Neytendasamtökin á krossgötum Ólafur Arnarson skrifar 13. október 2016 07:00 Fram undan er þing Neytendasamtakanna, sem haldið verður laugardaginn 22. október. Jóhannes Gunnarsson, sem leitt hefur samtökin um árabil, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og því verður kosinn nýr formaður á þinginu. Ég er einn fimm frambjóðenda. Að mörgu leyti má segja að Neytendasamtökin standi á krossgötum. Starfið undanfarin ár hefur að mörgu leyti verið farsælt þó að enn sé lengt í land með að réttur neytenda hér á landi sé virtur og hagsmunir neytenda í fyrirrúmi hafðir, t.d. við lagasetningu og mótun starfsumhverfis einstakra atvinnugreina. Má þar sem dæmi nefna fjármálaþjónustu og landbúnað, líkt og nýgerðir búvörusamningar og -lög bera glöggt vitni um. Neytendasamtökin eru ekki stjórnvald heldur frjáls félagasamtök. Starf þeirra felst að verulegu leyti í því að halda á lofti hagsmunum neytenda og berjast fyrir rétti þeirra. Eitt mikilvægasta verkefni Neytendasamtakanna lýtur að því að því að neytendur á Íslandi séu vel upplýstir. Upplýstir t.d. um uppruna matvöru, innihald hennar og næringarinnihald. Í þessu efni skipta upplýsingar á umbúðum höfuðmáli. Ekki skiptir minna máli að neytendur séu upplýstir um rétt sinn. Staða neytenda á íslenskum fjármálamarkaði er afleit vegna ógegnsæi og fákeppni, sem hefur leitt af sér lakari kjör lántakenda hér á landi en annars staðar og óeðlilega gjaldtöku í bankakerfinu. Neytendasamtökin hafa ályktað gegn verðtryggingu á lánum til neytenda enda stuðlar verðtryggingin að vaxtaokri og ógegnsæi, auk þess sem hún setur alla áhættu, sem stafar af þróun verðlags í landinu, á herðar neytandans, sem er mjög óeðlilegt. Upplýsingamiðlun Neytendasamtakanna hefur frá upphafi farið að mestu fram í gegnum Neytendablaðið, en félagsmenn samtakanna eru áskrifendur að blaðinu og aðrir ekki. Þrátt fyrir að við lifum nú á stafrænni öld verður Neytendablaðið áfram þungamiðja upplýsingamiðlunar samtakanna. Heimasíða Neytendasamtakanna gegnir vaxandi hlutverki í miðlun upplýsinga til félagsmanna og inni á henni er svæði, sem einungis er opið félagsmönnum. Ég tel mikilvægt að efla upplýsingamiðlun á vegum Neytendasamtakanna, gera hana gagnvirka og færa upplýsingarnar í hendur félagsmanna hvar sem þeir eru staddir hverju sinni. Flestir neytendur nota snjallsíma og/eða spjaldtölvur. Það verður eitt af forgangsverkefnum mínum að Neytendasamtökin setji í umferð Neytendaappið, sem verður aðgengilegt félagsmönnum í gegnum snjalltæki. Í Neytendaappinu munu félagsmenn m.a. geta:Gert verðsamanburð á vörum og þjónustu.Fengið upplýsingar úr gagnabanka varðandi ýmis réttindamál neytenda og lög og reglur þar að lútandi.Komið með ábendingar, athugasemdir eða kvartanir til Neytendasamtakanna.Tengst Neytendatorgi þar sem neytendur skiptast á upplýsingum. Neytendaappið verður tengt heimasíðu samtakanna til að allir félagsmenni geti nýtt sér kosti þess. Neytendaappið er mikilvægt skref til að gera þjónustu Neytendasamtakanna sýnilegri og aðgengilegri fyrir ungt fólk, sem er jú líka neytendur. Við erum nefnilega öll neytendur. Stóra verkefnið er að fjölga félagsmönnum og efla Neytendasamtökin til að þau geti orðið öflugri málsvari Neytenda á öllum sviðum. Samtakamátturinn færir okkur afl til að vinna nýja sigra. Það skiptir máli að velja rétt á þeim krossgötum sem Neytendasamtökin standa nú á. Byggjum á því sem vel hefur verið gert og höldum ótrauð fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Arnarson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Skoðun Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Fram undan er þing Neytendasamtakanna, sem haldið verður laugardaginn 22. október. Jóhannes Gunnarsson, sem leitt hefur samtökin um árabil, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og því verður kosinn nýr formaður á þinginu. Ég er einn fimm frambjóðenda. Að mörgu leyti má segja að Neytendasamtökin standi á krossgötum. Starfið undanfarin ár hefur að mörgu leyti verið farsælt þó að enn sé lengt í land með að réttur neytenda hér á landi sé virtur og hagsmunir neytenda í fyrirrúmi hafðir, t.d. við lagasetningu og mótun starfsumhverfis einstakra atvinnugreina. Má þar sem dæmi nefna fjármálaþjónustu og landbúnað, líkt og nýgerðir búvörusamningar og -lög bera glöggt vitni um. Neytendasamtökin eru ekki stjórnvald heldur frjáls félagasamtök. Starf þeirra felst að verulegu leyti í því að halda á lofti hagsmunum neytenda og berjast fyrir rétti þeirra. Eitt mikilvægasta verkefni Neytendasamtakanna lýtur að því að því að neytendur á Íslandi séu vel upplýstir. Upplýstir t.d. um uppruna matvöru, innihald hennar og næringarinnihald. Í þessu efni skipta upplýsingar á umbúðum höfuðmáli. Ekki skiptir minna máli að neytendur séu upplýstir um rétt sinn. Staða neytenda á íslenskum fjármálamarkaði er afleit vegna ógegnsæi og fákeppni, sem hefur leitt af sér lakari kjör lántakenda hér á landi en annars staðar og óeðlilega gjaldtöku í bankakerfinu. Neytendasamtökin hafa ályktað gegn verðtryggingu á lánum til neytenda enda stuðlar verðtryggingin að vaxtaokri og ógegnsæi, auk þess sem hún setur alla áhættu, sem stafar af þróun verðlags í landinu, á herðar neytandans, sem er mjög óeðlilegt. Upplýsingamiðlun Neytendasamtakanna hefur frá upphafi farið að mestu fram í gegnum Neytendablaðið, en félagsmenn samtakanna eru áskrifendur að blaðinu og aðrir ekki. Þrátt fyrir að við lifum nú á stafrænni öld verður Neytendablaðið áfram þungamiðja upplýsingamiðlunar samtakanna. Heimasíða Neytendasamtakanna gegnir vaxandi hlutverki í miðlun upplýsinga til félagsmanna og inni á henni er svæði, sem einungis er opið félagsmönnum. Ég tel mikilvægt að efla upplýsingamiðlun á vegum Neytendasamtakanna, gera hana gagnvirka og færa upplýsingarnar í hendur félagsmanna hvar sem þeir eru staddir hverju sinni. Flestir neytendur nota snjallsíma og/eða spjaldtölvur. Það verður eitt af forgangsverkefnum mínum að Neytendasamtökin setji í umferð Neytendaappið, sem verður aðgengilegt félagsmönnum í gegnum snjalltæki. Í Neytendaappinu munu félagsmenn m.a. geta:Gert verðsamanburð á vörum og þjónustu.Fengið upplýsingar úr gagnabanka varðandi ýmis réttindamál neytenda og lög og reglur þar að lútandi.Komið með ábendingar, athugasemdir eða kvartanir til Neytendasamtakanna.Tengst Neytendatorgi þar sem neytendur skiptast á upplýsingum. Neytendaappið verður tengt heimasíðu samtakanna til að allir félagsmenni geti nýtt sér kosti þess. Neytendaappið er mikilvægt skref til að gera þjónustu Neytendasamtakanna sýnilegri og aðgengilegri fyrir ungt fólk, sem er jú líka neytendur. Við erum nefnilega öll neytendur. Stóra verkefnið er að fjölga félagsmönnum og efla Neytendasamtökin til að þau geti orðið öflugri málsvari Neytenda á öllum sviðum. Samtakamátturinn færir okkur afl til að vinna nýja sigra. Það skiptir máli að velja rétt á þeim krossgötum sem Neytendasamtökin standa nú á. Byggjum á því sem vel hefur verið gert og höldum ótrauð fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar