Stærstu lið Norðurlanda verða hluti af nýrri ofurdeild í Evrópu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 10:30 Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason spilar með Malmö. vísir/getty Stærstu fótboltalið Norðurlanda gætu yfirgefið sínar deildir eftir nokkur ár og einbeitt sér að því að spila í nýrri ofurdeild á meginlandi Evrópu. Viðræður eru nú þegar hafnar. Danska dagblaðið BT greinir frá því í morgun að viðræður stórliðsins FCK í Kaupmannahöfn við forráðamenn nýju deildarinnar eru nú þegar hafnar og SVT í Svíþjóð segir frá því að Malmö, lið Kára Árnasonar, er einnig að íhuga alvarlega að taka þátt í nýju deildinni. Auk liðanna á Norðurlöndum verða í nýju deildinni stórlið frá Hollandi, Belgíu og Skotlandi og þar er um að ræða stærstu lið landanna. Ajax og PSV verða frá Hollandi, Anderlecht og Club Brugge frá Belgíu, Celtic og Rangers frá Skotlandi og svo Rosenborg frá Noregi. Einnig hefur verið haft samband við Bröndby, samkvæmt frétt BT. Ekki verður hægt að hefja leik í nýrri deild fyrr en 2021 þegar ríkjandi samningur um Meistaradeildina rennur út en eftir það virðist nokkuð líklegt að þessi nýja deild verði að veruleika. Liðin sem ætla að taka þátt í henni eru verulega hrædd um að missa af lestinni í baráttunni við stóru strákana á Englandi, Spáni, Þýskalandi og Ítalíu. „Ef við bregðumst ekki við þá verða stóru félögin bara stærri og sterkari og allt verður erfiðara fyrir félag eins og okkur. Við verðum að horfa til möguleika okkar á alþjóða vettvangi,“ segir Anders Hörsholt, framkvæmdastjóri FC Kaupmannahafnar, í viðtali við BT. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að gera til að verða samkeppnishæfir. Vissulega gæti þetta orðið til þess að FCK búi til nýja Evrópudeild og hætti deildunum í sínum heimalöndum,“ segir Hörsholt. Malmö-menn vildu ekkert ræða við SVT þegar haft var samband við þá. Niclas Carlén sagði við sænska ríkisútvarpið að þetta væri enn á viðræðustigi og yrði frekar rætt á næsta ársþingi sænsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Stærstu fótboltalið Norðurlanda gætu yfirgefið sínar deildir eftir nokkur ár og einbeitt sér að því að spila í nýrri ofurdeild á meginlandi Evrópu. Viðræður eru nú þegar hafnar. Danska dagblaðið BT greinir frá því í morgun að viðræður stórliðsins FCK í Kaupmannahöfn við forráðamenn nýju deildarinnar eru nú þegar hafnar og SVT í Svíþjóð segir frá því að Malmö, lið Kára Árnasonar, er einnig að íhuga alvarlega að taka þátt í nýju deildinni. Auk liðanna á Norðurlöndum verða í nýju deildinni stórlið frá Hollandi, Belgíu og Skotlandi og þar er um að ræða stærstu lið landanna. Ajax og PSV verða frá Hollandi, Anderlecht og Club Brugge frá Belgíu, Celtic og Rangers frá Skotlandi og svo Rosenborg frá Noregi. Einnig hefur verið haft samband við Bröndby, samkvæmt frétt BT. Ekki verður hægt að hefja leik í nýrri deild fyrr en 2021 þegar ríkjandi samningur um Meistaradeildina rennur út en eftir það virðist nokkuð líklegt að þessi nýja deild verði að veruleika. Liðin sem ætla að taka þátt í henni eru verulega hrædd um að missa af lestinni í baráttunni við stóru strákana á Englandi, Spáni, Þýskalandi og Ítalíu. „Ef við bregðumst ekki við þá verða stóru félögin bara stærri og sterkari og allt verður erfiðara fyrir félag eins og okkur. Við verðum að horfa til möguleika okkar á alþjóða vettvangi,“ segir Anders Hörsholt, framkvæmdastjóri FC Kaupmannahafnar, í viðtali við BT. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að gera til að verða samkeppnishæfir. Vissulega gæti þetta orðið til þess að FCK búi til nýja Evrópudeild og hætti deildunum í sínum heimalöndum,“ segir Hörsholt. Malmö-menn vildu ekkert ræða við SVT þegar haft var samband við þá. Niclas Carlén sagði við sænska ríkisútvarpið að þetta væri enn á viðræðustigi og yrði frekar rætt á næsta ársþingi sænsku úrvalsdeildarinnar.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira