 11:58 Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
„Aðstoðarforrit sem byggja á gervigreind, viðmót eins og Siri, gætu orðið að næsta veraldarvefnum,“ þetta segir Adam Cheyer, einn af meðstofnendum Siri og sérfræðingur í gervigreind. Hann hélt ávarp á ráðstefnu Nýherja í gær, Gervigreind – meiri bylting en netið? Á tíu ára fresti breytist það hvernig fólk á í samskiptum við tölvur. Fyrst var það Windows, svo veraldarvefurinn, svo snjallsímar. iPhone fagnar tíu ára afmæli á næsta ári og að mati Cheyers eru aðstoðarforrit sem byggja á gervigreind, sem öll helstu tæknifyrirtæki í dag eru að þróa, það sem mun taka við af snjallsímunum. Aðstoðarforrit geta nýst í aðstæðum þar sem maður getur ekki notað snjallsíma, til dæmis við uppvaskið, eða þegar maður er að keyra. Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, setti ráðstefnuna. Hann benti á að í dag værum við að upplifa framfarir í tækni á meiri hraða en áður, og að tíminn sem við lifum væri líklega einn sá allra mest spennandi sem mannkynið hefur upplifað. „Það sem þótti vísindaskáldskapur fyrir nokkrum árum er orðið að raunveruleika, Amazon til dæmis sýnir okkur vörur sem okkur langar til að kaupa, áður en við vitum að við viljum þær,“ sagði Finnur. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað í gervigreind á síðustu fimm til sex árum. „Við erum í miðri gervigreindarsprengingu. Síðustu sex ár hafa verið ótrúleg fyrir gervigreind allt frá því að Siri-appið með raddstýrðu aðstoðarkerfi kom á markað árið 2010,“ segir Cheyer. „Ég hef unnið í gervigreind í þrjátíu ár og það eru framfarir sem hafa átt sér stað síðan þá sem ég átti ekki von á að myndu eiga sér stað á æviskeiði mínu,“ sagði Cheyer. Þrátt fyrir þessa miklu þróun benti Cheyer á að það séu mörg svið gervigreindar þar sem enn á eftir að leysa hvernig eigi að nýta greindina almennt. „Það er til dæmis búið að þróa gervigreind til að tölva geti unnið manneskju í GO en við kunnum ekki að láta sömu tölvuna vinna einhvern í skák í kjölfarið.“ Cheyer gerði grein fyrir þeirri átt sem gervigreind stefnir í. „Áður fyrr voru manneskjur að forrita allan kóða, en nú geta tölvur lært, til dæmis getur tölva fundið út úr því sjálf, án aðstoðar manneskju hvernig veðrið verður í Boston. Ég held að framtíðin byggi á samspili á milli fólks og gervigreindar í að forrita flókin prógrömm sem hvorugt gæti gert einn.“ Að mati Cheyers er fólk í auknum mæli að nýta sér gervigreind þar sem aðgangur að henni er auðveldari en áður. Hann benti á hvernig alls konar fyrirtæki væru nú að nýta sér gervigreind til að leysa vandamál sín. Cheyer svaraði spurningunni um það hvort við ættum að óttast gervigreind. Að mati Cheyers segir hann það vert að íhuga spurninguna og mögulega framþróun tækninnar en eins og málin standi núna sé ekki þörf á að óttast tæknina.
Tengdar fréttir Mark Zuckerberg smíðar sinn eigin aðstoðarmann Stofnandi Facebook ætlar sér að hanna sinn eigin Jarvis úr Iron Man. 4. janúar 2016 13:17 Lætur gervigreind semja Íslendingasögur Helgi Páll Helgason hefur látið gervigreindarbúnað smíða Íslendingasögur með ágætum árangri. Fikrar sig nú í átt að handritum fyrir Hollywood-myndir og lagasmíðum. Gervigreindin náði stílbrigðum fornsagnanna ágætlega. 10. nóvember 2015 07:00 Google tekur slaginn við Apple og Samsung Nýr sími fyrirtækisins keyrir á gervigreind sem tengist gagnagrunni Google. 4. október 2016 18:36 Kínverjar ætla að skora á gervigreind Google Vilja að gervigreind þeirra keppi við AlphaGo í forna borðspilinu Go. 31. mars 2016 11:58 Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Mark Zuckerberg smíðar sinn eigin aðstoðarmann Stofnandi Facebook ætlar sér að hanna sinn eigin Jarvis úr Iron Man. 4. janúar 2016 13:17
Lætur gervigreind semja Íslendingasögur Helgi Páll Helgason hefur látið gervigreindarbúnað smíða Íslendingasögur með ágætum árangri. Fikrar sig nú í átt að handritum fyrir Hollywood-myndir og lagasmíðum. Gervigreindin náði stílbrigðum fornsagnanna ágætlega. 10. nóvember 2015 07:00
Google tekur slaginn við Apple og Samsung Nýr sími fyrirtækisins keyrir á gervigreind sem tengist gagnagrunni Google. 4. október 2016 18:36
Kínverjar ætla að skora á gervigreind Google Vilja að gervigreind þeirra keppi við AlphaGo í forna borðspilinu Go. 31. mars 2016 11:58