Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2016 08:59 Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/Getty „Þetta eru ekki kappræður sem eru sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis í heimi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um kappræður bandarísku forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. Silja Bára segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt til leiks eins illa undirbúinn málefnanlega og Trump. „Eini undirbúningur hans virðist hafa falist í því að finna nógu stóra skítaklessu sem hægt væri að henda á andstæðinginn og vonast til að með því verði hægt að draga athyglina frá innihaldslausum málflutningi hans sjálfs.“LeðjuslagurSilja Bára segir kappræðurnar hafi byrjað á miklum leðjuslag eftir að Trump boðaði til fréttamannafundi skömmu fyrir kappræðurnar með fjórum konum sem hafa sakað Bill Clinton, fyrrverandi forseta og eiginmann Hillary, um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. „Trump hefur sjálfur verið sakaður um nauðgun og kynferðislega áreitni yfir í mjög óviðeigandi hegðun gagnvart konum, og stillir sér þarna allt í einu upp sem málsvara kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Það er eiginlega alveg ótrúlegt og sýnir hversu langt maðurinn er tilbúinn að fara. Það sem hann er að segja snýst um Bill Clinton, ekki Hillary Clinton. Hann er að reyna að gera hans hegðun að kosningamáli frekar en færni manneskjunnar sem hann er að etja kappi við. Síðan er málflutningurinn og frammíköllin í kappræðunum sjálfum fyrir neðan allan hellur. Því miður heldur maður að þetta hafi styrkt Trukmp hjá þeim sem trúa hvað mest á hann og meðal þeirra í hans harða fylgi. Það gleypir algerlega þennan málflutning.“Innihaldslaust og samhengislaustSilja Bára segir ennfremur að Hillary hafi í raun sýnt ótrúlega stillingu, náð að halda ró sinni þrátt fyrir öll þessi frammíköll og árásir andstæðings síns. „Framan af reyndi hún að vísa í sín stefnumál og það sem hún vill berjast fyrir. Þegar leið á varð hins vegar lítið rými til þess. Það var sama innihaldslausa orðagljáfrið eins og hefur verið hjá Trump fram til þessa. Innihaldslaust, samhengislaust, engar útfærðar stefnur. Hann segist bara ætla að gera Bandaríkin frábær aftur og búið. Ekkert meira en það. Það hefur verið viðvarandi og gagnrýni hennar á það náði því miður ekki neinu flugi. Hún hélt gagnrýninni á lofti og fólk sem að styður hana, það tekur sennilega undir með henni, en aðrir telja hana ekki hafa svarað hans ásökunum.“Skilur ekki stjórnskipun landsinsDonald Trump sagðist í kappræðunum meðal annars ætla að fá sérstakan saksóknara til að rannsaka tölvupóstsmál Hillary Clinton og fá hana til að sitja inni fyrir meint brot sín. „Enn og aftur sýndi Trump fram á að hann skilur ekki grundvallarstjórnskipun Bandaríkjanna. Það er ekki forsetans að ákveða hvort að einstaklingur úti í bæ verði sóttur til saka eða rannsakaður. Hann hefur sýnt það aftur og aftur, allt frá því að hann bað sig fram, að hann skilur ekki stjórnskipunarlegt hlutverk forsetans,“ segir Silja Bára. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kannanir benda til að Clinton hafi haft betur Könnun CNN sýnir að 57 prósent áhorfenda segja Clinton hafa haft betur í kappræðunum á meðan 34 prósent sögðu Trump hafa unnið. 10. október 2016 08:05 Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Hart tekist á í kappræðunum Nóttin einkenndis af ásökunum og móðgununum. 10. október 2016 07:54 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
„Þetta eru ekki kappræður sem eru sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis í heimi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um kappræður bandarísku forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. Silja Bára segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt til leiks eins illa undirbúinn málefnanlega og Trump. „Eini undirbúningur hans virðist hafa falist í því að finna nógu stóra skítaklessu sem hægt væri að henda á andstæðinginn og vonast til að með því verði hægt að draga athyglina frá innihaldslausum málflutningi hans sjálfs.“LeðjuslagurSilja Bára segir kappræðurnar hafi byrjað á miklum leðjuslag eftir að Trump boðaði til fréttamannafundi skömmu fyrir kappræðurnar með fjórum konum sem hafa sakað Bill Clinton, fyrrverandi forseta og eiginmann Hillary, um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. „Trump hefur sjálfur verið sakaður um nauðgun og kynferðislega áreitni yfir í mjög óviðeigandi hegðun gagnvart konum, og stillir sér þarna allt í einu upp sem málsvara kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Það er eiginlega alveg ótrúlegt og sýnir hversu langt maðurinn er tilbúinn að fara. Það sem hann er að segja snýst um Bill Clinton, ekki Hillary Clinton. Hann er að reyna að gera hans hegðun að kosningamáli frekar en færni manneskjunnar sem hann er að etja kappi við. Síðan er málflutningurinn og frammíköllin í kappræðunum sjálfum fyrir neðan allan hellur. Því miður heldur maður að þetta hafi styrkt Trukmp hjá þeim sem trúa hvað mest á hann og meðal þeirra í hans harða fylgi. Það gleypir algerlega þennan málflutning.“Innihaldslaust og samhengislaustSilja Bára segir ennfremur að Hillary hafi í raun sýnt ótrúlega stillingu, náð að halda ró sinni þrátt fyrir öll þessi frammíköll og árásir andstæðings síns. „Framan af reyndi hún að vísa í sín stefnumál og það sem hún vill berjast fyrir. Þegar leið á varð hins vegar lítið rými til þess. Það var sama innihaldslausa orðagljáfrið eins og hefur verið hjá Trump fram til þessa. Innihaldslaust, samhengislaust, engar útfærðar stefnur. Hann segist bara ætla að gera Bandaríkin frábær aftur og búið. Ekkert meira en það. Það hefur verið viðvarandi og gagnrýni hennar á það náði því miður ekki neinu flugi. Hún hélt gagnrýninni á lofti og fólk sem að styður hana, það tekur sennilega undir með henni, en aðrir telja hana ekki hafa svarað hans ásökunum.“Skilur ekki stjórnskipun landsinsDonald Trump sagðist í kappræðunum meðal annars ætla að fá sérstakan saksóknara til að rannsaka tölvupóstsmál Hillary Clinton og fá hana til að sitja inni fyrir meint brot sín. „Enn og aftur sýndi Trump fram á að hann skilur ekki grundvallarstjórnskipun Bandaríkjanna. Það er ekki forsetans að ákveða hvort að einstaklingur úti í bæ verði sóttur til saka eða rannsakaður. Hann hefur sýnt það aftur og aftur, allt frá því að hann bað sig fram, að hann skilur ekki stjórnskipunarlegt hlutverk forsetans,“ segir Silja Bára.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kannanir benda til að Clinton hafi haft betur Könnun CNN sýnir að 57 prósent áhorfenda segja Clinton hafa haft betur í kappræðunum á meðan 34 prósent sögðu Trump hafa unnið. 10. október 2016 08:05 Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Hart tekist á í kappræðunum Nóttin einkenndis af ásökunum og móðgununum. 10. október 2016 07:54 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Kannanir benda til að Clinton hafi haft betur Könnun CNN sýnir að 57 prósent áhorfenda segja Clinton hafa haft betur í kappræðunum á meðan 34 prósent sögðu Trump hafa unnið. 10. október 2016 08:05
Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07