Krónan er vandinn, Evrópa er lausnin Oddný G. Harðardóttir skrifar 15. október 2016 07:00 „Þetta verður ákvörðun sem varðar ungt fólk og framtíð þess. Því er nauðsynlegt að upplýsingar um Evrópumál verði ungu fólki aðgengilegar. Opnun Evrópustofu er stórt lýðræðislegt skref. Lýðræðið þrífst jú ekki án upplýsinga. Ég vænti þess að Evrópustofa stuðli að upplýstri og góðri umræðu um þessi mikilvægu mál.“ Ég fór með stutta tölu við opnun Evrópustofu árið 2012 og var þá enn vongóð um að aðildarviðræður við Evrópusambandið myndu skila okkur samningi sem þjóðin gæti kosið um. Þá var ég fjármálaráðherra og von mín sú að ungt fólk á Íslandi myndi sannfærast um, eftir að hafa kynnt sér málið, að framtíðin felur í sér meira samstarf Íslands á alþjóðavísu og stöðugra umhverfi fyrir sífellt flóknara atvinnulíf.Verðum að lækka vextiÞað eru nefnilega gríðarlegir hagsmunir undir. Við höfum siglt ólgusjó vegna krónunnar, sem leiðir okkur upp í hæstu hæðir og aftur niður í öldudali. Þetta hefur ekki bara áhrif á rekstur fyrirtækja, heldur líka rekstur heimila sem þurfa að bera kostnaðinn af himinháum vöxtum og verðtryggingu. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru, myndu vextir lækka, verðtrygging verða úrelt og óþörf. Allt varðar þetta almannahag og framtíð fólks og atvinnulífsins hér á landi. Það hefur verið reiknað út að með lægri vöxtum sparist um 100 milljarðar króna vegna húsnæðislána, og að ríkið sparaði sér 45 milljarða og fyrirtækin í landinu 65 milljarða. Það er alveg auðséð við gætum nýtt þá 200 milljarða í ýmislegt annað og þarfara en vexti. Hingað til hefur enginn kynnt betri eða öruggari leið til að koma á stöðugleika en að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna. Við eigum að klára samningana við Evrópusambandið því í þeim felast tækifærin fyrir framtíðina og komandi kynslóðir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
„Þetta verður ákvörðun sem varðar ungt fólk og framtíð þess. Því er nauðsynlegt að upplýsingar um Evrópumál verði ungu fólki aðgengilegar. Opnun Evrópustofu er stórt lýðræðislegt skref. Lýðræðið þrífst jú ekki án upplýsinga. Ég vænti þess að Evrópustofa stuðli að upplýstri og góðri umræðu um þessi mikilvægu mál.“ Ég fór með stutta tölu við opnun Evrópustofu árið 2012 og var þá enn vongóð um að aðildarviðræður við Evrópusambandið myndu skila okkur samningi sem þjóðin gæti kosið um. Þá var ég fjármálaráðherra og von mín sú að ungt fólk á Íslandi myndi sannfærast um, eftir að hafa kynnt sér málið, að framtíðin felur í sér meira samstarf Íslands á alþjóðavísu og stöðugra umhverfi fyrir sífellt flóknara atvinnulíf.Verðum að lækka vextiÞað eru nefnilega gríðarlegir hagsmunir undir. Við höfum siglt ólgusjó vegna krónunnar, sem leiðir okkur upp í hæstu hæðir og aftur niður í öldudali. Þetta hefur ekki bara áhrif á rekstur fyrirtækja, heldur líka rekstur heimila sem þurfa að bera kostnaðinn af himinháum vöxtum og verðtryggingu. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru, myndu vextir lækka, verðtrygging verða úrelt og óþörf. Allt varðar þetta almannahag og framtíð fólks og atvinnulífsins hér á landi. Það hefur verið reiknað út að með lægri vöxtum sparist um 100 milljarðar króna vegna húsnæðislána, og að ríkið sparaði sér 45 milljarða og fyrirtækin í landinu 65 milljarða. Það er alveg auðséð við gætum nýtt þá 200 milljarða í ýmislegt annað og þarfara en vexti. Hingað til hefur enginn kynnt betri eða öruggari leið til að koma á stöðugleika en að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna. Við eigum að klára samningana við Evrópusambandið því í þeim felast tækifærin fyrir framtíðina og komandi kynslóðir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun