Suárez jafnaði met en Agüero lét verja frá sér vítaspyrnu Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2016 09:00 Luis Suárez er á leið með að verða markahæsti leikmaður í sögu undankeppni HM í Suður-Ameríku. vísir/getty Kólumbía og Úrúgvæ skildu jöfn, 2-2, í stórleik í undankeppni Suður-Ameríku fyrir HM 2018 í gærkvöldi en Yerry Mina bjargaði stigi fyrir heimamenn sex mínútum fyrir leikslok. Abel Aguilar kom Kólumbíu yfir á 15. mínútu en Cristian Rodríguez jafnaði metin tólf mínútum síðar og á 73. mínútu kom Luis Suárez gestunum frá Úrúgvæ yfir. Þetta var sögulegt mark hjá Suárez því hann jafnaði met Hernán Crespo, fyrrverandi landsliðsframherja Argentínu, yfir flest mörk í sögu undankeppni HM í Suður-Ameríku. Suárez er nú búinn að skora 19 mörk líkt og Argentínumaðurinn. Crespo skoraði mörkin sín 19 í 33 leikjum en Suárez tók sér 41 leik í að jafna metið. Það má þó nánast bóka það, að Suárez verði markahæstur í sögunni og rúmlega það en framherjinn á nóg eftir og skorar nánast þegar honum dettur það í hug. Argentínumenn eru í smá basli í undankeppninni en þeir töpuðu á heimavelli gegn Paragvæ, 1-0, í nótt. Derlis Gonzalez skoraði eina mark gestanna en Sergio Agüero, framherji Argentínu, lét verja frá sér vítaspyrnu. Argentína er í fimmta sæti undankeppninnar með 16 stig en fjögur efstu liðin fara beint á HM í Rússlandi og liðið í fimmta sæti fer í umspil. Enn þá eru átta umferðir eftir og Argentína er aðeins stigi á eftir Kólumbíu og Ekvador. Brasilíumenn tróna á toppi riðilsins með 21 stig og Úrúgvæ er í öðru sæti með 20 stig eftir jafnteflið gegn Kólumbíu. Síle vann mikilvægan 2-1 sigur á Perú í nótt og lagaði aðeins stöðu sína en liðið er í 7. sæti með fjórtán stig. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Kólumbía og Úrúgvæ skildu jöfn, 2-2, í stórleik í undankeppni Suður-Ameríku fyrir HM 2018 í gærkvöldi en Yerry Mina bjargaði stigi fyrir heimamenn sex mínútum fyrir leikslok. Abel Aguilar kom Kólumbíu yfir á 15. mínútu en Cristian Rodríguez jafnaði metin tólf mínútum síðar og á 73. mínútu kom Luis Suárez gestunum frá Úrúgvæ yfir. Þetta var sögulegt mark hjá Suárez því hann jafnaði met Hernán Crespo, fyrrverandi landsliðsframherja Argentínu, yfir flest mörk í sögu undankeppni HM í Suður-Ameríku. Suárez er nú búinn að skora 19 mörk líkt og Argentínumaðurinn. Crespo skoraði mörkin sín 19 í 33 leikjum en Suárez tók sér 41 leik í að jafna metið. Það má þó nánast bóka það, að Suárez verði markahæstur í sögunni og rúmlega það en framherjinn á nóg eftir og skorar nánast þegar honum dettur það í hug. Argentínumenn eru í smá basli í undankeppninni en þeir töpuðu á heimavelli gegn Paragvæ, 1-0, í nótt. Derlis Gonzalez skoraði eina mark gestanna en Sergio Agüero, framherji Argentínu, lét verja frá sér vítaspyrnu. Argentína er í fimmta sæti undankeppninnar með 16 stig en fjögur efstu liðin fara beint á HM í Rússlandi og liðið í fimmta sæti fer í umspil. Enn þá eru átta umferðir eftir og Argentína er aðeins stigi á eftir Kólumbíu og Ekvador. Brasilíumenn tróna á toppi riðilsins með 21 stig og Úrúgvæ er í öðru sæti með 20 stig eftir jafnteflið gegn Kólumbíu. Síle vann mikilvægan 2-1 sigur á Perú í nótt og lagaði aðeins stöðu sína en liðið er í 7. sæti með fjórtán stig.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira