Eyjólfur: Ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið á móti Tyrkjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 19:30 Eyjólfur Sverrisson nú á möguleika á því að skila 21 árs landsliðinu í fótbolta aftur inn í úrslitakeppni Evrópumótsins en til þess þurfa strákarnir hans að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á morgun. Efsta sætið í riðlinum gefur sæti í úrslitakeppninni í Póllandi næsta sumar og það er öruggt að Makedónía og Frakkland verða bæði neðar en Ísland takist strákunum að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum í kvöld. Eyjólfur þjálfaði einnig 21 árs landsliðið sem komst í úrslitakeppni EM í Danmörku sumarið 2011 en lykilmenn þess liðs hafa síðar gert garðinn frægan með A-landsliðinu. „Við ætlum okkur á EM og þá þurfum við að vinna þennan leik. Það er einmitt það sem við ætlum að gera. Við sögðum það fyrir keppnina að við þyrftum að enda í efsta sæti til þess að komast á EM. Með sigri þá náum við því og við stefnum á það,“ sagði Eyjólfur Sverrisson í viðtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann 365, á æfingu íslenska liðsins í Laugardalnum í dag. Er þetta úkraínska lið sterkara en það skoska sem íslenska liðið vann í síðustu viku. „Þetta eru svipuð lið og ég reikna með jöfnum leik. Þetta verður baráttuleikur og við ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið gerði í gær eða með miklum sigurvilja og ákveðni. Takist það þá eigum við alla möguleika á því að vinna þennan leik, “ sagði Eyjólfur „Við sáum vinnsluna í A-landsliðinu í gær og þar sýndu allir sem einn gríðarlega baráttu. Það er líka það sem hefur verið okkar aðalsmerki í þessari keppni. Við ætlum okkur að halda því áfram,“ sagði Eyjólfur „Það verða einhverjar breytingar og það eru einhver smá meiðsli. Við þurfum því að sjá til,“ sagði Eyjólfur um það hvort hann ætli að breyta liðinu sem vann Skota á miðvikudaginn var. Eyjólfur fór með 21 árs landsliðið á EM 2011 en getur hann borið þessi tvö lið saman. „Ég er búinn að vera með 21 árs liðið í þremur keppnum og þetta eru allt mjög mismundandi lið. Eitt var mjög teknískt sóknarlið, annað var stórt, sterkt og massíft lið. Þetta lið er svona blanda af hinum tveimur, “ sagði Eyjólfur „Við reynum að gera það besta með þá leikmenn sem við höfum. Við reynum að stilla þá saman þannig að þeir séu að spila sama fótboltann og að allir séu að róa í sömu átt,“ sagði Eyjólfur. Hann er mjög ánægður með liðið sitt hingað til í keppninni. „Við höfum sýnt frábæra leiki og þetta hefur verið frábært mót hjá liðinu. Við ætlum að halda því áfram og ljúka því annað kvöld,,“ sagði Eyjólfur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Eyjólf Sverrisson hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson nú á möguleika á því að skila 21 árs landsliðinu í fótbolta aftur inn í úrslitakeppni Evrópumótsins en til þess þurfa strákarnir hans að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á morgun. Efsta sætið í riðlinum gefur sæti í úrslitakeppninni í Póllandi næsta sumar og það er öruggt að Makedónía og Frakkland verða bæði neðar en Ísland takist strákunum að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum í kvöld. Eyjólfur þjálfaði einnig 21 árs landsliðið sem komst í úrslitakeppni EM í Danmörku sumarið 2011 en lykilmenn þess liðs hafa síðar gert garðinn frægan með A-landsliðinu. „Við ætlum okkur á EM og þá þurfum við að vinna þennan leik. Það er einmitt það sem við ætlum að gera. Við sögðum það fyrir keppnina að við þyrftum að enda í efsta sæti til þess að komast á EM. Með sigri þá náum við því og við stefnum á það,“ sagði Eyjólfur Sverrisson í viðtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann 365, á æfingu íslenska liðsins í Laugardalnum í dag. Er þetta úkraínska lið sterkara en það skoska sem íslenska liðið vann í síðustu viku. „Þetta eru svipuð lið og ég reikna með jöfnum leik. Þetta verður baráttuleikur og við ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið gerði í gær eða með miklum sigurvilja og ákveðni. Takist það þá eigum við alla möguleika á því að vinna þennan leik, “ sagði Eyjólfur „Við sáum vinnsluna í A-landsliðinu í gær og þar sýndu allir sem einn gríðarlega baráttu. Það er líka það sem hefur verið okkar aðalsmerki í þessari keppni. Við ætlum okkur að halda því áfram,“ sagði Eyjólfur „Það verða einhverjar breytingar og það eru einhver smá meiðsli. Við þurfum því að sjá til,“ sagði Eyjólfur um það hvort hann ætli að breyta liðinu sem vann Skota á miðvikudaginn var. Eyjólfur fór með 21 árs landsliðið á EM 2011 en getur hann borið þessi tvö lið saman. „Ég er búinn að vera með 21 árs liðið í þremur keppnum og þetta eru allt mjög mismundandi lið. Eitt var mjög teknískt sóknarlið, annað var stórt, sterkt og massíft lið. Þetta lið er svona blanda af hinum tveimur, “ sagði Eyjólfur „Við reynum að gera það besta með þá leikmenn sem við höfum. Við reynum að stilla þá saman þannig að þeir séu að spila sama fótboltann og að allir séu að róa í sömu átt,“ sagði Eyjólfur. Hann er mjög ánægður með liðið sitt hingað til í keppninni. „Við höfum sýnt frábæra leiki og þetta hefur verið frábært mót hjá liðinu. Við ætlum að halda því áfram og ljúka því annað kvöld,,“ sagði Eyjólfur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Eyjólf Sverrisson hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira