Fótbolti

Dóra María: Bý yfir reynslu úr flugfreyjustarfinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dóra María Lárusdóttir, leikmaður Vals í Pepsi-deild kvenna, er með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í Changqing þar sem það tekur þátt í fjögurra þjóða æfingamóti.

Fyrsti leikurinn fer fram á fimmtudaginn þegar Ísland mætir gestgjöfum Kína, en Dóra María er ánægð með aðstæðurnar jafnt innan sem utan vallar.

Sjá einnig:Elísa: Ótrúlega flott en við þurfum að pissa í holur

„Þetta er framar vonum. Maður vissi ekkert alveg við hverju maður átti að búast. Maður var búinn að heyra misjafnar sögur en hótelið er bara fínt og okkur gengur vel að nærast,“ segir Dóra María við heimasíðu KSÍ.

Tíu tíma munur er á Changqing og Íslandi en það er ekki eitthvað sem hefur áhrif á Dóru Maríu þó aðrir leikmenn eigi í vandræðum með að jafna sig eftir langt ferðalag.

„Ég hef aldrei átt í vandræðum með svefn þannig ég var ekki lengi að ná mér á rétt strik en sumar eru í einhverjum vandræðum,“ segir Dóra María.

„Við komum frekar snemma þó sumar séu enn að skila sér. Við sem komum á undan erum búnar að vera hérna í fjóra daga þannig það ætti að skila sér. Svo bý ég náttúrlega yfir flugfreyjureynslunni. Ég er vön því að vera að ferðast fram og til baka með Icelandair til Ameríku,“ segir Dóra María Lárusdóttir.

Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan en það hest á 1:13.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×