Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Sæunn Gísladóttir skrifar 10. október 2016 07:00 Kosið verður um forseta í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi. Vísir/AFP Donald Trump, frambjóðandi Repúblíkanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mætti Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, mjög laskaður í forsetakappræðunum í nótt. Mjög var sótt að Trump eftir að hljóðupptökum þar sem hann talar með niðrandi hætti um fjölmiðlakonuna Nancy O’Dell, og konur almennt, var lekið til fjölmiðla. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir upptökuna hafa hlotið mikla gagnrýni vegna þess að þarna sé verið að tala illa um glæsilega hvíta konu og það fari ekki á milli mála að Trump hafi sagt þetta. Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump dragi framboð sitt til baka eftir að hljóðupptökunum, sem eru frá árinu 2005, var lekið. Mike Pence, varaforsetaefni Trumps, sagði ummælin ófyrirgefanleg og vilja fjölmargir að Pence taki við keflinu. Trump hefur beðist afsökunar á ummælunum, en segist ekki ætla að draga framboð sitt til baka. Þrátt fyrir þetta sýnir skoðanakönnun frá því í gær að stór hluti kjósenda Repúblíkanaflokksins standi með Trump. Hillary Clinton mælist þó með fjögurra prósentustiga forskot.Silja Bára Ómarsdóttir telur sigurlíkur Trump fara dvínandi. Fréttablaðið/Hörður SveinssonTrump hefur látið fjölda niðrandi ummæla falla í kosningabaráttunni. Silja Bára telur að þessi síðustu ummæli hafi sérstaklega hlotið gagnrýni vegna þess að hann var að tala um glæsilega hvíta konu og auðveldara sé að fordæma það. „Allt annað sem hann hefur verið að segja hefur verið rasismi, eða að hluta til rasismi, eða fitufordómar. Viðbrögðin sýna ef til vill hvað innbyggður rasismi er fastur í kerfinu,“ segir Silja Bára. Það að Trump hafi þegar verið búinn að missa fylgi hafi sennilega ýtt undir viðbrögðin. „Þetta vekur líka svona mikil viðbrögð vegna þess að það fer ekki á milli mála að þetta eru hans eigin orð og mynd og rödd. Áður hefur einhver verið að ásaka hann, en í þetta sinn er ekki hægt að draga í efa að hann hafi sagt þetta.“ Silja Bára segir mestar líkur á að Hillary Clinton sigri í kosningunum. „Nema að flokkurinn nái að sannfæra Trump um að hann þurfi að stíga til hliðar og þá er nýtt spil í gangi. En það er mjög ólíklegt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Óborganlegt innslag 9. október 2016 17:26 „Hún mun leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur“ Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands rýnir í kappræður Hillary og Trump sem verða í kvöld 9. október 2016 18:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Donald Trump, frambjóðandi Repúblíkanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mætti Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, mjög laskaður í forsetakappræðunum í nótt. Mjög var sótt að Trump eftir að hljóðupptökum þar sem hann talar með niðrandi hætti um fjölmiðlakonuna Nancy O’Dell, og konur almennt, var lekið til fjölmiðla. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir upptökuna hafa hlotið mikla gagnrýni vegna þess að þarna sé verið að tala illa um glæsilega hvíta konu og það fari ekki á milli mála að Trump hafi sagt þetta. Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump dragi framboð sitt til baka eftir að hljóðupptökunum, sem eru frá árinu 2005, var lekið. Mike Pence, varaforsetaefni Trumps, sagði ummælin ófyrirgefanleg og vilja fjölmargir að Pence taki við keflinu. Trump hefur beðist afsökunar á ummælunum, en segist ekki ætla að draga framboð sitt til baka. Þrátt fyrir þetta sýnir skoðanakönnun frá því í gær að stór hluti kjósenda Repúblíkanaflokksins standi með Trump. Hillary Clinton mælist þó með fjögurra prósentustiga forskot.Silja Bára Ómarsdóttir telur sigurlíkur Trump fara dvínandi. Fréttablaðið/Hörður SveinssonTrump hefur látið fjölda niðrandi ummæla falla í kosningabaráttunni. Silja Bára telur að þessi síðustu ummæli hafi sérstaklega hlotið gagnrýni vegna þess að hann var að tala um glæsilega hvíta konu og auðveldara sé að fordæma það. „Allt annað sem hann hefur verið að segja hefur verið rasismi, eða að hluta til rasismi, eða fitufordómar. Viðbrögðin sýna ef til vill hvað innbyggður rasismi er fastur í kerfinu,“ segir Silja Bára. Það að Trump hafi þegar verið búinn að missa fylgi hafi sennilega ýtt undir viðbrögðin. „Þetta vekur líka svona mikil viðbrögð vegna þess að það fer ekki á milli mála að þetta eru hans eigin orð og mynd og rödd. Áður hefur einhver verið að ásaka hann, en í þetta sinn er ekki hægt að draga í efa að hann hafi sagt þetta.“ Silja Bára segir mestar líkur á að Hillary Clinton sigri í kosningunum. „Nema að flokkurinn nái að sannfæra Trump um að hann þurfi að stíga til hliðar og þá er nýtt spil í gangi. En það er mjög ólíklegt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Óborganlegt innslag 9. október 2016 17:26 „Hún mun leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur“ Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands rýnir í kappræður Hillary og Trump sem verða í kvöld 9. október 2016 18:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
„Hún mun leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur“ Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands rýnir í kappræður Hillary og Trump sem verða í kvöld 9. október 2016 18:45