Kjörsókn hefur verið dræm á Akureyri það sem af er degi. Klukkan tíu höfðu 2% þeirra sem eru á kjörskrá þar kosið. Á sama tíma fyrir Alþingiskosningarnar 2013 höfðu 4% kosið.
Það snjóaði á Akureyri í morgun eins og sjá má á myndinni að ofan en hiti er rétt ofan við frostmark.
Um helmingur kjósenda í Norðausturkjördæmi kjósa á Akureyri. 13941 er á kjörskrá á Akureyri sem er tæplega helmingur allra á kjörskrá í Norðausturkjördæmi þar sem 27.298 eru á kjörskrá.
Á sama tíma í Reykjavík var kjörsóknin sömuleiðis minni en árið 2013 eða um helmingur miðað við árið 2013.
Kosningavakt Vísis fylgist grannt með gangi mála alla helgina. Vaktina má finna hér.

