Erlent

Pence stendur áfram með Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Mike Pence er ríkisstjóri Indiana.
Mike Pence er ríkisstjóri Indiana. Vísir/Getty
Mike Pence segist ekki hafa íhugað að hætta við framboð sem varaforsetaefni Donald Trump. Pence segir að það sé mesti heiður sem honum hafi hlotnast að verða valinn sem varaforsetaefni Repúblikanaflokksins.

Pence, sem er ríkisstjóri Indiana-ríkis, lét orðin falla í samtali við CNN fyrr í dag. „Þú veist að ég gef ekkert upp um samtöl mín við Donald Trump og fjölskyldu mína. En það er algerlega rangt að ég hafi íhugað að hætta við framboð,“ sagði Pence.

Hann var svo spurður út í myndbandið frá árinu 2005 sem nú hefur verið birt þar sem sjá má Donald Trump láta klúr ummæli falla um konur. Sagði Pence ljóst að þetta hafi einungis verið orð og ekki gjörðir. Beindi Pence svo sjónum sínum að Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og eiginmanni Hillary Clinton og meint kynferðisbrot hans.

Athygli vakti að Trump minntist á það í kappræðum næturinnar að hann hafi ekki heyrt nýlega í Pence, sem fékk fólk til að velta vöngum um hvort kastast hefði í kekki milli þeirra.

Sjá má viðtal CNN við Mike Pence að neðan.

Mike Pence ræðir stefnu Donald Trump í málefnum Sýrlands.

Tengdar fréttir

Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám

Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×