„Barnið mitt er ódýrara en barnið þitt" Þórdís Valsdóttir skrifar 12. október 2016 18:27 „Barnið mitt er ódýrara en barnið þitt," sagði móðir stúlku sem fæddist þann 14. október við móður drengsins sem fæddist rétt eftir miðnætti þann 15. október. Nánar tiltekið allt að 1,2 milljónum króna ódýrara - að mati ríkisstjórnarinnar. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi voru hækkaðar umtalsvert í síðustu viku og miðast gildistaka reglugerðarinnar við börn sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur, 15. október. Ég fagna þessari breytingu en er skilin eftir með þá hugsun að barnið mitt, sem er tæplega tveggja mánaða, sé annars flokks. Fyrir mér er barnið mitt auðvitað fyrsta flokks en með þessum reglum fæ ég þau skilaboð frá stjórnvöldum að hún sé annars flokks vegna þess að vinkona mín, sem eignast barn í næstu viku, fær allt að 130 þúsund krónum hærri greiðslu á mánuði en ég. Ég skil að einhvers staðar þurfi að draga mörkin og þar er mikilvægt að við, foreldrarnir, drögum mörkin. Það er mikilvægt að mitt barn fái aldrei þau skilaboð að það sé annars flokks, jafnvel þó ég fái þau skilaboð. Að mínu mati ætti breyting sem þessi að taka gildi um áramót eins og venja ber til og hefur tíðkast. Ef ákvörðun er tekin um að hækkunin taki gildi frá annarri tiltekinni dagsetningu þá ætti hún að gilda fyrir alla þá sem eiga eftir að þiggja greiðslur frá sjóðnum frá gildistöku reglugerðarinnar. Árni Páll Árnason gerði breytinguna að umtalsefni á Alþingi í dag og ég vil vitna í hann. „Hvaða rugl er þetta?". Í dag braut Unnur Brá Konráðsdóttir í blað í sögu Alþingis þegar hún gaf barni sínu brjóst í ræðustóli og sendi þar með þeim mæðrum, sem heima sitja og reyna að halda öllu gangandi og vilja með engu móti missa af börnum sínum vegna vinnu og skyldna, mikilvæg og góð skilaboð. Ég vænti þess að þeir sem hafa fjárveitingarvald og hinn ágæti ráðherra Eygló Harðardóttir nái því í gegn að jafnrétti ríki um greiðslur úr fæðingarorlofssjóði svo að börn séu ekki dregin í dilka eins og nú er gert við sauðfé landsins. Ég finn til með þeim konum sem eru á steypinum með krosslagðar lappir að vonast til þess að barnið þeirra komi ekki í heiminn fyrr en eftir miðnætti á föstudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
„Barnið mitt er ódýrara en barnið þitt," sagði móðir stúlku sem fæddist þann 14. október við móður drengsins sem fæddist rétt eftir miðnætti þann 15. október. Nánar tiltekið allt að 1,2 milljónum króna ódýrara - að mati ríkisstjórnarinnar. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi voru hækkaðar umtalsvert í síðustu viku og miðast gildistaka reglugerðarinnar við börn sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur, 15. október. Ég fagna þessari breytingu en er skilin eftir með þá hugsun að barnið mitt, sem er tæplega tveggja mánaða, sé annars flokks. Fyrir mér er barnið mitt auðvitað fyrsta flokks en með þessum reglum fæ ég þau skilaboð frá stjórnvöldum að hún sé annars flokks vegna þess að vinkona mín, sem eignast barn í næstu viku, fær allt að 130 þúsund krónum hærri greiðslu á mánuði en ég. Ég skil að einhvers staðar þurfi að draga mörkin og þar er mikilvægt að við, foreldrarnir, drögum mörkin. Það er mikilvægt að mitt barn fái aldrei þau skilaboð að það sé annars flokks, jafnvel þó ég fái þau skilaboð. Að mínu mati ætti breyting sem þessi að taka gildi um áramót eins og venja ber til og hefur tíðkast. Ef ákvörðun er tekin um að hækkunin taki gildi frá annarri tiltekinni dagsetningu þá ætti hún að gilda fyrir alla þá sem eiga eftir að þiggja greiðslur frá sjóðnum frá gildistöku reglugerðarinnar. Árni Páll Árnason gerði breytinguna að umtalsefni á Alþingi í dag og ég vil vitna í hann. „Hvaða rugl er þetta?". Í dag braut Unnur Brá Konráðsdóttir í blað í sögu Alþingis þegar hún gaf barni sínu brjóst í ræðustóli og sendi þar með þeim mæðrum, sem heima sitja og reyna að halda öllu gangandi og vilja með engu móti missa af börnum sínum vegna vinnu og skyldna, mikilvæg og góð skilaboð. Ég vænti þess að þeir sem hafa fjárveitingarvald og hinn ágæti ráðherra Eygló Harðardóttir nái því í gegn að jafnrétti ríki um greiðslur úr fæðingarorlofssjóði svo að börn séu ekki dregin í dilka eins og nú er gert við sauðfé landsins. Ég finn til með þeim konum sem eru á steypinum með krosslagðar lappir að vonast til þess að barnið þeirra komi ekki í heiminn fyrr en eftir miðnætti á föstudag.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun