Innlent

Pendúllinn verðlaunar: Ljótur lokasprettur og skítseiði baráttunnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kosningarnar eru á morgun og eftirvæntingin er að gera út af við Pendúlana Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Snærós Sindradóttir og Stefán Óla Jónsson.

Af því tilefni var hlaðið í Viðhafnarpendúl þar sem síðustu kannanir eru reifaðir, farið yfir helstu mögulegu bollaleggingar að kosningunum loknum og frammistöður formanna flokkanna í síðustu kappræðumum vegnar og metnar.

Nú þegar kosningabaráttan er á lokametrunum þótti þáttastjórnendum við hæfi að gera upp það sem á undan er gengið - með sérstaka áherslu á alla drulluna sem nafnlausir stuðningsmenn stjórnarflokkana hafa verið að malla á undanförnum vikum. Framsókn ákvað að sækja í þennan forarpytt og fékk því fyrir vikið skömm í hattinn frá Pendúlunum.

Lokahluti þáttarins er undirlagður verðlaunafhendingu Pendúlsins sem gerir upp allt það besta og versta sem kosningabaráttan hafði upp á að bjóða undanfarnar vikur.

Hér að neðan eru flokkarnir 10 sem veitt voru verðlaun í. Pendúllinn hvetur hlustendur til að velja sína sigurvegara og sjá hvort þeir séu sammála þáttastjórnendum sem voru ekkert að skafa af hlutunum við verðlaunaafhendinguna.

  • Krútt kosningabaráttunnar
  • Vælukjóar kosningabaráttunnar
  • Atvik kosningabaráttunnar
  • Skriðtækling kosningabaráttunnar
  • Most valuable player
  • Scumbag kosningabaráttunnar
  • Besta kosningabaráttan
  • Besta facebook myndbandið
  • Brotlending kosninganna
  • Sigurvegari kosninganna


Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar. Þátturinn verður vikulegur og fer í loftið á hverjum föstudegi fram að þingkosningnum 29. október.

Pendúllinn er aðgengilegur á hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. á iTunesPocket Casts eða Podcast Addict. Til að finna þáttinn er best að leita einfaldlega undir nafninu Pendúllinn. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×