Ný tækifæri fyrir Ísland vegna útgöngu Breta úr ESB Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. október 2016 16:27 Lilja Alfreðsdóttir hélt ræðu í gær í Háskóla Reykjavíkur um útgöngu Breta úr ES. Vísir Nýr starfsmaður verður ráðinn í sendiráð Íslands í Bretlandi sem mun hafa það eina starf að sinna hagsmunagæslu Íslands vegna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra á fundi sem var haldinn í Háskólanum í Reykjavík um lagaleg áhrif útgöngun Bretlands úr ES í gær. Lilja sagði að með útgöngu Bretlands sköpuðust ýmis tækifæri fyrir Ísland en á síðasta ári voru um 12% af útfluttum vörum og þjónustu seld til Bretlands. Auk þess er talið að um 19% erlendra ferðamanna hér á landi séu Bretar. Um sex þúsund flugferðir eru á milli landanna á hverju ári. „Fyrir Ísland eru miklir hagsmunir undir og við ætlum að gera allt sem við getum til að tryggja þá. Það er mjög mikilvægt að við sýnum frumkvæði í málinu, en sitjum ekki og bíðum þess sem verða vill. Við erum í góðum samskiptum við Breta, en einnig aðrar þjóðir sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta - til dæmis Noreg og Sviss sem eru samherjar okkar innan EFTA þar sem Ísland fer nú með formennsku. BREXIT er efst á dagskránni hjá okkur á þeim vettvangi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Tækifæri vegna breytinga á fiskveiðistjórnunLilja sagði einnig að lagalega væri töluverð óvissa sem fylgdi útgöngu Breta úr ES. Þá sérstaklega hvað varðar búsetu- og starfsréttindi fólks, fjármagnsflutninga á milli landanna og sameiginlegar reglur þeirra sem hafa aðgang að innri markaði Evrópu. Mikil óvissa væri sem stendur hvaða áhrif útganga þeirra mun hafa á samskipti landanna og hvað varðar EES-samninginn. Þetta kæmi skýrt fram með lækkun pundsins á alþjóða markaði. Lilja sagði að sérstaklega þyrfti að fylgjast með mögulegum breytingum á fiskveiðistjórnun Breta sem mögulega þurfa ekki lengur að undirgangast sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þar gætu mögulega verið tækifæri fyrir Ísland „Öllum er ljóst að áhrifa BREXIT mun gæta víða. Alþjóðaviðskipti fara sífellt vaxandi, samkeppnin er hörð og máttur neytenda er mikill. Það verður afar áhugavert að sjá hver framvindan verður og hvort þetta stóra skref verði farsælt fyrir Breta eða ekki. Fyrir Ísland er mikilvægt að Evrópumarkaðurinn verði áfram sterkur en að sama skapi gæti BREXIT leitt til aukinnar alþjóðavæðingar og styrkt Alþjóðaviðskiptastofnunina í sessi.“ Brexit Tengdar fréttir Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18 Skiptar skoðanir um framtíð krónunnar Forystufólk í stærstu flokkum landsins er ósammála um hvort óbreytt króna, myntráð eða evra tryggi efnahagslegan stöðugleika. 5. október 2016 11:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Nýr starfsmaður verður ráðinn í sendiráð Íslands í Bretlandi sem mun hafa það eina starf að sinna hagsmunagæslu Íslands vegna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra á fundi sem var haldinn í Háskólanum í Reykjavík um lagaleg áhrif útgöngun Bretlands úr ES í gær. Lilja sagði að með útgöngu Bretlands sköpuðust ýmis tækifæri fyrir Ísland en á síðasta ári voru um 12% af útfluttum vörum og þjónustu seld til Bretlands. Auk þess er talið að um 19% erlendra ferðamanna hér á landi séu Bretar. Um sex þúsund flugferðir eru á milli landanna á hverju ári. „Fyrir Ísland eru miklir hagsmunir undir og við ætlum að gera allt sem við getum til að tryggja þá. Það er mjög mikilvægt að við sýnum frumkvæði í málinu, en sitjum ekki og bíðum þess sem verða vill. Við erum í góðum samskiptum við Breta, en einnig aðrar þjóðir sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta - til dæmis Noreg og Sviss sem eru samherjar okkar innan EFTA þar sem Ísland fer nú með formennsku. BREXIT er efst á dagskránni hjá okkur á þeim vettvangi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Tækifæri vegna breytinga á fiskveiðistjórnunLilja sagði einnig að lagalega væri töluverð óvissa sem fylgdi útgöngu Breta úr ES. Þá sérstaklega hvað varðar búsetu- og starfsréttindi fólks, fjármagnsflutninga á milli landanna og sameiginlegar reglur þeirra sem hafa aðgang að innri markaði Evrópu. Mikil óvissa væri sem stendur hvaða áhrif útganga þeirra mun hafa á samskipti landanna og hvað varðar EES-samninginn. Þetta kæmi skýrt fram með lækkun pundsins á alþjóða markaði. Lilja sagði að sérstaklega þyrfti að fylgjast með mögulegum breytingum á fiskveiðistjórnun Breta sem mögulega þurfa ekki lengur að undirgangast sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þar gætu mögulega verið tækifæri fyrir Ísland „Öllum er ljóst að áhrifa BREXIT mun gæta víða. Alþjóðaviðskipti fara sífellt vaxandi, samkeppnin er hörð og máttur neytenda er mikill. Það verður afar áhugavert að sjá hver framvindan verður og hvort þetta stóra skref verði farsælt fyrir Breta eða ekki. Fyrir Ísland er mikilvægt að Evrópumarkaðurinn verði áfram sterkur en að sama skapi gæti BREXIT leitt til aukinnar alþjóðavæðingar og styrkt Alþjóðaviðskiptastofnunina í sessi.“
Brexit Tengdar fréttir Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18 Skiptar skoðanir um framtíð krónunnar Forystufólk í stærstu flokkum landsins er ósammála um hvort óbreytt króna, myntráð eða evra tryggi efnahagslegan stöðugleika. 5. október 2016 11:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18
Skiptar skoðanir um framtíð krónunnar Forystufólk í stærstu flokkum landsins er ósammála um hvort óbreytt króna, myntráð eða evra tryggi efnahagslegan stöðugleika. 5. október 2016 11:00