Benteke skoraði eftir átta sekúndur og Gunnar Nielsen fékk á sig sex mörk | Úrslit kvöldsins | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 13:56 Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. Gunnar Nelson, markvörður Íslandsmeistara FH, fékk á sig sex mörk þegar Færeyjar töpuðu 6-0 á heimavelli á móti Evrópumeisturum Portúgals. Christian Benteke er leikmaður Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en hann lék áður með Liverpool. Benteke bætti met Davide Gualtieri frá 1993 um 0,2 sekúndur en enginn hefur skorað fyrr í landsleik í fótbolta en Belgíumaðurinn.Gualtieri skoraði gamla metmarkið fyrir San Marino á móti Englandi fyrir 23 árum síðan.Christian Benteke skoraði þrennu í leiknum en belgíska landsliðið hefur fullt hús og markatöluna 13-0 eftir fyrstu þrjá leikina. Grikkir eru einnig með fullt hús í H-riðlinum eftir 2-0 útisigur á Eistlandi í kvöld. Edin Dzeko skoraði bæði mörk Bosníumanna í 2-0 sigri á Kýpur en Bosnía er í þriðja sæti eftir Belgum og Grikkjum.André Silva skoraði þrennu í fyrri hálfleik í 6-0 sigri Portúgals í Færeyjum. Cristiano Ronaldo sem skoraði fernu fyrir nokkrum dögum skoraði fjórða markið og tvö síðustu mörkin komu síðan í uppbótartíma. Portúgal tapaði fyrsta leik sínum á móti Sviss en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína með markatölunni 12-0. Svisslendingar unnu 2-1 útisigur á Andorra í kvöld og eru með fullt hús á toppi riðilsins.,Úrslitin og markaskorarar í kvöld:A-riðillHvíta Rússland -Lúxemborg 1-1 1-0 Pavel Savitski (80.), 1-1 Aurélien Joachim (85.)Holland - Frakkland 0-1 0-1 Paul Pogba (30.)Svíþjóð - Búlgaría 3-0 1-0 Ola Toivonen (39.), 2-0 Oscar Hiljemark (45.), 3-0 Victor Lindelöf (58.),B-riðillFæreyjar - Portúgal 0-6 0-1 André Silva (12.9, 0-2 André Silva (22.), 0-3 André Silva (37.), 0-4 Cristiano Ronaldo (65.), 0-5 João Moutinho (90.+1), 0-6 João Cancelo (90.+3)Andorra - Sviss 1-2 0-1 Fabian Schär (19.), 0-2 Admir Mehmedi (77.), 1-2 Alexandre Martínez (90.).Lettland - Ungverjaland 0-2 0-1 Ádám Gyurcsó (10.), 0-2 Ádám Szalai (77.)H-riðillGíbraltar - Belgía 0-6 0-1 Christian Benteke (1.), 0-2 Axel Witsel (19.), 0-3 Christian Benteke (43.), 0-4 Dries Mertens (51.), 0-5 Christian Benteke (55.), 0-6 Eden Hazard (79.).Eistland - Grikkland 0-2 0-1 Vasilis Torosidis (2.), 0-2 Kostas Stafylidis (61.)Bosnía - Kýpur 2-0 1-0 Edin Dzeko (70.), 2-0 Edin Dzeko (80.). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Sjá meira
Christian Benteke setti nýtt met í kvöld þegar hann skoraði eftir aðeins 8,1 sekúndu í leik Belgíu og Gíbraltar í undankeppni HM 2018. Níu leikir fór fram í undankeppninni í kvöld. Gunnar Nelson, markvörður Íslandsmeistara FH, fékk á sig sex mörk þegar Færeyjar töpuðu 6-0 á heimavelli á móti Evrópumeisturum Portúgals. Christian Benteke er leikmaður Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en hann lék áður með Liverpool. Benteke bætti met Davide Gualtieri frá 1993 um 0,2 sekúndur en enginn hefur skorað fyrr í landsleik í fótbolta en Belgíumaðurinn.Gualtieri skoraði gamla metmarkið fyrir San Marino á móti Englandi fyrir 23 árum síðan.Christian Benteke skoraði þrennu í leiknum en belgíska landsliðið hefur fullt hús og markatöluna 13-0 eftir fyrstu þrjá leikina. Grikkir eru einnig með fullt hús í H-riðlinum eftir 2-0 útisigur á Eistlandi í kvöld. Edin Dzeko skoraði bæði mörk Bosníumanna í 2-0 sigri á Kýpur en Bosnía er í þriðja sæti eftir Belgum og Grikkjum.André Silva skoraði þrennu í fyrri hálfleik í 6-0 sigri Portúgals í Færeyjum. Cristiano Ronaldo sem skoraði fernu fyrir nokkrum dögum skoraði fjórða markið og tvö síðustu mörkin komu síðan í uppbótartíma. Portúgal tapaði fyrsta leik sínum á móti Sviss en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína með markatölunni 12-0. Svisslendingar unnu 2-1 útisigur á Andorra í kvöld og eru með fullt hús á toppi riðilsins.,Úrslitin og markaskorarar í kvöld:A-riðillHvíta Rússland -Lúxemborg 1-1 1-0 Pavel Savitski (80.), 1-1 Aurélien Joachim (85.)Holland - Frakkland 0-1 0-1 Paul Pogba (30.)Svíþjóð - Búlgaría 3-0 1-0 Ola Toivonen (39.), 2-0 Oscar Hiljemark (45.), 3-0 Victor Lindelöf (58.),B-riðillFæreyjar - Portúgal 0-6 0-1 André Silva (12.9, 0-2 André Silva (22.), 0-3 André Silva (37.), 0-4 Cristiano Ronaldo (65.), 0-5 João Moutinho (90.+1), 0-6 João Cancelo (90.+3)Andorra - Sviss 1-2 0-1 Fabian Schär (19.), 0-2 Admir Mehmedi (77.), 1-2 Alexandre Martínez (90.).Lettland - Ungverjaland 0-2 0-1 Ádám Gyurcsó (10.), 0-2 Ádám Szalai (77.)H-riðillGíbraltar - Belgía 0-6 0-1 Christian Benteke (1.), 0-2 Axel Witsel (19.), 0-3 Christian Benteke (43.), 0-4 Dries Mertens (51.), 0-5 Christian Benteke (55.), 0-6 Eden Hazard (79.).Eistland - Grikkland 0-2 0-1 Vasilis Torosidis (2.), 0-2 Kostas Stafylidis (61.)Bosnía - Kýpur 2-0 1-0 Edin Dzeko (70.), 2-0 Edin Dzeko (80.).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Sjá meira