Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 09:00 Lars Lagerbäck gæti vafalítið komið hlutunum í lag hjá Noregi. vísir/vilhelm Norska landsliðið í fótbolta hefur sjaldan verið slakara en um þessar mundir. Liðið tapaði fyrir Aserbaídjan í undankeppni HM 2018 um helgina og kreisti fram sigur gegn smáríkinu San Marinó sem skoraði sitt fyrsta útivallarmark í fimmtán ár gegn Norðmönnum á Ullevål. Norskir sparkspekingar gera lítið annað en að tæta norska liðið og norskan fótbolta að stóru leyti í sig þessa dagana og er landsliðsþjálfarinn Per-Mathias Högmo heldur betur valtur í sessi. Búist er við að Högmo verði látinn fara og að nýr þjálfari stýri norska landsliðinu síðasta mótsleik ársins gegn Tékklandi ytra í byrjun nóvember. Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, er sá maður sem oftast er talað um þegar rætt er um eftirmann Högmo en Egil „Drillo“ Olsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, vill fá Svíann Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og íslands.Niður fyrir Færeyjar Norska liðið náði sínum langbesta árangri í sögunni með Drillo við stjórnvölinn um aldamótin en hann benti á Lars í viðtali við norska fjölmiðla þegar mögulegur eftirmaður Högmo var til umræðu. „Þjálfari sem ég ber mikla virðingu fyrir er Lars Lagerbäck. Ég veit ekki hvort hann er inn í myndinni en hann er þjálfari sem Noregur þarf á að halda,“ sagði Drillo. Noregur er í svo sögulegri lægð að það fer niður fyrir Færeyjar á næsta heimslista en þar verður Ísland í 21. sæti, langefst allra Norðurlandaþjóðanna.Ísland bætir sinn eigin árangur um eitt sæti en undir stjórn Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar komst liðið hæst í 22. sæti eftir frábæran árangur á Evrópumótinu í Frakklandi. Lars Lagerbäck starfar nú hjá sænska knattspyrnusambandinu og vinnur með sænska landsliðinu í undankeppni HM 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Sjá meira
Norska landsliðið í fótbolta hefur sjaldan verið slakara en um þessar mundir. Liðið tapaði fyrir Aserbaídjan í undankeppni HM 2018 um helgina og kreisti fram sigur gegn smáríkinu San Marinó sem skoraði sitt fyrsta útivallarmark í fimmtán ár gegn Norðmönnum á Ullevål. Norskir sparkspekingar gera lítið annað en að tæta norska liðið og norskan fótbolta að stóru leyti í sig þessa dagana og er landsliðsþjálfarinn Per-Mathias Högmo heldur betur valtur í sessi. Búist er við að Högmo verði látinn fara og að nýr þjálfari stýri norska landsliðinu síðasta mótsleik ársins gegn Tékklandi ytra í byrjun nóvember. Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, er sá maður sem oftast er talað um þegar rætt er um eftirmann Högmo en Egil „Drillo“ Olsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, vill fá Svíann Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og íslands.Niður fyrir Færeyjar Norska liðið náði sínum langbesta árangri í sögunni með Drillo við stjórnvölinn um aldamótin en hann benti á Lars í viðtali við norska fjölmiðla þegar mögulegur eftirmaður Högmo var til umræðu. „Þjálfari sem ég ber mikla virðingu fyrir er Lars Lagerbäck. Ég veit ekki hvort hann er inn í myndinni en hann er þjálfari sem Noregur þarf á að halda,“ sagði Drillo. Noregur er í svo sögulegri lægð að það fer niður fyrir Færeyjar á næsta heimslista en þar verður Ísland í 21. sæti, langefst allra Norðurlandaþjóðanna.Ísland bætir sinn eigin árangur um eitt sæti en undir stjórn Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar komst liðið hæst í 22. sæti eftir frábæran árangur á Evrópumótinu í Frakklandi. Lars Lagerbäck starfar nú hjá sænska knattspyrnusambandinu og vinnur með sænska landsliðinu í undankeppni HM 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Sjá meira