Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta var samþykkt sem lög á Alþingi í gær. 47 greiddu atkvæði með frumvarpinu en sextán voru fjarverandi.
Lögin eru liður í áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta sem kynnt var í júní 2015. Í því felast ýmsar breytingar sem miða að því að losa fjármagnshöft á heimili og fyrirtæki í varfærnislegum áföngum.
Fimm aðrar lagabreytingar voru samþykktar á þingi í gær. EES-reglur á sviði opinberra innkaupa, breytingar á höfundalögum sem varða eintakagerð til einkanota, breytingar á lögum um almennar íbúðir, niðurgreiðslur í tengslum við upptökur á tónlist og lagabreyting um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afnám hafta samþykkt á þingi

Tengdar fréttir

Áætlun um afnám hafta úrslitavaldurinn í hærra lánshæfi
Ásgeir Jónsson segir að hægt sé að setja samasem merki á milli hærra lánshæfis og góðæris.

Kynna nýtt frumvarp í tengslum við afnám hafta
Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 17.30 í dag.