Ronaldo sendi færeyskri fegurðardís skilaboð en hún kallar hann grenjuskjóðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2016 12:45 Sitt sýnist eflaust hverjum hvort hjónasvipur sé með þeim Aimi og Cristiano. „Hann skrifaði allt mögulegt,“ segir færeyska stelpan Aimi Helbo sem fékk óvænt skilaboð frá portúgalska knattspyrnusnillingnum Cristiano Ronaldo í fyrradag. Ronaldo var í Þórshöfn ásamt landsliði Portúgala sem tóku frændur okkar í Færeyjum í kennslustund í gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 6-0 og skoraði Ronaldo eitt marka gestanna. „Ég veit ekki hvers vegna hann skrifaði mér,“ segir Aimi í viðtali við færeyska miðilinn Kringvarp Föroya í dag. Skilaboðin bárust fyrir hádegi á sunnudag. Aimi birti hluta af skilaboðunum á Facebook-síðu sinni. Eftir því sem Vísir kemst næst hafði Ronaldo samband við fleiri en eina af hinu kyninu á Instagram á meðan á heimsókninni til Færeyja stóð.Sjá einnig:Laumaði sér inn á völlinn og fékk bolamynd með Ronaldo Fyrstu skilaboðin voru einföld, eins og sjá má hér að neðan. Ronaldo sagði hæ og spurði, eftir að Aimi hafði svarað honum, hvort hún væri frá Færeyjum. Knattspyrnukappinn sendi Aimi mynd af hótelherbergi sínu og var sú færeyska fljót að átta sig á því á hvaða hóteli hann gisti. Ronaldo varð svo fyrir vonbrigðum þegar í ljós kom að nýja vinkonan var ekki í Færeyjum eftir allt saman, heldur í Danmörku.Skilaboðin sem Aimi birti má sjá hér að neðan. Sá hluti skilaboðanna sem fór á milli Aimi og Ronaldo sem sú fyrrnefnda birti á Facebook-síðu sinni. Ronaldo dó þó ekki ráðalaus og bauð Aimi að kíkja í heimsókn til sín í Madrid, þar sem Ronaldo spilar með stórliðinu Real Madrid. Hún segist þó ekki viss um hvort hún ætli að þekkjast boðið. „Ég veit ekki hvort ég þori því.“ Ronaldo hafði orð á því að það væri kalt í Færeyjum en annars leyst honum vel á aðstæður. Aimi segir Ronaldo auðvitað frábæran knattspyrnumann en segist alls ekki vera í aðdáendahópnum. Þá hafði hún á orði að hann væri heldur mikil grenjuskjóða. Vísar Aimi þar til þess að Ronaldo hefur löngum þótt hneigður til þess að láta sig falla á knattspyrnuvellinum við minnsta tilefni. Færeyski útvarpsmaðurinn spurði Aimi hvort henni þætti eðlilegt að birta samskipti við Ronaldo opinberlega, eins og hún gerði að hluta á Facebook. Aimi svaraði því til að Ronaldo væri opinber persóna en hún reiknaði þó ekki með að birta frekari samskipti þeirra, verði þau einhver. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Aimi á KVF.FO. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. 10. október 2016 13:56 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Sjá meira
„Hann skrifaði allt mögulegt,“ segir færeyska stelpan Aimi Helbo sem fékk óvænt skilaboð frá portúgalska knattspyrnusnillingnum Cristiano Ronaldo í fyrradag. Ronaldo var í Þórshöfn ásamt landsliði Portúgala sem tóku frændur okkar í Færeyjum í kennslustund í gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 6-0 og skoraði Ronaldo eitt marka gestanna. „Ég veit ekki hvers vegna hann skrifaði mér,“ segir Aimi í viðtali við færeyska miðilinn Kringvarp Föroya í dag. Skilaboðin bárust fyrir hádegi á sunnudag. Aimi birti hluta af skilaboðunum á Facebook-síðu sinni. Eftir því sem Vísir kemst næst hafði Ronaldo samband við fleiri en eina af hinu kyninu á Instagram á meðan á heimsókninni til Færeyja stóð.Sjá einnig:Laumaði sér inn á völlinn og fékk bolamynd með Ronaldo Fyrstu skilaboðin voru einföld, eins og sjá má hér að neðan. Ronaldo sagði hæ og spurði, eftir að Aimi hafði svarað honum, hvort hún væri frá Færeyjum. Knattspyrnukappinn sendi Aimi mynd af hótelherbergi sínu og var sú færeyska fljót að átta sig á því á hvaða hóteli hann gisti. Ronaldo varð svo fyrir vonbrigðum þegar í ljós kom að nýja vinkonan var ekki í Færeyjum eftir allt saman, heldur í Danmörku.Skilaboðin sem Aimi birti má sjá hér að neðan. Sá hluti skilaboðanna sem fór á milli Aimi og Ronaldo sem sú fyrrnefnda birti á Facebook-síðu sinni. Ronaldo dó þó ekki ráðalaus og bauð Aimi að kíkja í heimsókn til sín í Madrid, þar sem Ronaldo spilar með stórliðinu Real Madrid. Hún segist þó ekki viss um hvort hún ætli að þekkjast boðið. „Ég veit ekki hvort ég þori því.“ Ronaldo hafði orð á því að það væri kalt í Færeyjum en annars leyst honum vel á aðstæður. Aimi segir Ronaldo auðvitað frábæran knattspyrnumann en segist alls ekki vera í aðdáendahópnum. Þá hafði hún á orði að hann væri heldur mikil grenjuskjóða. Vísar Aimi þar til þess að Ronaldo hefur löngum þótt hneigður til þess að láta sig falla á knattspyrnuvellinum við minnsta tilefni. Færeyski útvarpsmaðurinn spurði Aimi hvort henni þætti eðlilegt að birta samskipti við Ronaldo opinberlega, eins og hún gerði að hluta á Facebook. Aimi svaraði því til að Ronaldo væri opinber persóna en hún reiknaði þó ekki með að birta frekari samskipti þeirra, verði þau einhver. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Aimi á KVF.FO. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. 10. október 2016 13:56 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Sjá meira
Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. 10. október 2016 13:56