Andy Murray vann Shanghai Masters Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 13:30 Andy Murray fagnar titli númer 41 á ferlinum. Andy Murray fagnaði sínum fertugasta og fyrsta titli á ferlinum í nótt þegar hann sigraði á Shanghai Masters mótinu. Hinn skoski Murray er í öðru sæti heimslistans og mætti Spánverjanum Roberto Bautista Agut í úrslitaleiknum í Shanghai. Agut, sem er í 15.sæti heimslistans, lagði Novak Djokovic í undanúrslitum en Djokovic hefur verið konungur tennisins undanfarin ár. Fyrsta settið var jafnt og spennandi en Murray vann á endanum 7-6 eftir að hafa unnið upphækkunina 7-1. Annað settið var ekki eins jafnt og það fyrsta og komst Murray í 5-1 áður en hann kláraði síðasta leikinn og þar með settið 6-1. Gríðarlegar fastar uppgjafir og örugg framhandarskot lögðu grunninn fyrir Murray sem þurfti töluvert að hafa fyrir sigrinum í fyrsta settinu þar sem Agut spilaði af sama krafti og þegar hann lagði Djokovic í undanúrslitaleiknum í fyrrinótt. Leikurinn er sá tíundi í röð sem Murray vinnur en hann stóð einnig uppi sem sigurvegari á Opna Kínverska mótinu í Peking um síðustu helgi. Murray er nú aðeins 915 stigum á eftir Djokovic á heimslistanum og hefur minnkað bilið á Serbann undanfarnar vikur. Eins og áður segir þá var titillinn sá fertugasti og fyrsti í röðinni hjá Murray sem á þó enn töluvert í land með að ná Djokovic í fjölda titla. Serbinn hefur alls unnið 66 titla á ferlinum. Erlendar Íþróttir Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira
Andy Murray fagnaði sínum fertugasta og fyrsta titli á ferlinum í nótt þegar hann sigraði á Shanghai Masters mótinu. Hinn skoski Murray er í öðru sæti heimslistans og mætti Spánverjanum Roberto Bautista Agut í úrslitaleiknum í Shanghai. Agut, sem er í 15.sæti heimslistans, lagði Novak Djokovic í undanúrslitum en Djokovic hefur verið konungur tennisins undanfarin ár. Fyrsta settið var jafnt og spennandi en Murray vann á endanum 7-6 eftir að hafa unnið upphækkunina 7-1. Annað settið var ekki eins jafnt og það fyrsta og komst Murray í 5-1 áður en hann kláraði síðasta leikinn og þar með settið 6-1. Gríðarlegar fastar uppgjafir og örugg framhandarskot lögðu grunninn fyrir Murray sem þurfti töluvert að hafa fyrir sigrinum í fyrsta settinu þar sem Agut spilaði af sama krafti og þegar hann lagði Djokovic í undanúrslitaleiknum í fyrrinótt. Leikurinn er sá tíundi í röð sem Murray vinnur en hann stóð einnig uppi sem sigurvegari á Opna Kínverska mótinu í Peking um síðustu helgi. Murray er nú aðeins 915 stigum á eftir Djokovic á heimslistanum og hefur minnkað bilið á Serbann undanfarnar vikur. Eins og áður segir þá var titillinn sá fertugasti og fyrsti í röðinni hjá Murray sem á þó enn töluvert í land með að ná Djokovic í fjölda titla. Serbinn hefur alls unnið 66 titla á ferlinum.
Erlendar Íþróttir Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira