Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 13:56 Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. Gunnar Nelson, markvörður Íslandsmeistara FH, fékk á sig sex mörk þegar Færeyjar töpuðu 6-0 á heimavelli á móti Evrópumeisturum Portúgals. Christian Benteke er leikmaður Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en hann lék áður með Liverpool. Benteke bætti met Davide Gualtieri frá 1993 um 0,2 sekúndur en enginn hefur skorað fyrr í landsleik í fótbolta en Belgíumaðurinn.Gualtieri skoraði gamla metmarkið fyrir San Marino á móti Englandi fyrir 23 árum síðan.Christian Benteke skoraði þrennu í leiknum en belgíska landsliðið hefur fullt hús og markatöluna 13-0 eftir fyrstu þrjá leikina. Grikkir eru einnig með fullt hús í H-riðlinum eftir 2-0 útisigur á Eistlandi í kvöld. Edin Dzeko skoraði bæði mörk Bosníumanna í 2-0 sigri á Kýpur en Bosnía er í þriðja sæti eftir Belgum og Grikkjum.André Silva skoraði þrennu í fyrri hálfleik í 6-0 sigri Portúgals í Færeyjum. Cristiano Ronaldo sem skoraði fernu fyrir nokkrum dögum skoraði fjórða markið og tvö síðustu mörkin komu síðan í uppbótartíma. Portúgal tapaði fyrsta leik sínum á móti Sviss en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína með markatölunni 12-0. Svisslendingar unnu 2-1 útisigur á Andorra í kvöld og eru með fullt hús á toppi riðilsins.,Úrslitin og markaskorarar í kvöld:A-riðillHvíta Rússland -Lúxemborg 1-1 1-0 Pavel Savitski (80.), 1-1 Aurélien Joachim (85.)Holland - Frakkland 0-1 0-1 Paul Pogba (30.)Svíþjóð - Búlgaría 3-0 1-0 Ola Toivonen (39.), 2-0 Oscar Hiljemark (45.), 3-0 Victor Lindelöf (58.),B-riðillFæreyjar - Portúgal 0-6 0-1 André Silva (12.9, 0-2 André Silva (22.), 0-3 André Silva (37.), 0-4 Cristiano Ronaldo (65.), 0-5 João Moutinho (90.+1), 0-6 João Cancelo (90.+3)Andorra - Sviss 1-2 0-1 Fabian Schär (19.), 0-2 Admir Mehmedi (77.), 1-2 Alexandre Martínez (90.).Lettland - Ungverjaland 0-2 0-1 Ádám Gyurcsó (10.), 0-2 Ádám Szalai (77.)H-riðillGíbraltar - Belgía 0-6 0-1 Christian Benteke (1.), 0-2 Axel Witsel (19.), 0-3 Christian Benteke (43.), 0-4 Dries Mertens (51.), 0-5 Christian Benteke (55.), 0-6 Eden Hazard (79.).Eistland - Grikkland 0-2 0-1 Vasilis Torosidis (2.), 0-2 Kostas Stafylidis (61.)Bosnía - Kýpur 2-0 1-0 Edin Dzeko (70.), 2-0 Edin Dzeko (80.). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. Gunnar Nelson, markvörður Íslandsmeistara FH, fékk á sig sex mörk þegar Færeyjar töpuðu 6-0 á heimavelli á móti Evrópumeisturum Portúgals. Christian Benteke er leikmaður Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en hann lék áður með Liverpool. Benteke bætti met Davide Gualtieri frá 1993 um 0,2 sekúndur en enginn hefur skorað fyrr í landsleik í fótbolta en Belgíumaðurinn.Gualtieri skoraði gamla metmarkið fyrir San Marino á móti Englandi fyrir 23 árum síðan.Christian Benteke skoraði þrennu í leiknum en belgíska landsliðið hefur fullt hús og markatöluna 13-0 eftir fyrstu þrjá leikina. Grikkir eru einnig með fullt hús í H-riðlinum eftir 2-0 útisigur á Eistlandi í kvöld. Edin Dzeko skoraði bæði mörk Bosníumanna í 2-0 sigri á Kýpur en Bosnía er í þriðja sæti eftir Belgum og Grikkjum.André Silva skoraði þrennu í fyrri hálfleik í 6-0 sigri Portúgals í Færeyjum. Cristiano Ronaldo sem skoraði fernu fyrir nokkrum dögum skoraði fjórða markið og tvö síðustu mörkin komu síðan í uppbótartíma. Portúgal tapaði fyrsta leik sínum á móti Sviss en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína með markatölunni 12-0. Svisslendingar unnu 2-1 útisigur á Andorra í kvöld og eru með fullt hús á toppi riðilsins.,Úrslitin og markaskorarar í kvöld:A-riðillHvíta Rússland -Lúxemborg 1-1 1-0 Pavel Savitski (80.), 1-1 Aurélien Joachim (85.)Holland - Frakkland 0-1 0-1 Paul Pogba (30.)Svíþjóð - Búlgaría 3-0 1-0 Ola Toivonen (39.), 2-0 Oscar Hiljemark (45.), 3-0 Victor Lindelöf (58.),B-riðillFæreyjar - Portúgal 0-6 0-1 André Silva (12.9, 0-2 André Silva (22.), 0-3 André Silva (37.), 0-4 Cristiano Ronaldo (65.), 0-5 João Moutinho (90.+1), 0-6 João Cancelo (90.+3)Andorra - Sviss 1-2 0-1 Fabian Schär (19.), 0-2 Admir Mehmedi (77.), 1-2 Alexandre Martínez (90.).Lettland - Ungverjaland 0-2 0-1 Ádám Gyurcsó (10.), 0-2 Ádám Szalai (77.)H-riðillGíbraltar - Belgía 0-6 0-1 Christian Benteke (1.), 0-2 Axel Witsel (19.), 0-3 Christian Benteke (43.), 0-4 Dries Mertens (51.), 0-5 Christian Benteke (55.), 0-6 Eden Hazard (79.).Eistland - Grikkland 0-2 0-1 Vasilis Torosidis (2.), 0-2 Kostas Stafylidis (61.)Bosnía - Kýpur 2-0 1-0 Edin Dzeko (70.), 2-0 Edin Dzeko (80.).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira