Felli vísindin inn í listina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2016 10:15 "Eins og flestum finnst mér blóm falleg,“ segir Georg. Vísir/Anton Brink Leynigarðurinn nefnist málverk sem Menntaskólanum við Hamrahlíð var gefið í tilefni 50 ára afmælis á dögunum frá starfsfólki og nemendum í fyrsta útskriftarárgangi skólans. Gjöfin er verðlaunamálverk eftir Georg Douglas sem flutti frá Írlandi til Íslands fyrir mörgum árum og kenndi efnafræði og jarðfræði við MH í áratugi en er nú kominn á eftirlaun. „Það var mjög ánægjulegt þegar nemendur komu til mín og báðu mig um mynd handa skólanum,“ segir hann. „Ég er sjálfmenntaður myndlistarmaður en hef líka sótt námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs og Myndlistarskóla Reykjavíkur í 15 ár.“ Málverk Georgs eru litskrúðug og hann kveðst mála daglega enda að undirbúa sýningu sem verður á næsta ári í Anarkíu í Kópavogi. „Þetta verður svolítið metnaðargjörn sýning og ég verð með allan salinn svo það þýðir ekki annað en hafa hugann við efnið,“ segir hann glaðlega. „Sumum finnst hitabeltisbragur á Leynigarðinum en það er ekki vottur af hitabelti í honum heldur er allt rammíslenskt,“ segir listamaðurinn.Blóm eru áberandi í nýjustu myndum Georgs. „Eins og flestum finnst mér blóm falleg og sem myndefni finnst mér sérstakt hvernig ljósið kemur í gegnum þau, einkum á kvöldin,“ segir hann. „Sumum finnst hitabeltisbragur á Leynigarðinum en það er ekki vottur af hitabelti í honum heldur er allt rammíslenskt. Ég er vísindamaður að mennt og hitabeltisblærinn kemur frá ruglingi á raunverulegum stærðum blómanna og smásjármælikvörðum. Þannig leik ég mér með efnið og felli vísindin inn í listina.“ Georg hefur búið á Íslandi í 46 ár. Hann kynntist konunni sinni, Berglindi Magnadóttur í Belfast er bæði voru þar við nám. „Ástandið í Belfast var ekki skemmtilegt á þessum tíma og þegar náminu lauk ákváðum við að koma til Íslands,“ segir hann. „Írar og Íslendingar eru afskaplega líkir. Það hefur aldrei verið erfitt að vera hér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. október 2016. Lífið Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira
Leynigarðurinn nefnist málverk sem Menntaskólanum við Hamrahlíð var gefið í tilefni 50 ára afmælis á dögunum frá starfsfólki og nemendum í fyrsta útskriftarárgangi skólans. Gjöfin er verðlaunamálverk eftir Georg Douglas sem flutti frá Írlandi til Íslands fyrir mörgum árum og kenndi efnafræði og jarðfræði við MH í áratugi en er nú kominn á eftirlaun. „Það var mjög ánægjulegt þegar nemendur komu til mín og báðu mig um mynd handa skólanum,“ segir hann. „Ég er sjálfmenntaður myndlistarmaður en hef líka sótt námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs og Myndlistarskóla Reykjavíkur í 15 ár.“ Málverk Georgs eru litskrúðug og hann kveðst mála daglega enda að undirbúa sýningu sem verður á næsta ári í Anarkíu í Kópavogi. „Þetta verður svolítið metnaðargjörn sýning og ég verð með allan salinn svo það þýðir ekki annað en hafa hugann við efnið,“ segir hann glaðlega. „Sumum finnst hitabeltisbragur á Leynigarðinum en það er ekki vottur af hitabelti í honum heldur er allt rammíslenskt,“ segir listamaðurinn.Blóm eru áberandi í nýjustu myndum Georgs. „Eins og flestum finnst mér blóm falleg og sem myndefni finnst mér sérstakt hvernig ljósið kemur í gegnum þau, einkum á kvöldin,“ segir hann. „Sumum finnst hitabeltisbragur á Leynigarðinum en það er ekki vottur af hitabelti í honum heldur er allt rammíslenskt. Ég er vísindamaður að mennt og hitabeltisblærinn kemur frá ruglingi á raunverulegum stærðum blómanna og smásjármælikvörðum. Þannig leik ég mér með efnið og felli vísindin inn í listina.“ Georg hefur búið á Íslandi í 46 ár. Hann kynntist konunni sinni, Berglindi Magnadóttur í Belfast er bæði voru þar við nám. „Ástandið í Belfast var ekki skemmtilegt á þessum tíma og þegar náminu lauk ákváðum við að koma til Íslands,“ segir hann. „Írar og Íslendingar eru afskaplega líkir. Það hefur aldrei verið erfitt að vera hér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. október 2016.
Lífið Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira