SHÍ – „Sex á móti ellefu“ Kristófer Már Maronsson skrifar 21. október 2016 09:00 Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Menntun þróast með okkur. Ef við erum dugleg að sinna henni þá blómstrar hún eins og hófsóley við lygnan læk. Ef við leyfum námsbókunum að safna ryki þá nær þekkingin aldrei að festa rætur sínar. Menntun okkar hrörnar. Einn daginn sitjum við eldhúsborðið, og ætlum að ræða um nám okkar, en munum einungis eftir því að við lærðum það. Ekkert er eftir nema minningin um gleymda þekkingu. Það gengur ekki að skilja menntun eftir í hirðuleysi. Hún þróast, svo lengi sem hlúð er að henni og fólk menntar sig. Sú menntun sem við hljótum er síðan m.a. undirstaða heilbrigðiskerfisins, nýsköpunar, tækniþróunar og verðmætasköpunar í samfélaginu. Góð menntun einstaklinga er grunnforsenda fyrir hagsæld og það þekkingarsamfélag sem við búum við i dag. En til þess að hægt sé að mennta fólk þarf að fjárfesta í menntun. Það þarf öfluga háskóla sem styðja og fræða öfluga nemendur. Skólarnir eru til staðar, en þeir þurfa að kljást við mikla undirfjármögnun. Þeir eru að bogna, en við viljum ekki að þeir bresti. Lítum nánar á vandann. Ríkið borgar misháar fjárhæðir fyrir mismunandi tegundir af menntun, sem er mjög eðlilegt. Sum menntun þarfnast meiri búnaðar og vettvangsreynslu en annað nám. Staðan er samt orðin virkilega slæm. Meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla er tæplega 1,3 milljónir króna. Ísland er þar langt á eftir nágrannaþjóðum sínum því framlagið nemur rúmlega 2,2 milljónum að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum. Reikniflokkarnir svokölluðu sem eru notaðir til þess að borga háskólunum fyrir nám eru snargallaðir og þá verður að endurskoða strax. Á myndinni má sjá reikniflokkana - hversu mikið er borgað fyrir hvern ársnema (hverjar 60 ECTS einingar). Benda má á að sálfræði er t.d. flokkuð í nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað hliðstætt nám. Sálfræði á auðvitað að vera í sama flokki og hjúkrunarnám og hliðstætt nám sem felst m.a. í þjálfun við meðhöndlun sjúklinga, líkt og sálfræðin er á norðurlöndunum. Til að útskýra mismunandi fjárhæðir á einfaldan máta þá má segja að því lægri sem fjárhæðirnar eru, því stærri kennsluhópum er gert ráð fyrir á hvern kennara, mismunandi tækjabúnaði og kennsluaðferðum. Sem dæmi, á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og sambærilegs náms þá er gert ráð fyrir um 24 nemendum á hvern kennara. Það er þó ekki raunin en flestir kennarar eru með mun stærri hópa, allt að 500 manns. Hvernig á kennari að kenna 500 manns öðruvísi en með einföldum fyrirlestri? Fyrirlestraformið er barn síns tíma og í dag er kennsla við bestu háskóla heims á þann hátt að nemendur taka mun meiri þátt í kennslustundinni. Reikniflokkarnir eru ekki eingöngu snargallaðir, heldur eru þeir að hamla kennsluþróun og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs er markmiðið að styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal annarra norrænna ríkja árið 2020. Ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 sýnir hins vegar að engan veginn er komið til móts við ofangreint markmið. Að meðaltali þurfa tveir nemendur á Íslandi að sætta sig við að vera jafngildir einum nemanda á norðurlöndunum. Við viljum standa öðrum norrænum þjóðum jafnfætis, en erum einungis hálfdrættingar þeirra. Hvert væri gengi íslenskrar knattspyrnu ef hún stæði í sömu sporum og íslenskt háskólakerfi. Við myndum heyja við norðurlöndin 90 mínútna orrustu á knattspyrnuvellinum, sex á móti ellefu - hvernig færi sá leikur? Ef fram fer sem horfir þá mun Ísland halda áfram að dragast aftur úr. Ef við miðum við stöðu mála í dag, þá eru meiri líkur á að þrír eða fjórir íslenskir leikmenn keppi gegn fullmönnuðu liði norðurlanda, heldur en að það bætist í. Kannski endar markmaðurinn einn eftir. Það er spurning hversu mikils er hægt að ætlast til af Hannesi einum. Ef þú telur að háskólanemendur á Íslandi eigi ekki að sitja eftir. Ef þú telur að við eigum ekki að vera hálfdrættingur annarra norðurlanda. Ef þú vilt láta verkin tala þá bendi ég þér á að skrifa undir á haskolarnir.is og skora á verðandi alþingismenn að bregðast við strax. Uppfyllum þau markmið sem sett hafa verið og setjum framtíð Íslands á oddinn. Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Tengdar fréttir LHÍ - "Feitur þeytingur“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 19. október 2016 09:00 SFHR - „Fjárfestum í menntun“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 20. október 2016 09:00 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Menntun þróast með okkur. Ef við erum dugleg að sinna henni þá blómstrar hún eins og hófsóley við lygnan læk. Ef við leyfum námsbókunum að safna ryki þá nær þekkingin aldrei að festa rætur sínar. Menntun okkar hrörnar. Einn daginn sitjum við eldhúsborðið, og ætlum að ræða um nám okkar, en munum einungis eftir því að við lærðum það. Ekkert er eftir nema minningin um gleymda þekkingu. Það gengur ekki að skilja menntun eftir í hirðuleysi. Hún þróast, svo lengi sem hlúð er að henni og fólk menntar sig. Sú menntun sem við hljótum er síðan m.a. undirstaða heilbrigðiskerfisins, nýsköpunar, tækniþróunar og verðmætasköpunar í samfélaginu. Góð menntun einstaklinga er grunnforsenda fyrir hagsæld og það þekkingarsamfélag sem við búum við i dag. En til þess að hægt sé að mennta fólk þarf að fjárfesta í menntun. Það þarf öfluga háskóla sem styðja og fræða öfluga nemendur. Skólarnir eru til staðar, en þeir þurfa að kljást við mikla undirfjármögnun. Þeir eru að bogna, en við viljum ekki að þeir bresti. Lítum nánar á vandann. Ríkið borgar misháar fjárhæðir fyrir mismunandi tegundir af menntun, sem er mjög eðlilegt. Sum menntun þarfnast meiri búnaðar og vettvangsreynslu en annað nám. Staðan er samt orðin virkilega slæm. Meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla er tæplega 1,3 milljónir króna. Ísland er þar langt á eftir nágrannaþjóðum sínum því framlagið nemur rúmlega 2,2 milljónum að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum. Reikniflokkarnir svokölluðu sem eru notaðir til þess að borga háskólunum fyrir nám eru snargallaðir og þá verður að endurskoða strax. Á myndinni má sjá reikniflokkana - hversu mikið er borgað fyrir hvern ársnema (hverjar 60 ECTS einingar). Benda má á að sálfræði er t.d. flokkuð í nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað hliðstætt nám. Sálfræði á auðvitað að vera í sama flokki og hjúkrunarnám og hliðstætt nám sem felst m.a. í þjálfun við meðhöndlun sjúklinga, líkt og sálfræðin er á norðurlöndunum. Til að útskýra mismunandi fjárhæðir á einfaldan máta þá má segja að því lægri sem fjárhæðirnar eru, því stærri kennsluhópum er gert ráð fyrir á hvern kennara, mismunandi tækjabúnaði og kennsluaðferðum. Sem dæmi, á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og sambærilegs náms þá er gert ráð fyrir um 24 nemendum á hvern kennara. Það er þó ekki raunin en flestir kennarar eru með mun stærri hópa, allt að 500 manns. Hvernig á kennari að kenna 500 manns öðruvísi en með einföldum fyrirlestri? Fyrirlestraformið er barn síns tíma og í dag er kennsla við bestu háskóla heims á þann hátt að nemendur taka mun meiri þátt í kennslustundinni. Reikniflokkarnir eru ekki eingöngu snargallaðir, heldur eru þeir að hamla kennsluþróun og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs er markmiðið að styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal annarra norrænna ríkja árið 2020. Ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 sýnir hins vegar að engan veginn er komið til móts við ofangreint markmið. Að meðaltali þurfa tveir nemendur á Íslandi að sætta sig við að vera jafngildir einum nemanda á norðurlöndunum. Við viljum standa öðrum norrænum þjóðum jafnfætis, en erum einungis hálfdrættingar þeirra. Hvert væri gengi íslenskrar knattspyrnu ef hún stæði í sömu sporum og íslenskt háskólakerfi. Við myndum heyja við norðurlöndin 90 mínútna orrustu á knattspyrnuvellinum, sex á móti ellefu - hvernig færi sá leikur? Ef fram fer sem horfir þá mun Ísland halda áfram að dragast aftur úr. Ef við miðum við stöðu mála í dag, þá eru meiri líkur á að þrír eða fjórir íslenskir leikmenn keppi gegn fullmönnuðu liði norðurlanda, heldur en að það bætist í. Kannski endar markmaðurinn einn eftir. Það er spurning hversu mikils er hægt að ætlast til af Hannesi einum. Ef þú telur að háskólanemendur á Íslandi eigi ekki að sitja eftir. Ef þú telur að við eigum ekki að vera hálfdrættingur annarra norðurlanda. Ef þú vilt láta verkin tala þá bendi ég þér á að skrifa undir á haskolarnir.is og skora á verðandi alþingismenn að bregðast við strax. Uppfyllum þau markmið sem sett hafa verið og setjum framtíð Íslands á oddinn. Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture
LHÍ - "Feitur þeytingur“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 19. október 2016 09:00
SFHR - „Fjárfestum í menntun“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 20. október 2016 09:00
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun